Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Loksins

Þetta hlýtur að vera tímamóta dómur og löngu tímabær.

Mér finnst með ólíkindum hvað notendur geðheilbrigðiskerfisins eru látnir bera ábyrgð á sér og sjúkdómi sínum lengi án þess að gripið sé til þeirra aðgerða að svipta það sjálfræði.

Þar má nefna átröskun, alkóhólisma, alla fíkn og ekki síst þá sem losna ekki af sjálfsdáðum út úr ofbeldissamböndum. Samfélagið á að koma þessu fólki til hjálpar þó það sé gegn þeirra veika vilja.


mbl.is Í lífshættu af átröskun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á þjóðnýtingu?

Það er algerlega út úr korti að allir landsmenn verði látnir blæða fyrir óstjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Þetta hlýtur að vera rétti tíminn til að þjóðnýta Orkuveitu Reykjavíkur þannig að landsmenn allir njóti þá arðsins þegar að því kemur með sama hætti og þeir þurfa að taka skellinn núna.


mbl.is Samþykkir líklega hækkunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband