Atkvæðakaup?

Ótrúlegt þegar menn koma fram með svona þvætting. Ef ríkisstjórnin gerir það sem þjóðin vill, þá eru það atkvæðakaup í neikvæðri merkingu?

Frjálsar strandveiðar eru ein hagkvæmasta leiðin fyrir Íslendinga til að sækja fisk. Útilokað er að ganga of harkalega á fiskistofnana á handfærum. Minnstur erlendur kostnaður er við handfæraveiðar. Mikið vinnuafl er notað við handfæraveiðar sem er sérstaklega gott á tímum atvinnuleysis. Frjálsar handfæraveiðar gefa fólki kost á að starfa sjálfstætt á tiltölulega einfaldan og góðan hátt.

Ég set hins vegar út á ríkisstjórnina fyrir það að ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Í raun var ríkisstjórnin bara að þykjast.

Þeir ætla að innleysa kvótann á tuttugu árum. Ef við tökum mið af því að þetta er fyrsta vinstri ríkisstjórnin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Hverjar eru þá líkurnar á því að þau sitji við völd næstu tuttugu árin til að geta klárað verk sitt?

Að leyfa strandveiðar hluta úr degi er náttúrulega bara brandari. Ef ríkisstjórnin væri að meina eitthvað með því að leyfa strandveiðar, þá mættu menn róa allan sólarhringinn.  Ef menn vilja takmarka tímann, þá væri nær að takmarka hann við ákveðið margar klukkustundir í mánuði frekar en að vera með eitthvað átta til fimm dæmi.

VG þykist vilja afnema þetta rangláta kvótakerfi sem við búum við. Af hverju gera þeir það ekki?


mbl.is Gróf atlaga ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband