Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Dómaraheimild í forsjármálum

Í 1.mgr. 3.gr. Barnasáttmálans er skýrt tekið fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar dómstólar sem og aðrir gera ráðstafanir sem varða börn.

Þegar dómari stendur frammi fyrir því að ítarleg úttekt sérfróðra manna segir að barninu sé fyrir bestu að vera áfram í sameiginlegri forsjá beggja foreldra, þá eru bönn fyrir því í íslenskum lögum að dómari geti dæmt á þann veg.

Af hverju þurfa íslendingar einir þjóða að banna dómurum að dæma í takt við barnasáttmálann og megin þema barnalaga sem er að dæma á þann veg sem barni er fyrir bestu?

Norðmenn hafa dæmt í sameiginlega forsjá síðan 1981, Finnar síðan 1983, Frakkar síðan 1988, Svíar síðan 1998 og Danir síðan 2007. Hvað þurfa Íslendingar að bíða lengi eftir þessari réttarbót?

Rökin fyrir heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá eru skýr, þar sem í dag liggur fyrir að þau réttindi sem sameiginlega forsjáin veitir umgengniforeldrinu halda ekki þar sem hægt er að “segja forsjánni upp” þegar á réttindin reynir, með höfðun forsjármáls. Fæst slík mál fara fyrir dómsstóla þar sem  lögheimilisforeldrið fær endurtekningarlítið fulla forsjá. Norðmenn segja: ..ósanngjarnt er að annað foreldrið fái eitt forsjána bara á þeim forsendum að það vilji ekki að hitt eigi hlutdeild í henni. Allar aðrar þjóðir hafa aðlagað sitt dómskerfið að þremur valmöguleikum við forsjá barns. Niðurstaða annara þjóða er nánast einsleit varðandi jákvæð réttaráhrif breytinganna þannig að málum hefur fækkað fyrir dómsstólum og sáttarvilji foreldra aukist.  Rökin sem hafa verið nefnd á móti breytingunni tengjast frávikamálum og þeim ótta að foreldrar sem vanrækja börnin, eiga við fíkniefnavanda að etja eða foreldrar sem beita börnin sín ofbeldi geti verið dæmd sameiginleg forsjá. Slíkur ótti ætti að vera ástæðulaus enda eigum við að treysta íslenska dómskerfinu til dæma hæfara foreldrinu forsjána í frávikamálum, enda er enginn valmöguleiki tekinn af dómurum með þessari breytingu.  Önnur rök eru þau að ekki skuli þvinga fram samstarf. Mikilvægt er að minna á að allir dómar í forsjár- og umgengnismálum eru í eðli sínu gegn vilja annars foreldrisins og flestir kalla þeir á einshverskonar samstarf. Allar aðrar þjóðir hafa farið þessa leið – síðast Danir þegar þeir ákváðu að dæma mætti m.a. umgengni við ömmu og afa gegn vilja lögheimilisforeldrisins. Þá tóku þeir hagsmuni barnsins fram yfir hagsmuni foreldranna, fylgja 3. gr. Barnasáttmálans.

Ingibjörg sýnir ábyrgð

Ég get ekki annað en verið ánægður með Ingibjörgu núna.  Hún ætlar að sýna ábyrgð og klára kjörtímabilið þrátt fyrir að erfið verkefni séu framundan.

Það er nauðsynlegra nú en nokkru sinni áður að samstaða og stilling ríki í stjórnun landsins.

Upphlaup og glundroði eru ekki til þess fallin að auka tiltrú annarra þjóða á að hér sé verið að taka á vandanum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðum rétt barnsins

Ég fagna því að ekki fleiri en 300 sæðisgjafar finnis í Bretlandi, þetta samsvarar því að 1,6 á Íslandi gefi sæði.

Hvar er siðferðið á bakvið sæðisgjöf?

Um hvern er verið að hugsa?

Er ekki réttur konunnar til að eignast barn með sæðisgjöf að brjóta rétt barnsins til að þekkja uppruna sinn?

Hver er pabbi?  Hver eru systkini mín? o.s.frv.

Bara fyrir stuttu síðan voru tvíburar að ganga í hjónaband sem ekki vissu af skyldleika sínum.  Það var að vísu ekki sæðisgjöf því þar var sama mamman og sami pabbinn, en þau vissu ekki af hvort öðru og urðu ástfangin.

Eitt svona dæmi er of mikið.  Börn sæðisgjafa meiga leita uppruna síns eftir 18 ára aldur, flest eru byrjuð að fella hug til hins kynsins og sofa hjá fyrir þann aldur.

Börn sæðisgjafa eru svipt helmingi fjölskyldu sinnar til 18 ára aldurs og ná aldrei þeirri tengingu við þá fjölskyldu sem þau eiga rétt á þó þau finni hana eftir þennan tíma.

Virðum rétt barnsins og stöðvum foreldrasviptingu.


mbl.is Sæðisgjafa skortir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar í dag bjarga engu, við þurfum að breyta kosningalögum fyrst.

Það kerfi sem notast er við til að velja inn menn á Alþingi er fyrst og fremst atvinnutryggingakerfi fyrir stjórnmálamenn.

Það er nánast útilokað fyrir kjósendur að koma óvinsælustu stjórnmálamönnunum út af þingi.

Ástæðan er sú að hver og einn stjórnmálamaður þarf aðeins að skapa sér vinsældir innan lítils hóps á litlu svæði til að komast inn á þing fyrir það kjördæmi.

Ef þjóðin vill alvöru lýðræði þá þurfum við að breyta þessu þannig að:

1. Ísland verði eitt kjördæmi.

2. Kjósendur velji ákveðin fjölda einstaklinga á kjörseðli í stað flokka eins og nú er.

3. Frambjóðendur bjóði sig fram í sínu nafni í stað flokks nafni, en eigi að síður lýsi sig fylgjandi ákveðinni flokksstefnu.

4. Á kjörseðli verði öllum frambjóðendum raðað í stafrófsröð þar sem fram kemur:
    Nafn og Flokksstefna.
    Ari Arason, S
    Bárður Bárðarson, V
    Jón Jónsson, D
    o.s.frv.

 

Í núverandi kerfi verða kjósendur að velja heilan flokk mann.  Þessir menn eru hins vegar ekki skuldbundnir til að starfa innan þess flokks sem þeir bjóða sig fram með.  Nokkur dæmi á síðustu árum sýna það að menn geta yfirgefið flokk sinn hvenær sem er en starfað áfram með einhvað útreiknað fylgi á bak við sig.  Þetta fylgi er hins vegar aðeins sýndar fylgi því kjósendur mega ekki velja einstaklinga.

Breytum reglunum áður en við kjósum. Kosningar í dag gefa okkur bara aðeins öðruvísi röðun á sömu mönnunum.


mbl.is Vaxandi krafa um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband