Skipulagsnámskeið á Litla-hrauni!
1.9.2009 | 12:37
Það er kannski of seint núna en ef það hefði verið gert fyrr að kenna glæpamönnum að skipuleggja glæpastarfssemi sína til að gera hana löglega, þá væru fangelsin tóm.
Alveg magnað að það þurfi að banna sérstaklega skipulagða brotastarfssemi. :)
Skipulögð brotastarfsemi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Maðurinn gengur laus!
31.8.2009 | 11:13
Það er verulega óhuggulegt að vita til þess að Bjarki Már Magnússon gangi laus eftir áfrýjun til hæstaréttar.
Af Visir.is
Lögfræðingur hans reynir að fá málið fellt niður á grundvelli þess að fólk innan dómkerfisins er tengt innbyrðis. Viðkemur fórnarlambinu eða brotamanninum ekkert.
Fréttir af visir.is:
- Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins
- Óvíst hvort að sambýliskona ofbeldismannsins nái sér að fullu
- Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla
- Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins
- Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga
- Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans
- Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð
- Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar
- Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum
- Nálgunarbannsmál sent til Ríkissaksóknara
- Lögmaður: Rauf ekki nálgunarbannið
- Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar
- Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni
- Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað
- Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu
- Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi
- Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum
- Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann
- Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum
- Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum
- Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana
- Fær ekki að vitna í grófu ofbeldismáli
- Fórnarlamb ofbeldisfulla sambýlismannsins stígur fram
Fréttir af mbl.is:
Fréttir af dv.is:
Af dv.is
Frjáls þrátt fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2009 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verkefni ríkisstjórnar!
17.8.2009 | 14:34
Ég hefði nú haldið að eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Íslands á þessum tíma væri að koma í veg fyrir landsflótta.
Fólk flytur úr landi núna vegna verðlausrar krónu, mikillar verðbólgu, hárra vaxta, verðtryggðra lána, hækkandi skatta, skuldsetningu ríkissjóðs og trúleysi á siðferði stjórnvalda.
Það er ekkert undarlegt að þeir sem geti farið geri það núna. Það er í eðli hvers manns að reyna að framfleyta fyrst og fremst sinni fjölskyldu og þegar það er gert nánast ókleyft hér á landi þá fer fólk.
Ráðherrar segja að grasið sé ekkert grænna hinum megin, en það sem er sér-íslenskt við þessa kreppu er krónan, verðbólgan, háir vextir, verðtryggð lán. Er það ekki nóg til að fara?
Ríkisstjórnin stendur vörð um hagsmuni Breta og Hollendinga fremur en Íslendinga ef frá eru teknir fáir þingmenn VG.
Þeir Íslendingar sem ákveða að halda áfram að búa á Íslandi eru gerðir ábyrgir fyrir glæframennsku nokkurra útrásarvíkinga.
Þeir einstaklingar sem komu Íslandi á vonarvöl halda áfram að vaða í peningum og án ábyrgðar.
Foringi útrásarvíkinga sem einnig á og rekur flesta fjölmiðla Íslands hefur tekið upp á því að draga mánaðarlaun af þeim fréttamönnum sem tala óvarlega um útrásarvíkinga.
Hver ber ábyrgð á að fjölmiðlafrumvarpið fór ekki í gegn? Forsetinn og persónulegur vinur foringjans?
Ég hef ekki heyrt talað um að bankahrunsstjórarnir hafi þurft að borga til baka hluta af sínum launum.
Til að stöðva landsflótta þarf réttlæti og virðingu fyrst og fremst.
Fjármálaráðherra vonast eftir afsökunarbeiðni frá glæpamönnunum? Hvað er það? Hvert mun sú afsökunarbeiðni koma okkur?
Ræni menn banka á ekki bara að bíða og vonast eftir afsökunarbeiðni. Það á að sækja menn til saka.
Óttast íslenskan spekileka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar?
11.8.2009 | 01:01
"Það getur ekki verið að íslenskum ríkisborgurum sé bara ýtt til hliðar" segir móðir tveggja barna sem er gert að vera í Bandaríkjunum á meðan á forsjármáli stendur.
Ég vona að þessi börn fái réttláta meðferð fyrir dómstólum í Bandaríkjunum, því hér á Íslandi er íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar í massa vís.
Ótal íslenskir ríkisborgarar eru sviptir forsjá á börnum sínum hér á landi þrátt fyrir fullt hæfi til að fara með forsjá barna sinna. Engar forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að svipta foreldri forsjá aðrar en þær að hitt foreldrið sé því mótfallið.
Stöðvum ástæðulausar forsjársviptingar hér heima og virðum rétt þegna okkar hér á landi.
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Siðferðisbrestur er smitandi sjúkdómur!
6.8.2009 | 11:33
Það er ljóst að hrun efnahagslífsins á Íslandi má rekja til siðferðisbrests sem við gætum kallað sjúkdóm. Þessi siðferðisbrestur breyddist fyrst út meðal bankamanna og margra ráðamanna þjóðarinnar og þeirra sem kallaðir eru útrásarvíkingar.
Ekkert hefur enn verið gert til að hefta útbreyðslu þessa skæða sjúkdóms sem einkennist helst af græðgi og algeru siðleysi.
Nú hefur þessi sjúkdómur náð til almúgans sem ekki er í stöðu til að ræna banka innan frá en notast þess í stað við kúbein með mun minni árangri.
Mikil umræða er í gangi um að auka fjármagn til lögreglunnar til að eltast við óbreyttan almenning sem sýkst hefur af þessum siðferðisbresti svo stöðva megi smáglæpi.
Það er eins og það átti sig engin á því að sýktir einstaklingar sem fást við smáglæpi sýkja ekki aðra einstaklinga af siðferðisbresti eins og þeir sem stela stóru peningunum.
Þeir ráðamenn þjóðarinnar, bankamenn og útrásarvíkingar sem sýktir eru af þessum mjög svo eyðileggjandi sjúkdómi, siðferðisbresti breyða þennan sjúkdóm milli manna og út í almenning með þeim krafti að ekkert mun stöðva útbreyðslu afbrota nema vel skipulögð og alger hreinsun í hópi þeirra sem smita aðra.
Byrjum á ráðamönnum þjóðarinnar. Það á engin að sitja á Alþingi eða í forsetastóli sem tengist með einhverjum hætti bankahruninu eða útrásarvíkingum, hvort heldur það er með beinum hætti eða í gegnum maka, börn eða foreldra.
Það á engin að vinna hjá ríkissaksóknara, hjá dómstólum, hjá bönkunum eða hjá eftirlitsstofnunum sem tengjast beint eða gegnum maka, börn eða foreldra efnahagshruninu.
Allir þeir sem hafa með kaupréttarsamningum eða öðru slíku fengið meira en 50 milljóna króna lán til kaupa á hlutabréfum verða að greiða til baka lánið eða allan hagnað sem þeir hafa fengið í tengslum við lánið, t.d. arð af hlutabréfum, eða verða lýstir persónulega gjaldþrota ella og eignir þeirra leitaðar uppi og teknar þó þær hafi verið ánafnaðar öðrum til að koma þeim undan.
Allir kaupréttarsamningar eiga að vera uppi á borðinu fyrir almenning til að skoða. Ef réttarkerfið virkar þá þurfum við ekki að óttast villta vestrið, en ef réttarkerfið er sýkt af siðferðisbresti þá vissulega erum við í villta vestrinu.
Öll ábyrgðin er í höndum Alþingis. Þar er löggjafavaldið. Ef tekið er á "siðferðisbresti" á réttum stöðum, þá þarf ekki aukið fjármagn í lögregluna. Siðferðið mun fara uppá við hjá allri þjóðinni.
Fleiri sjá sér hag í innbrotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bankarán
3.7.2009 | 09:31
Þrír bankar Íslands rúnir inn að skinni af óprúttnum bankamönnum.
Hér er um hreint og klárt bankarán að ræða. Það að starfsmenn taki mörg þúsund milljónir út úr bönkunum án þess að setja neitt í staðinn getur ekki verið annað en bankarán.
Þeir stjórnmálamenn sem berjast ekki með hörku fyrir því að þessum mönnum verði refsað eru líklegast viðriðnir málið á einn eða annan hátt.
Þar sem enginn bankaræningi hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna þessa máls, þá bendir það sterklega til þess að einhverjir starfsmenn og sér í lagi stjórnendur Ríkissaksóknaraembættisins séu einnig viðriðnir þetta mál á einn eða annan hátt.
Almenningur í landinu stendur ráðalaus gagnvart stærsta bankaráni sögunnar. Sakamenn ganga lausir í skjóli yfirvalda.
Enginn sjáanlegur vilji er til staðar hvorki á hinu háa Alþingi né hjá Ríkissaksóknara fyrir því að láta glæpamennina svara til saka.
IceSave samningurinn er ljót leið til að láta almenning í landinu taka ábyrgð á bankaráni Landsbankans. Enginn stjórnmálamaður sem vill að bankaræningjarnir svari til saka mun samþykkja frumvarpið um IceSave. IceSave samningurinn er til þess að allir Íslendingar saman taki á sig ábyrgð glæpamannsins svo brotamaðurinn fái notið góssins án truflunar.
Hvað gera Íslendingar þegar svo gróflega er brotið á þeim eins og raun ber vitni?
Verður landflótti? Verður gripið til ofbeldis? Eða er okkur sama þótt börnin okkar séu rænd og mannorð þeirra eyðilagt um víða veröld?
22 fengu 23,5 milljarða að láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Foreldrajafnrétti og Obama
20.6.2009 | 13:03
Félag um foreldrajafnrétti hefur haldið þessu málefni á lofti hér á landi undanfarin ár og vissulega fagnaðarefni að fá talsmann eins og Obama.
Í dag er það þannig á Íslandi að feður sem búa með barnsmæðrum sínum eiga og mega standa sig í föðurhlutverkinu. Það gegnir hins vegar öðru máli um þá feður sem ekki njóta lengur náðar barnsmóður sinnar, þrátt fyrir eindreginn vilja þeirra til að standa sig í föðurhlutverkinu þá er það nánast algerlega undir barnsmóðurinni komið hvort þeir hafi leyfi til að koma að föðurhlutverkinu með öðrum hætti en að leggja til peninga.
Vissuð þið að skilnaðarbörn á Íslandi eru á bilinu 20 til 30 þúsund?
Í auglýsingu frá félaginu fyrir alþingiskosningar 2007 segjum við frá því að rannsóknir sýni að skilnaðarbörn:
eru 20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvandamál að stríða.
eru 20 sinnum líklegri til að lenda í fangelsi.
eru 9 sinnum líklegri til að hætta í skóla.
Þau skilnaðarbörn sem halda góðu sambandi við báða foreldra lenda ekki í þessum hópi.
Upplýsingar um Foreldrajafnrétti er að finna á http://www.foreldrajafnretti.is
Foreldrajafnrétti á Facebook http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=38732926719
Hvernig eiga feður að standa sig í sínu hlutverki þegar mæðurnar neita og réttarkerfið er ekki til staðar til að verja rétt barnisins?
DV hefur sagt frá einu slíku máli:
Hvenær fáum við að sjá íslenska löggjöf verja réttindi barnsins í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins?
Þar segir í 1.mgr. 18.gr.:
"Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi
stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar
beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til
þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð
á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem
barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga."
Ísland sker sig úr hvað varðar þessi réttindi barnsins. Hvergi í vestrænum heimi eru réttindi barna til beggja foreldra minni en á Íslandi.
Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hryðjuverkin samþykkt
7.6.2009 | 14:18
Nú hefur Ríkisstjórn Íslands skuldbundið þjóðina til að standa skil á 650 milljörðum króna auk vaxta og það ekkert smá vaxta.
Hver 5 manna fjölskylda á Íslandi hefur verið gerð ábyrg fyrir 10 milljónum króna með 5.5% vöxtum sem byrjað verðu að greiða af eftir sjö ár. (Hver verður þá í ríkisstjórn?)
Eftir sjö ár verða þessar 10 milljónir á fjölskyldu orðnar að 14,5 milljónum króna miðað við 5,5% vexti eða 945 milljarðar króna verði ekki greitt inn á lánið á þessum tíma.
Undirskrift þessa samnings er samþykki íslensku Ríkisstjórnarinnar á því að hryðjuverkalögunum hafi verið réttilega beitt gegn íslensku þjóðinni. Sem aftur þýðir það að íslenska þjóðin er að gangast í ábyrgð fyrir hryðjuverkamenn.
Ég krefst þess að þeir hryðjuverkamenn sem ég er að gangast í ábyrgð fyrir verði látnir svara til saka sem hryðjuverkamenn.
Ég vill að allar eigur þeirra verði gerðar upptækar ásamt þeim eignum sem þeir hafa ánafnað öðrum til að koma þeim undan.
Ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera skuldbundin okkur til að koma þessum mönnum á bak við lás og slá.
Erfitt að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fáum Davíð aftur!
7.6.2009 | 13:39
Jón Ásgeir á alla fjölmiðla Íslands.
Jón Ásgeir á Samfylkinguna og þar með Ríkisstjórnina og þar með einnig ríkisreknu fjölmiðlana.
Eigum við að halda áfram að hlægja að erlendum fréttamönnum sem segja okkur sannleikann um íslenskt viðskiptalíf?
Búsáhaldabyltingin rak í burtu eina manninn sem þorir í Jón Ásgeir og kom þess í stað til valda ríkisstjórn í eigu Jóns Ásgeirs.
Stærsta svikamál frá stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gömul grein úr MBL
31.5.2009 | 13:40
Ég skrifaði grein árið 1998 um leið til að koma kvótanum aftur til réttra eigenda, ég tel greinina enn eiga við rök að styðjast þó vissulega hafi krónutölur breyst. Ég sé líka að á þessum tíma var ég að tala til formanns LÍÚ, en að sjálfsögðu er það Ríkisstjórnin og Sjávarútvegsráðherra sem á að lagfæra þetta kerfi.
Fyrningarleið núverandi ríkisstjórnar er nokkuð í átt við það sem ég tala um í þessari grein og fagna ég því að þetta sé komið til umræðu á þingi.
Ég tel fullvíst að þeir sem hafa eitthvað vit á þessu kerfi án þess að hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að hafa það óbreytt séu hlynntir því að þessar bráðnauðsynlegu breytingar verði gerðar.
Ef þjóðin hefur lært eitthvað af siðleysi síðustu ára í fjármálum, þá mun kvótakerfið verða lagfært.
Hér er hægt að sækja forrit til að skoða gömul tímarit á timarit.is: STDU Viewer 1.5.221Hér er svo greinin frá 1998: 270. tölublað FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 bls. 48-49
Hér er svo greinin:
Marktæk tillaga fyrir Kristján Ragnarsson
Ég er ekkert hissa á því að erlendir aðilar telji okkar fiskveiðistjórnunarkerfi það besta í heimi. Það hefur fjölmarga kosti. Útgerðarmenn fá úthlutað ákveðnum kvóta og ef þeir vilja ekki eða geta ekki nýtt sér hann þá geta þeir losað sig við hann til skamms eða til langs tíma eða skipt honum út fyrir kvóta í öðrum fiskitegundum. Þessi úthlutun og sveigjaleiki í íslenskri fiskveiðistjórnun hlýtur að bjóða upp á hagkvæmni í sjávarútvegi og verndun fiskistofnanna.Fiskveiðistjórnun - kvótakerfi?
Fiskveiðistjórnun hlýtur fyrst og fremst að vera í höndunum á stjórn málamönnum sem hafa fiskifræðinga sér við hlið. Þessir aðilar ákvarða hversu mikið má veiða af hinum ýmsu fisktegundum og út hluta kvóta í samræmi við það. Einnig er það hluti af fiskveiðistjórnun að útgerðum sé gefinn sveigjaleiki til þess að nýta ekki allan kvótann, eða til að skipta á fisktegundum. En það sem almenningur kallar kvótakerfi eru fyrst og fremst framsalsheimildir sem út gerðarmenn hafa á úthlutuðum kvóta. Þessar framsalsheimildir kalla á það að verð á kvóta fer upp úr öllu valdi, þar sem eftirspurn eftir kvóta er og verður alltaf miklu meiri en framboð. Þegar verð á kvóta er þetta hátt, þá er nánast útilokað fyrir nýja aðila að fara út í útgerð, og þess vegna verður þetta til þess að kvótinn færist á sífellt færri hendur. Þetta hlýtur að fara fyrir brjóstið á öllu skynsömu fólki, því hvernig í ósköpunum er hægt að sætta sig við að örfáir aðilar eigi fiskinn í sjónum í 200 sjómílna radíus kringum landið? Sjálfur er ég sannfærður um að allir sem hafa hæfileika til að mynda sér skoðun um málið sjái hversu siðlaust þetta er. Það sjá sér bara ekki allir hag í að viðurkenna það.Hvernig má laga kerfið?
Oft finnst mér það flækjast verulega fyrir fólki hvernig breyta má núverandi kerfi og setja á veiðileyfagjald. Margir telja þetta umturna núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég tel það alrangt. Núna eiga menn ákveðinn kvóta og ef þeir ætla ekki að nýta sér hann þetta árið þá geta þeir leigt hann. Ef þeir ætla ekki að nýta sér þennan kvóta næstu ár þá geta þeir selt kvótann. Með veiðileyfagjaldi gæti þetta litið þannig út að þeir ættu rétt á að leigja ákveðinn kvóta frá ríkinu, ef þeir svo vilja ekki nýta sér allan réttinn þetta árið eða til frambúðar, þá gætu þeir skilað inn þeim hluta tímabundið eða til frambúðar, og ríkið gæti þá úthlutað öðrum þessum heimildum, þannig að gagnvart fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofnanna þá er verið að tala um óbreytt kerfi. Enda hefur ekki verið sett út á fiskveiðistjórnun á íslandi, hún hefur verið til sóma að flestu leyti.Hvað lagfærir veiðileyfagjald?
Nú eru útgerðir að leigja kvóta af öðrum útgerðum fyrir um og yfir 80 kr. pr. kíló. Þegar þessar útgerðir veiða síðan fiskinn og selja, þá fá þær kannski u.þ.b. 120 kr. fyrir kílóið og hafa því 40 kr. til þess að greiða allan rekstrarkostnað. Ég hef ekki heyrt LÍÚ tala um að þessar útgerðir komist illa af. Margar útgerðir leiga kvóta á 80 til 87 kr. pr. kíló, margar hirða aðeins stærsta fískinn til þess að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Til eru dæmi þar sem 2/3 hlutum þess afla sem dreginn er upp úr sjó er hent. Kristján kallar það ekki að henda verðmætum þegar það kostar meira að hirða aflann en að henda honum. Það hlýtur að eiga við um þessar útgerðir sem henda 2/3 hlutum aflans.LÍÚ kvartar ekki yfir þessari háu leigu sem útgerðir borga í dag fyrir kvóta, en þeir segja að veiðileyfagjald muni kollsteypa útgerðinni. Það sér það hver maður að þetta passar ekki. Ég gæti hugsað mér veiðileyfa gjald upp á 10 kr. pr. kíló, (sbr. 10% í afla tryggingarsjóð eins og einu sinni var). Þá lítur staðan allt öðruvísi út og þær útgerðir sem í dag borga 80 kr. pr. kíló fyrir leigu-
Ég legg til, segir Heimir Hilmarsson, að ríkið kaupi kvótann til baka á sanngjörnu verði.
kvóta gætu svo sannarlega vel við unað. Með veiðileyfagjaldi væru allir útgerðarmenn að borga það sama fyrir kvótann, íslenska þjóðin væri orðin eigandi kvótans, nýir aðilar ættu góðan möguleika á því að byrja útgerð og að miklu leyti væri hægt að koma í veg fyrir að afla sé kastað í sjóinn aftur.
Hvernig getur ríkið tekið kvótann til sín aftur?
Þegar útgerðarmenn fengu kvótann í sína eigu fóru engar greiðslur fram. Aftur á móti eru margir útgerðarmenn sem hafa keypt kvóta af öðrum útgerðarmönnum fyrir stórpening og verða þess vegna fúlir ef sá kvóti verður þeim allt í einu verðlaus. Ég legg til að ríkið kaupi kvótann til baka á sanngjörnu verði. Útgerðarmenn sjálfir eru búnir að búa til hlutfall af verði milli kvóta til kaups og kvóta til leigu. Þetta hlutfall er hægt að nota til að ákvarða kaupverð á kvóta út frá veiðileyfagjaldi. Kaup ríkisins á kvótanum yrðu að fara þannig fram að engar peningagreiðslur kæmu til frá ríkinu, heldur gengi kaupverðið upp í veiðileyfagjald. Þannig þurfa þær útgerðir sem eiga kvóta í dag, ekki að borga veiðileyfagjald fyrstu árin á meðan ríkið er að kaupa kvótann til baka. Ef menn hins vegar ætla að hætta útgerð og skila inn kvóta, þá er engin ástæða til þess að greiða fyrir þann kvóta á nokkurn hátt. Enda er raunvirði kvóta, í höndunum á manni sem ekki ætlar að veiða upp í hann, algerlega verðlaus. Langflestir sem myndu lenda í þessum hópi eru þeir sem nú græða á því að leigja út kvóta. Þetta eru menn sem eiga að gera sér það fullkomlega ljóst að þeir eru að spila með áhættufé. Fé sem er bundið í loftbólum og það er eðli loftbóla að þær springa.Lokaorð
Þetta tel ég afskaplega sanngjarna og einfalda leið út úr þeim ógöngum sem núverandi kerfi er í. Það þýðir þó ekki að allir verði ánægðir, það er ekki hægt í eins ljótu máli og þessu. Þessi breyting væri gott skref í átt að bættu siðferði. Það er ekki aðalatriðið að veiðileyfagjald verði stór tekjustofn fyrir ríkissjóð, heldur að þjóðin á að eiga kvótann og útgerðarmenn eiga að borga sanngjarna upphæð fyrir að fá að nýta sér auðlind þjóðarinnar.Höfundur er fyrrv. sjómaður.
Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)