Sjálfsmorðshætta þegar börn eru tekin út úr lífi foreldris - Samfélagsleg ábyrgð

Það er erfitt að fást við þær tilfinningar þegar barni er rænt úr lífi hans. Sérstaklega þegar samfélagið samþykkir þennan verknað. Margir feður víðsvegar um heim þurfa að þola þá sorg, reiði, vanmátt og niðurlæginu sem fylgir því þegar þeir eru sviptir foreldrahlutverki sínu. Börnin eru tekin út úr lífi þeirra og þeir skipta ekki lengur máli í lífi barna sinna. Í ofanálag eru þeir látnir greiða meðlag til þess sem stendur í vegi fyrir að þeir fái að þekkja börnin sín. Niðurbrotið sem fylgir þessum aðstæðum er yfirþyrmandi.

Það er á samfélagslega ábyrgð að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist að foreldri sé meira og minna þurrkað út úr lífi barns.

Það er ekkert sem réttlætir gjörðir þessa manns en það er nauðsynlegt að varpa ljósi á hvað hugsanlega stuðlaði að þessu brjálæði.

Maðurinn var að fá barnið til sín í þriggja klst umgengni sem gefur til kynna að umgengni hafi verið mjög takmörkuð og þar af leiðandi allt of lítil til þess að faðir og barn hafi haft kost á eðlilegu sambandi milli foreldris og barns.

Það er furðulegt að börn eru í gæslu hjá ókunnugum á leikskólum í 160 klst á mánuði, 8 tíma í senn, á meðan réttarkerfið leggur blessun sína yfir að feður fái aðeins að vera með börn sín svo stuttan tíma að það nær stundum ekki 8 tímum á mánuði.

Ástæðan er oft eigingirni "móður" og meðvirkni réttarkerfis og samfélags með móður.

Barnasáttmálinn kveður á um rétt barns til umönnunar beggja foreldra og jafnframt rétt foreldra til þess að sinna ábyrgð sinni gagnvart börnum sínum. Bandaríkin hafa ekki lögbundið sáttmálann en það gerðu íslensk stjórnvöld fyrir um ári síðan. Samningurinn er þó litlu meira virtur á Íslandi en Bandaríkjunum þegar kemur að rétti barns til beggja foreldra. Það sést best á til dæmis úrræðaleysi löggjafans í umgengnistálmunum þar sem löggjafinn beinlínis verndar foreldra sem brjóta gegn börnum með þeim hætti.

Við erum samfélagið og við þurfum að átta okkur á því að umgengnistálmanir, þar með talið mjög takmörkuð umgengni, er ofbeldi. Ofbeldi hefur afleiðingar og sjaldnast bara á þolandann. Hversu oft heyrum við ekki af þolendum eineltis sem fremja voðaverk.

Alveg eins og það er á samfélagslega ábyrgð að útrýma einelti, þá er það á okkar ábyrgð að útrýma misrétti í sifjamálum.

Hér er smá lesefni: Why divorce is bad for a man's health: Separation increases the risk of early death, substance abuse, suicide and depression og Men Driven Over the Edge.

Þetta er greinilega mál sem þarfnast nánari skoðunar og samfélagið þarf að bregðast við. Ekki bara með meira ofbeldi sem fellst þá í því að henda feðrum alveg út úr lífi barnanna, heldur með kærleika, virðingu og foreldrajafnrétti.


mbl.is Kastaði syni sínum fram af háhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband