Staða feðra á Íslandi í tilefni Feðradagsins
8.11.2009 | 16:13
Félag um foreldrajafnrétti vill óska öllum feðrum og börnum þeirra til hamingju með feðradaginn. Feðradagurinn er nú haldinn í fjórða skipti á Íslandi þann 8. nóvember 2009 en löng hefð er fyrir feðradegi í öðrum löndum. Feðradagurinn var til að mynda haldinn fyrst 1919 í Bandríkjunum, 1931 í Svíþjóð og 1935 í Danmörku.
Félagið vill minna á bágborna stöðu íslenskra feðra í réttindum gagnvart hlutverki sínu. Hvergi í V-Evrópu er réttarstaða feðra verri en á Íslandi. Það er sérlega einkennilegt í ljósi þess að Ísland stendur meðal fremstu þjóða og er leiðandi í jafnréttismálum sem varða jafnan rétt kvenna gagnvart körlum. Í þeirri baráttu hefur hart verið lagt að íslenskum feðrum í sambúð að standa sig í hlutverki umönnunaraðila svo móðirin geti sinnt starfsframa sínum. Feður hafa almennt tekið þessu fagnandi. Þessi krafa á hins vegar aðeins við um þá feður sem búa með móður barna sinna. Aðrir feður sem ekki búa með barnsmóður sinni en vilja sinna föðurhlutverki sínu eru í verri málum. Jafnrétti hvað? Þá eru börnin allt í einu eign móður sinnar og feður hafa þar lítið hlutverk annað en að borga meðlag. Þannig getur faðirinn ekkert gert, þó hans vilji standi til þess að báðir foreldrar fari með sameiginlega forsjá og barnið verði í jafnri umgengni á tveimur heimilum, ef móðirin er því mótfallin. Hér er reginmunur á Íslandi og öðrum löndum. Í tilefni dagsins kyngeri ég umræðuna hér. Ekki er hægt að líta fram hjá því að réttarmunur foreldra sem ekki búa saman er kynbundinn og kynbundnari en til dæmis kynbundið ofbeldi. Um 92-95% skilnaðarbarna eiga lögheimili hjá móður og réttarstaða lögheimilisforeldris er yfirgnæfandi meiri en hins foreldrisins. Hin ríkisrekna jafnréttisbarátta þjóðarinnar sem kostar trúlega hundruði milljóna ár hvert, virðist láta þessar staðreyndir allar sem vind um eyru þjóta. Er ástæða þessa tómlætis sú að hið kynbundna ójafnrétti bitnar ekki á konum?
Hvergi í V-Evrópu er réttarstaða feðra verri en á Íslandi.
Baráttumál Félags um foreldrajafnrétti hafa að mestu verið lögfest í öllum þeim löndum sem Ísland vill bera sig saman við. Ísland situr eitt eftir og á töluvert langt í land. Í umfangsmikilli vinnu nefndar á vegum Félagsmálaráðuneytisins undir stjórn Ágústs Ólafs Ágústsson sem lauk störfum snemma á þessu ári kemur glögglega í ljós að Ísland sker sig algerlega úr hvað varðar réttindi barna til beggja foreldra á Norðurlöndum. Nefndin skilaði fjölmörgum tillögum til lagfæringa á barnalögum og óhætt er að segja að allar tillögur nefndarinnar eru í anda stefnu Félags um foreldrajafnrétti. Nefndin var nánast samhljóma í atkvæðagreiðslum um tillögur sínar en aðeins eitt atkvæði var á móti einni tillögu sem varla teljast mikil mótmæli í 11 manna nefnd með 12 tillögur sem kosið er um. Fáir nefndarmenn tóku ekki afstöðu til tillagnanna. Skýrsluna er að finna í heild sinni á síðu félagsins www.foreldrajafnretti.is.
Tvær nefndir eru í dag starfandi á vegum Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
· Nefnd til að endurskoða íslenska meðlagskerfið sem stýrt er af Guðnýju B. Eydal, prófessor í félagsráðgjöf, en búast má við viðamiklum breytingum á lögum varðandi framfærslu barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum.
· Nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá, búsetu og umgengni sem stýrt er af Hrefnu Friðriksdóttur, Lektor í sifja- og erfðarétti, en henni er gert að líta sérstaklega til mikils mismunar á lögum hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og auk þess að líta til áður nefndra tillagna.
Félag um foreldrajafnrétti gerir þær kröfur til þessara nefnda að þær taki mið af bestu hagsmunum barnanna og jafnri réttarstöðu foreldra. Við fullyrðum að þessi tvö atriði fari saman og verði ekki skilin að og undir það tók Ágúst Ólafur á málþingi um fjölskyldumál á Íslandi undir yfirskriftinni Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi? sem haldin var í október 2008.
Heimir Hilmarsson
Höfundur er formaður Félags um foreldrajafnrétti
Benda á rétt barna til feðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2009 kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meðvirkni að bitna á börnum
5.11.2009 | 01:21
Ég er að tala um meðvirkni barnaverndar, meðvirkni dómstóla, meðvirkni almennings gagnvart mæðrum sérstaklega.
Á sama tíma og ég fagna því að taka eigi á ofbeldismálum þá þykir mér það sorglegt að einungis á að verja börn fyrir ofbeldi karlmanna.
Nýverið var móðir dæmd í skilorð fyrir ofbeldi gagnvart 7 ára barni sínu. Fyrir þá sem ekki vita, þá er skilorð ekkert annað en "skamm" og ekki gera meira af þér í einhvern tíma.
Ég geri ráð fyrir því að ef barnið hefði verið tekið af móðurinni þá hefði verið sagt frá því í þessari einu frétt um málið sem ég hef fundið. Visir segir að "líkamlegar refsingar gagnvart börnum er almennt ekki viðurkennd uppeldisaðferð"
Staðreyndin er sú að líkamlegar refsingar eru bannaðar og við því eru viðurlög allt að þriggja ára fangelsi.Barnaverndarlög nr. 80/2002
3.mgr.82. gr. "Óheimilt er að: a. beita barn líkamlegum eða andlegum refsingum, ..."
1. mgr. 99. gr. "Hver sem beitir barn refsingum, hótunum eða ógnunum og ætla má að slíkt skaði barnið andlega eða líkamlega skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum."
Af visir.is: "Segir í dómnum að ofbeldið hafi haft djúpstæð áhrif á telpuna og skapað hjá henni mikið óöryggi"
Í lögum segir: "...skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum."
Móðirn fær ekki sektir og ekki fangelsi!
Barnið er ekki tekið úr umsjá móðurinnar!
Börn á Íslandi hafa dáið af völdum ofbeldis móður og jafnvel á meðan barnavernd veit af hættunni.
Hvernig væri að fara að rjúfa þögnina? Hætta meðvirkninni og taka á málum eins og þau eru.
Hér er fréttin af visir.is: http://www.visir.is/article/20091028/FRETTIR01/266382922
Ég finn ekki frétt um þetta mál á mbl.is og mér þykir það sorglegt. En vissulega er þetta heimilisofbeldi svo ég tengi það við frétt um heimilisofbeldi.
Aukin hætta á heimilisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bankarán innanfrá
2.11.2009 | 19:37
Ætla íslenskir bankamenn að halda áfram að ræna bankann innanfrá?
Hvernig er hægt að stoppa þetta rán?
Tugmilljarða afskriftir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hverjir eru sekir?
17.10.2009 | 12:16
Bankinn seldi völdum viðskiptavinum og starfsmönnum hluti í bankanum og lánaði sjálfur fyrir kaupverðinu.
Lánin voru öll með veði í hlutabréfunum sjálfum og hafa svo verið felld niður í kjölfar þess að bankarnir hrundu.
Þeir aðilar sem hjálpuðu bankanum við að svindla með þessum hætti á markaðnum fengu rausnarlega borgað fyrir verknaðinn. Sá aðili sem var tilbúinn að skrá á sig hlutafé fyrir milljarð króna fékk í sinn vasa tugi milljóna í arðgreiðslur á ári.
Þetta er svívirðilegt bankarán og auðvitað á að sækja alla til saka sem tóku þátt í ráninu. Bæði stjórnendur bankans og alla þá sem fengu skráð á sig hlutabréf gegn skuldaviðurkenningu við bankann með veði í bréfunum sjálfum. Þá á ég við ef lánið hefur ekki verið greitt upp af viðkomandi.
Þetta gætu verið 100 manns í tengslum við Kaupþing banka. Hvernig komum við þeim öllum í fangelsi.
Ég mæli með því að við skoðum leiðir með sjálfbær fangelsi. Fangar verði látnir skapa verðmæti á bak við lás og slá og borga þannig fyrir vist sína sjálfir.
Það er nóg til af húsnæði. Við höfum enga afsökun fyrir því að láta þessa glæpamenn ganga lausa.
Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atkvæðakaup?
9.10.2009 | 12:25
Ótrúlegt þegar menn koma fram með svona þvætting. Ef ríkisstjórnin gerir það sem þjóðin vill, þá eru það atkvæðakaup í neikvæðri merkingu?
Frjálsar strandveiðar eru ein hagkvæmasta leiðin fyrir Íslendinga til að sækja fisk. Útilokað er að ganga of harkalega á fiskistofnana á handfærum. Minnstur erlendur kostnaður er við handfæraveiðar. Mikið vinnuafl er notað við handfæraveiðar sem er sérstaklega gott á tímum atvinnuleysis. Frjálsar handfæraveiðar gefa fólki kost á að starfa sjálfstætt á tiltölulega einfaldan og góðan hátt.
Ég set hins vegar út á ríkisstjórnina fyrir það að ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Í raun var ríkisstjórnin bara að þykjast.
Þeir ætla að innleysa kvótann á tuttugu árum. Ef við tökum mið af því að þetta er fyrsta vinstri ríkisstjórnin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Hverjar eru þá líkurnar á því að þau sitji við völd næstu tuttugu árin til að geta klárað verk sitt?
Að leyfa strandveiðar hluta úr degi er náttúrulega bara brandari. Ef ríkisstjórnin væri að meina eitthvað með því að leyfa strandveiðar, þá mættu menn róa allan sólarhringinn. Ef menn vilja takmarka tímann, þá væri nær að takmarka hann við ákveðið margar klukkustundir í mánuði frekar en að vera með eitthvað átta til fimm dæmi.
VG þykist vilja afnema þetta rangláta kvótakerfi sem við búum við. Af hverju gera þeir það ekki?
Gróf atlaga ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Komið peningunum í notkun
1.10.2009 | 12:16
Nú er Borgarahreyfingin með engan mann á þingi að fá 25 milljónir á ári frá ríkinu vegna þeirra manna sem fóru inn á þing á þeirra vegum.
Ég legg til að Borgarahreyfingin bjóði góðgerðasamtökum að sækja um styrki til hreyfingarinnar og að peningunum verði komið í góð málefni.
Vilja utanþingsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
0 þingmenn
18.9.2009 | 18:42
Nú er Borgarahreyfingin með 0 þingmenn á Alþingi.
Mótmælahreyfingin sem öllu átti að breyta hefur mótmælt sjálfum sér í hástert síðan þeir komust á þing og búnir að koma sér út aftur með háværum mótmælum.
Þrír fyrirverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar komnir í nýjan flokk sem heitir "Hreyfingin".
Þráinn á nú bara eftir að stofna með sér einsmanns flokkinn "Borgari".
En hverjir eru varamenn þessara þingmanna? Koma þeir enn úr Borgarahreyfingunni?
Klofningur í Borgarahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattfrjálsar tekjur!
18.9.2009 | 18:28
Seðlabankastjóri kom úr starfi þar sem hann var með 5.000.000,kr tekjur skattfrjálsar á mánuði, segir hann í þessu viðtali.
Eiga ekki allir að borga skatta?
Hvernig kemst maður í skattfrjálsar tekjur?
Peningar eru ekki allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
kvenfrelsi?
17.9.2009 | 17:46
Það er óhuggulegt hversu miklu púðri er eytt í kvennfrelsisbaráttu hér á landi á kostnað jafnréttis.
Jafnrétti á að vera fyrir alla ekki bara konur.
Sameinuðu þjóðirnar hafa í mannréttindayfirlýsingunni og í alþjóðasamningunum um mannréttindi lýst því yfir og samþykkt að hver maður skuli eiga kröfu á réttindum þeim og frelsi sem þar er lýst, án nokkurs greinarmunar, svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna ...
Á meðan jafnréttisbaráttan á Íslandi snýst bara um konur, þá komumst við ekkert áfram.
Ráðherranefnd um jafnréttismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Átti einhver von á öðru frá "Guðföður útrásarinnar"?
2.9.2009 | 16:17
Var það ekki Ólafur Ragnar sem dásamaði útrásina hvað mest! "Guðfaðir útrásarinnar" eins og sagt er að hann hafi kallað sjálfan sig í bók sinni sem var innkölluð daginn sem bankarnir hrundu.
Er ekki dóttir hans starfandi með Jóni Ásgeiri sem ekki er nú alveg hvítþveginn af útrásartöktum.
Ég er sannfærður um það að hver og einn alþingismaður eða forseti sem ekki greiðir atkvæði sitt gegn ríkisábyrgð á skuldum óreiðu útrásarvíkinga geri það ekki vegna þess að sá hinn sami er flæktur í málið persónulega með einum eða öðrum hætti.
Ég trúi ekki að saklaus borgari sem kemst inn á alþingi samþykki það að þjóðin í heild sinni taki út refsingu fyrir nokkra glæpamenn sem ganga lausir og eru ekki einu sinni sóttir til saka.
Áður en að Alþingi eða Forseti getur samþykkt slík lög ætti að vera búið að sækja til saka þá sem komu okkur í þessa stöðu.
Það hefur ekki verið gert og það virðist ekki vera á dagskrá.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |