Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Geirfuglinn, kindurnar og ísbirnir

Þola Íslendingar ekki lifandi dýr? Það eru ekki mörg lönd í heiminum þar sem villt dýr þrífast ekki, en hér á þessu harðbýla landi þá er það ekki veðrið og gróðursneyðin sem gerir út af við dýralífið. Það eru blessaðar manneskjurnar sem búa hér sem virðast bara ekki þola það að sjá nokkuð lifandi.

Menn geta svo sem fært einhver rök fyrir því að drepa blessaðan ísbjörninn, hann er jú hættulegur. Kannski eigum við bara að útrýma hættulegum dýrum?

Rökin fyrir því að útrýma villtum kindum hljóta þó að vera langsóttari. Varla ráðast þessar kindur á menn og dýr?

Kannski er þetta eitthvað tengt skattinum?  Það er rétt. Þessi dýr borga ekki skatt eða afnotagjöld ríkissjónvarpsins. Kannski er það þess vegna sem verður að skjóta þau öll.


mbl.is Búið að skjóta ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur hlýtur að vera ánægður með forsetann

Steingrímur hlýtur að fagna því nú að forsetinn staðfesti ekki lögin frá Alþingi og vísaði þeim til þjóðarinnar.

Hann telur nauðsynlegt að skýrsla rannsóknarnefndar liggi fyrir áður en þjóðin tekur ákvörðun um frumvarpið svo það hlýtur að eiga við um ákvörðun almennt.

Það hefði því verið slys ef forsetinn hefði samþykkt þessi lög áður en þessi mikilvægu gögn liggja fyrir.


mbl.is Skýrslan komi áður en kosið er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarbætur í frumvarpi

Frumvarp um breytingar á ákvæðum barnalaga
um forsjá, búsetu og umgengni

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarp til breytinga á barnalögum um forsjá, búsetu og umgengni.

Mikil vinna hefur verið lögð í gerð þessa vandaða frumvarps og Félag um foreldrajafnrétti hvetur áhugasama til að skoða frumvarpið vel.

Réttur barnsins stór eykst samkvæmt frumvarpi þessu til dæmis þar sem tekið er sérstaklega á rétti barns til að tjá sig í öllum málum sem það varðar.

Dómarar fá heimild til að dæma í sameiginlega forsjá auk þess sem hægt verður að höfða mál um lögheimilisflutning án þess að til forsjármáls komi.

Gerð verður sú krafa á foreldra að mæta í sáttameðferð áður en hægt verði að höfða máli eða krefjast úrskurðar í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis- og dagsektarmálum.

Í fljótu bragði eru þetta mikilvægustu atriði frumvarpsins, en frumvarpið hefur að geyma margar aðrar réttarfarsbætur til handa börnum sem eiga foreldra á tveimur heimilum.

Heimir Hilmarsson
formaður Félags um foreldrajafnrétti

Heimasíða Félags um foreldrajafnrétti

 
mbl.is Miklar breytingar á barnalögum í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill forseta vorum

Ég er orðlaus! Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, á allan heiður skilinn fyrir hugrekki sitt að vísa frumvarpinu til þjóðarinnar.
mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsetinn fyrirsjáanlegur?

Getur það verið að forsetinn sé löngu búinn að ákveða að skrifa undir frumvarpið?

Getur það verið að forsetinn hafi gefið ríkisstjórninni vilyrði fyrir undirskrift áður en málið fór fyrir þingið?

Getur verið að forsetinn sé tilbúinn að skrifa undir hvað sem er til að viðhalda þessari fyrstu vinstri ríkisstjórn frá stofnun lýðveldis?

Getur verið að forsetinn þóknist aðeins sínum pólitísku vinum?

Getur það verið að hugsanlegur fjöldi undirskrifta hjá Indefense hafi engin áhrif á afstöðu forsetans, að hann hefði skrifað undir hvort sem þær væru 30 þús, 60 þús eða 200 þús ?

Getur það verið að biðin eftir undirskrift sé eingöngu til þess fallin að kastljósi fjölmiðla víða um heim sé beint að persónunni í embætti forsetans til að kitla einhverja hégómagirnd?

Getur verið að ríkisstjórnin viti afstöðu forsetans en gefi honum aðeins kastljós tíma fyrir undirskrift?

Ég vona svo sannarlega að ekkert af þessu geti verið.

Þá mun ég lofa forseta vorn fyrir það hugrekki sem þarf til að standa með lýðræðinu og þjóð sinni á þessum erfiðu tímum.


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duga friðsöm mótmæli?

Nú hefur forsetinn allt um það að segja. Skrifi forsetinn undir þetta frumvarp er hann að segja þjóðinni það að friðsöm mótmæli sama hversu stór þau eru hafi ekkert vægi. Hafi þjóðin einhvern vilja til að ná fram breytingum þá verði mótmælin að vera þrungin ólátum og ofbeldi annars er ekki hlustað.


mbl.is Tæplega 53 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband