Fjölmiðlar meðsekir
30.12.2009 | 23:54
Þegar sjálfstæðisflokkurinn var við völd þá voru fjölmiðlar fljótir að koma með æsifréttir af fjölda mótmælenda um leið og tveir menn komu saman til að mótmæla ríkisstjórninni.
Nú heyrðist mjög greinilega í mótmælendum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á atkvæðagreiðslu stóð en ég hef ekki séð neinn fjölmiðil fjalla um þessi mótmæli.
Fjórða valdið er því að greiða atkvæði með ríkisábyrgð á sukki Björgúlfsfeðga með því að þegja um mótmælin.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG dýrasti stjórnmálaflokkur Íslandssögunnar?
30.12.2009 | 11:56
"Ásmundur Einar Daðason mun að öllum líkindum styðja Icesave frumvarpið til að koma í veg fyrir sundrungu innan flokksins ..."
Þetta hlýtur að vera langstærsti reikningur sem skrifað er uppá til að bjarga stjórnmálahreyfingu.
Eru Vinstri grænir svo verðmætir að við megum setja okkur, börnin okkar og barnabörn í skuldafangelsi og fátækt til frambúðar svo VG klofni ekki?
Er einhver sem trúir því að IceSave skuldbindingin dugi til að halda þessum sundurleita hópi saman?
Átök innan Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Konur gerendur í heimilisofbeldi
26.12.2009 | 12:51
Á Íslandi er heimilisofbeldi skilgreint í daglegu tali sem ofbeldi þar sem gerandinn er karlmaður og þolandinn er kona og börn eru áhorfendur og verða þar af leiðandi fyrir andlegu ofbeldi.
Mikið er hamrað á því í umræðu hér á landi að um kynbundið ofbeldi er að ræða þar sem gerendur eru eingöngu karlmenn.
Hættuleg umræða að mínu mati sem gerir það eitt að slá ryki í augun á fólki þannig að það loki augunum fyrir ofbeldi þar sem gerandinn er ekki karlmaður.
Þarna er móðir að missa forsjá á dóttur sinni vegna heimilisofbeldis. Engin karlmaður í spilinu. Pabbinn er dáinn en móðirin beitir barnið ofbeldi.
Gæti svona mál komið upp á Íslandi?
Það er afskaplega hæpið. Í fyrsta lagi er það ekki viðurkennt hérlendis að konur geti beitt ofbeldi. Í öðrulagi er það þannig að ef kona misþyrmir einhverjum þá er það ekki henni að kenna, heldur er einhver karlmaður sem hefur fengið hana til að gera það eða þá að einhver karlmaður hefur verið svo vondur við hana að það bara brýst út með þessum óheppilega hætti og því þarf sú kona aðstoð fyrst og fremst.
Á Íslandi er ekki talið barni fyrir bestu að vernda það gegn ofbeldisfullum mæðrum enda ekki gert ráð fyrir að þær séu yfirleitt til. Almennt viðhorf í dómskerfi Íslands er að börn þurfa mest á móður sínum að halda hvernig svo sem þær haga sér.
Hefjum ofbeldisumræðuna upp fyrir kynjastríðið og tökum á ofbeldi almennt. Mótmælum öllu ofbeldi og höfum opin huga fyrir því að fólk getur beitt ofbeldi óháð kyni.
Heimilisofbeldi hjá Love? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Konur ósakhæfar á meðan karlmenn eru sakhæfir?
21.12.2009 | 23:11
Ég þekki ekki til þessa máls en einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að konur séu frekar taldar ósakhæfar en karlmenn.
Er þetta rétt? Og þá hvers vegna? Er samúðin svona mikil með kvenkyns afbrotamönnum að menn hafa það ekki í sér að telja þær ábyrgar gjörða sinna?
Hvað verður þá um réttindi barna þegar kvennkyns ofbeldismenn eru oftast ósakhæfir?
Ég held það sé verðugt athugunarefni að kanna hlutfall á sakhæfi afbrotamanna í alvarlegum ofbeldisglæpum eftir kyni. Kanna hvort það sé fótur fyrir þvi að konur séu frekar taldar ósakhæfar og karlmenn frekar til þess fallnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Kona sem stakk barn ekki sakhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú fáum við að vita það
10.12.2009 | 18:41
Var það vegna vilja þjóðarinnar sem forsetinn skrifaði ekki undir fjölmiðlafrumvarpið eða var það gert fyrir Jón Ásgeir?
Ef það var vegna undirskriftanna en ekki prívat fyrir Nonna litla, þá mun hann heldur ekki skrifa undir IceSave.
Skrifi hann undir IceSave þá bendir allt til þess að hann hafi verið að hygla vini sínum en ekki þjóðinni þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Eða það held ég.
Skýr vilji þjóðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Gunnar Hrafn hæfur sáttasemjari eftir þessa "heimatilbúnu sprengju"?
7.12.2009 | 22:30
Það er sennilega lítill vandi að gúggla í heimildarritgerð og fá þá niðurstöðu sem maður vill. Ekki er að sjá annað en að Gunnar Hrafn Birgisson hafi verið duglegur á Google við heimildavinnu sína í það sem hann kallar Foreldrafirringar heilkennið í forsjár og umgengnisdeilum, þekking eða blekking? Sem er nokkurn vegin íslenskun á titli greinar Stephanie J. Dallam frá 1999. Gunnar gefur því engan séns í ritgerð sinni að um einhverja þekkingu hafi verið að ræða en beitir öllum ráðum, þar með talið blekkingum og lygum til að koma sinni skoðun á framfæri.
Í ljósi þess að grein Gunnars er ritrýnd og samkvæmt ritrýnireglum má t.d. ekki nota Wikipedia sem heimild væntanlega vegna óáreiðanleika, þá finnst mér stinga í stúf heimild úr eyðimörkinni, eða frá litlu hugbúnaðarfyrirtæki.
Heimildin sem Gunnar Hrafn virðist nota mikið er http://www.omsys.com/mmcd/courtrev.htm
Omsys er hugbúnaðarfyrirtæki sem virðist selja eina vöru sem breytir FrameMaker skjölum yfir á online help format, Word skjöl og eitthvað fleira. Þessi grein á síðu þessa fyrirtækis stingur mjög í stúf við starfsemi fyrirtækisins.
Sú sem skrifar greinina heitir eftir því sem ég kemst næst Merrilyn McDonald og á að vera félagsráðgjafi sem sérhæfir sig í kynlífsráðgjöf fyrir pör. http://www.liveperson.com/merrilyn-mcdonald/
Ég fann ekki mikið um hana en hún hefur verið búin til á nokkrum stöðum, t.d. facebook.com, linkedin.com, digg.com og nú nýlega á liveperson.com sem er eina síðan sem segir eitthvað um hana. Þar á að vera hægt að ná beinu sambandi við hana þegar hún er online en senda henni póst þegar hún er ekki við. Ég prófaði email en fékk ekki að senda henni email heldur þessa meldingu This Expert is currently unavailable . Please try contacting another Expert .
Ég fletti henni upp og hringdi í hana http://www.healthgrades.com/health-professionals-directory/Merrilyn-Mcdonald-LCSW-3192A216/office-locations en þetta númer er ótengt.
Heimildir sem Gunnar vísar í úr þessari grein:
Merrilyn McDonald | Gunnar Hrafn Birgisson |
Greinin sjálf | Heimild 17 |
Heimild 1 | Heimild 18 |
Heimild 2 | Heimild 21 |
Heimild 14 | Heimild 24 |
Heimild 17 | Heimild 19 |
Heimild 29 | Heimild 22 |
Heimild 30 | Heimildir 17 og 23 |
Heimild 38 | Heimild 26 úr greininni en tilvísun Gunnars út í bláinn |
Heimild 42 | Heimildir 10 og 16 |
Gunnar segir PAS á eingöngu við í málum þar sem uppi eru ósannar ásakanir um kynferðisbrot foreldris á barni sínu.10
Heimildin vísar í grein Gardners sem heitir True and False Accusations of Sexual Abuse þannig að titillinn segir okkur að hann er að tala um ásakanir um kynferðisbrot en ekki PAS.
Það sem vitnað er í er: My final position on this matter is this: a pedophile is the name given to a person whom the judge and/or jury decides they want to put away. ... It is of interest that of all the ancient peoples it may very well be that the Jews were the only ones who were punitive toward pedophiles. ... Early Christian proscriptions against pedophilia appear to have been derived from earlier teachings of the Jews, and our present overreaction to pedophilia represents an exaggeration of Judeo-Christian principles and is a significant factor operative in Western societys atypicality with regard to such activities.
Ég rak augun í greinina "Heiðarleiki er höfuðatriði" á mbl.is þar sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 5.okt.2001. Ég hef eftir honum góða setningu sem ég tel að allir fræðimenn ættu að hugleiða og Gunnar Hrafn ekki undanskilinn. Hann sagði: "Ef ég hagræði niðurstöðum einu sinni er ég búinn að vera sem fræðimaður". Hann vísaði í að niðurstöður væru oft pantaðar hjá sálfræðingum og það væri til skaða fyrir greinina þegar slík vinna væri viðhöfð. Hann var að tala um sakamál og ég hef enga ástæðu til þess að halda að þetta sé öðruvísi í forsjármálum.
Ég tel fulla ástæðu til þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvort sálfræðingar hafi í einhverjum tilfellum hagrætt niðurstöðum í forsjármálum. Ég tel einnig að þeir sálfræðingar sem hafa verið áminntir fyrir slík vinnubrögð eigi ekki að koma að slíkum málum.
Varðandi það að konur segi aldrei ósatt fyrir rétti þá er hér ein grein þar sem samkynhneigðar konur standa í forsjárdeilum eftir skilnað og þær þræta báðar fyrir að vera samkynhneigðar.
Ég skil ekki hvað vakir fyrir Gunnari Hrafni með því að ráðast með þessum hætti gegn réttindum barna.
Ég skil ekki lögfræðitímaritið að birta slíka grein og kalla hana ritrýnda. Ég tel þessa grein gera lítið úr ritrýndum íslenskum greinum og skora á fræðasamfélagið að mótmæla þessari grein harðlega.
Krefst endurskoðunar á verklagsreglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2010 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Gunnar Hrafn ótrúverðugur?
30.11.2009 | 12:12
Hér er hægt að finna upptöku af þættinum í morgun. Ekki var möguleiki á því að koma öllu að í stuttu viðtali. En eitthvað af því sem er í þessari grein kemur þar fram.
Gunnar segir félagið rakalaust og öfgafullt
Gunnar heldur því fram að félagið hafi engin rök fyrir því að staða feðra sé verri á Íslandi en löndunum í kringum okkur. Gunnar hefur þá ekki kynnt sér skýrslu nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum sem skipuð var af Félagsmálaráðuneytinu og skilaði af sér síðastliðinn vetur. Þar sem það kemur glögglega fram að staða feðra er lakari hér á landi og að íslensk barnalög skera sig verulega úr lögum landanna sem við miðum okkur við.
Gunnar talar um félagið okkar eins og við séum umdeild öfgasamtök sem tali á skjön við samfélagið. Það er rangt og það er hægt að skoða í sömu skýrslu nefndarinnar og einnig með því að skoða ályktanir flokkanna, t.d. hafa Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tekið upp 9 af þeim 10 atriðum sem eru þar og Framsóknarflokkurinn hefur tekið vel undir hugmyndir okkar. Nefndin telur til að mynda nauðsynlegt að endurskoða barnalögin og tryggja að unnt verði að grípa til skilvirkari úrræða vegna tilefnislausra umgengnistálmana. Flokkarnir vilja einnig endurskoða þessi mál. Félagið sker sig ekki úr hvað það varðar.
Bæklingurinn og kröfurnar
Gunnar talar um bæklinginn okkar þar sem tíu kröfur félagsins hafa verið settar fram. Hann telur upp sex kröfur Félags um foreldrajafnrétti og allar sex kröfurnar eru búnar til úr einni kröfu félagsins.
Gunnari þykir það fráleitt að félagið fari fram á að þekking á málefninu verði aukin og spyr í kaldhæðni að því er virðist hvort félagsmenn FUF eigi að sjá um fræðsluna. Ég veit ekki hvar hann fékk þá hugmynd. Alvöru fræðimaður getur aflað sér þekkingar sjálfur en væntanlega þarf hann samt að tala við félagsmenn FUF alveg eins og það er talað við þá sem leita til kvennaathvarfsins þegar þekkingar á heimilisofbeldi er aflað.
Gunnar telur upp fleiri atriði sem félagið taldi upp varðandi aðgerðir vegna umgegnistálmana. Flest atriðin sem talin eru upp eru nú þegar í lögum að einhverju leiti en þó ekki að virka eða ekki beitt sem skildi. Kannski væri besta leiðin að færa forsjá svo fljótt sem auðið er til umgengnis foreldrisins til að koma megi í veg fyrir harkalegar aðgerðir við tálmandi foreldrið. En það sem félagið er fyrst og fremst að fara fram á varðandi tálmanir er að málin fái fljóta og vandaða afgreiðslu. Það er ólíðandi að umgengnistálmanir fái að viðgangast í mörg ár jafnvel 8 til 18 ár án þess að kerfið bregðist við. Kerfið á að bregðast við á fyrstu dögum tálmunar.
PAS aðferðir
Gunnar Hrafn skilgreinir eitthvað sem hann kallar PAS aðferðir og lýsir þeim með mjög grófum hætti meðal annars með því að börn sem ekki vilji hitta föður sinn verði sett í fangelsi. Hann segir FUF krefjast þessara aðferða. Þetta er alrangt. Félagið vill umræðu um það sem kallað hefur verið PAS. Félagið vill að tilefnislausar tálmanir verði gerðar refsiverðar eins og hvert annað ofbeldi. Börn eru ekki sek í þessum málum en rannsaka þarf hvort viðhorf barns sé frá því sjálfu komið eða hvort það er af ótta eða undirgefni við tálmandi foreldrið.
Gunnar vísar rangt í félagið
Þegar Gunnar Hrafn vísar í félagið þá vísar hann í síðuna hinhlidin.com sem tengist félaginu ekkert. Gunnari er vel kunnugt um hvar málefni okkar er að finna en notar þessa aðferð væntanlega til að gera okkur umdeilda.
Þegar hann vísar í nafn félagsins þá hefði verið nóg að vísa í Félag um foreldrajafnrétti eins og það heitir í dag. Það hefði nægt hvaða manni sem er til að átta sig á hvaða félag hann var að vísa í. Félagið hefur einu sinni skipt um nafn. Það var gert í þeim tilgangi að skerpa á tilgangi félagsins og til þess fjölga konum í félaginu. Nafnið Félag ábyrgra feðra var ekki beint að bjóða konum í félagið. Gunnar gefur í skyn að við séum nafnaflakkarar þegar hann vísar í þrjú nöfn á félaginu og segir það fyrst hafa heitið Félag forsjárlausra feðra sem er rangt. Hann hefði getað staðfest það hjá fyrirtækjaskrá.
Foreldrajafnrétti vs hagmunir barna
Hann segir foreldrajafnrétti ekki fara saman við hagsmuni barna en á sama tíma segir hann að ekki megi mismuna foreldum eftir kynjum. Enn talar hann í hringi. Það er alveg ljóst í mínum huga að ef við höfum hagsmuni barnsins að leiðarljósi eins og við eigum að gera, þá ríkir foreldrajafnrétti. Um leið og við tökum hagsmuni annars foreldrisins fram yfir hagsmuni hins foreldrisins þá erum við farinn að skerða hagsmuni barnsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestu hagsmunir barns eftir skilnað er að vera í sem mestri umgengni. Munurinn er ótrúlega mikill á farsæld þeirra barna sem njóta ríkrar umgengni og þeirra sem fá ekki notið þessarar umgengni. Í grein Gunnars virðist hann telja það eðlilegt að barn haldi í reiði gagnvart forsjárlausa foreldrinu vegna skilnaðar allt til 18 ára aldurs en sættist þá við forsjárlausa foreldrið.
PAS og kynferðisásakanir
Gunnar segir PAS eiga eingöngu við í málum þar sem uppi eru ósannar ásakanir um kynferðisbrot foreldris á barni sínu og vitnar í grein Gardners frá 1992 sem ber titilinn True and false accusations of child sexual abuse Sannar og ósannar ásakanir um kynferðislega misnotkun á börnum. Fyrir það fyrsta þá ber titill greinarinnar það með sér að hann er að fjalla um ásakanir um kynferðisbrot en ekki PAS í heild sinni. Og það sem hann segir er að foreldrið sem dæmt sé frá barninu sé kallað barnaníðingur (e. pedophile). Ég fæ ekki betur séð en að Gunnar segi ósatt og fari rangt með heimilidir þegar hann segir að PAS eigi eingöngu við í málum þar sem uppi eru kynfeðisásakanir. Gunnar Hrafn talar einnig í hringi í grein sinni því á sama tíma og hann heldur því fram að PAS eigi eingöngu við um kynferðisásakanir þá segir hann líka að það vera PAS ef móðir hringir í barn í umgengni hjá föður og spyr hvað það hafi verið að gera með honum. Bæði er hann að tala í hringi og fara rangt með. Hann gerir heldur ekki greinarmun á því hvort um hóflega hegðun er að ræða eða hvort hegðunin sé óhófleg og ítrekuð eins og ef foreldri er stöðugt að hringja og yfirheyra barn um hvað það er að gera í umgengni með hinu foreldrinu.
PAS sjúkdómur
Félag um foreldrajafnrétti hefur ekki haldið því fram að PAS sé sjúkdómur. Við höfum haldið því fram að sú hegðun sem lýst er í PAS kenningunni sé andlegt ofbeldi á barni. Við viljum að þetta andlega ofbeldi verði refsivert eins og annað ofbeldi. Ef við teldum PAS vera sjúkdóm þá værum við varla að fara fram á að sjúkdómurinn væri refsiverður. Það væri eins og að fara fram á fangelsisvist við krabbameini eða þunglyndi. Það er hins vegar athyglisvert í grein Gunnars að hann setur samasem merki á milli sjúklegs og ills ásetnings. Hann gerir ekki greinarmun á illum ásetningi og sjúkdómi. Þetta finnst mér lýsa miklum fordómum Gunnars Hrafns gagnvart notendum geðheilbrigðisþjónustunnar.
Það má alveg segja það að félagið hafi ofnotað hugtakið PAS. Við þurfum að finna heiti yfir ofbeldið sjálft í stað þess að nota gamla skilgreiningu geðlæknis sem vill sjúkdómsgera hlutina. Ástæður þess að þessi skammstöfun hefur verið notuð er væntanlega sú að undir þeirri skilgreiningu er hægt að finna upplýsingar um hegðun sem fylgir því ofbeldi sem við viljum að verði viðurkennt vandamál.
Ný skilgreining
Við höfum undanfarið verið að nota Foreldrafirringu og sleppum heilkenni. Foreldrafirring er ekki endilega orðið sem á að nota því það orð segir ekki nægilega mikið ef þá nokkuð og alls ekki allir sem skilja það orð. Við getum vel skipt upp í þrjá flokka því sem við erum að tala um þegar við tölum um PAS.
Neikvæð innræting
Neikvæð innræting er þegar foreldri gerir lítið úr eða kemur inn vondum hugmyndum um hitt foreldrið eða ættingja þess. Þessi innræting getur verið allt frá ítrekuðum athugasemdum vegna þess sem hitt foreldrið gerir fyrir barnið. Til dæmis að setja stöðugt út á föt sem hitt foreldrið kaupir eða klæðir barnið í. Þetta getur líka orðið mjög gróft og grófast þannig að barni er innrætt slæm meðferð af hendi hins foreldrisins. Þessi innræting getur byrjað þegar barnið er ungabarn. Það er þekkt í heimi sálfræði að minnið er ekki alltaf rétt og það getur verið erfitt að greina á milli þess sem manni hefur oft verið sagt og þess sem maður virkilega upplifði og sérstaklega á þetta við um minningar frá barnæsku.
Tálmanir (Fjölskyldusvipting)
Tálmanir eru þegar foreldri lokar á alla umgengni við hitt foreldrið og yfirleitt alla fjölskyldu þess foreldris. Þetta getum við kallað Fjölskyldu sviptingu og getum flokkað það undir einangrunarofbeldi og frelsissviptingu. Þessi börn eru ekki bara svipt öðru foreldri sínu heldur yfirleitt ömmu og afa, systkina börnum sínum, og öðrum ættingjum í þann legginn. Telja má líklegt að þegar tálmanir eiga sér stað þá sé líka um að ræða neikvæða innrætingu. Gunnar segir PAS aðferðir harðneskjulegar en honum ljáist að nefna það að Fjölskyldusvipting sem felst í tilefnislausum tálmunum eru harðneskjulegar aðferðir.
Falskar ásakanir
Falskar ásakanir eru til og í raun er það nóg til að slík mál þurfi að rannsaka. Það er ekki aðalatriðið hversu algengar þessar fölsku ásakanir eru því ef þær eru til þá megum við ekki loka augum okkar fyrir þeim. Jóhann Loftsson sem er hinn sálfræðingurinn sem starfar fyrir sýslumannsembættin kannast vel við þessar ásakanir og sagði hnefaréttinum vera umbunað í umgengnismálum á ráðstefnu í fyrra. Viðhorf Gunnars Hrafns að trúa í blindni að móðirin segi satt og ganga út frá því að faðirinn sé að ljúga eru stórvarasöm. Ég segi það stórhættulegt að ákveða út frá tölfræði hvort manneskja er sek eða saklaus. Hvert mál verður að rannsaka.
Gunnar segir að þó svo ósannar ásakanir séu til þá eigi frekar að beina athyglinni að algengari vandamálum. Hann gerir ekki greinarmun á alvöru málsins og horfið aðeins til fjöldans. Það er mjög alvarlegt að sálfræðingur sem starfar við þessi mál vilji líta fram hjá fölskum ásökunum þó hann viti af þeim.
Heiðarlega sálfræðinga
Ég rak augun í grein á mbl.is þar sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 5.okt.2001. Ég hef eftir honum góða setningu sem ég tel að allir fræðimenn ættu að hugleiða og Gunnar Hrafn ekki undanskilinn. Hann sagði: "Ef ég hagræði niðurstöðum einu sinni er ég búinn að vera sem fræðimaður". Hann vísaði í að niðurstöður væru oft pantaðar hjá sálfræðingum og það væri til skaða fyrir greinina þegar slík vinna væri viðhöfð. Hann var að tala um sakamál og ég hef enga ástæðu til þess að halda að þetta sé öðruvísi í forsjármálum.
Ég tel fulla ástæðu til þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvort sálfræðingar hafi í einhverjum tilfellum hagrætt niðurstöðum í forsjármálum. Ég tel einnig að þeir sálfræðingar sem hafa verið áminntir fyrir slík vinnubrögð eigi ekki að koma að slíkum málum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2009 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Tímarit lögfræðinga slúðurblað?
28.11.2009 | 16:41
Það má segjast með ólíkindum að tímarit sem kallar sig fræðirit skuli birta ritrýnda eins óvandaða slúðurgrein og grein Gunnars Hrafns Birgissonar.
Ég er ekki fræðimaður en Gunnar kallar sig það. Ég veit þó að fræðimennska og slúður eða rógburður fara ekki saman. Fræðimennska á að skilja sig algerlega frá sögusögnum og rógburði.
Gunnar bæði lýgur upp á Félag um foreldrajafnrétti og afbakar skoðanir þess og stefnu. Það er ekki fræðimennska og á ekki að sleppa í gegnum ritrýni Lögfræðingafélags Íslands.
Þegar Gunnar gagnrýnir PAS þá gagnrýnir hann fyrst og fremst persónuna sem kom fyrst fram með kenninguna fremur en kenninguna sjálfa. Burt séð frá því hvort kenningin sé góð eða slæm þá er það ekki fræðileg vinnubrögð að ráðast að persónu þess sem setti hana fram.
Gunnar notar meðal annars hátt tímakaup Gardners til að gera lítið úr kenningunni og hann notar sjálfboðastarf hans til að gera lítið úr titlinum hans
Upphafsmaður má sem sagt hvorki hafa há laun né stunda sjálfboðastarf því þá eru kenningar marklausar. Hvaða rugl er það og hvað koma laun viðkomandi fræðimanns kenningum hans við.
Ég ætla ekki að segja að kenningin frá 1985 sé rétt. Ég er þess þó full viss að þessi kenning ætti að vera til þess fallinn að opna fyrir málefnalega umræðu um neikvæða innrætingu á barni.
Ekki er hægt að skilja annað en að Gunnar vilji ganga út frá því sem vísu í öllum málum að móðirin segi alltaf satt og ef hennar frásögn ber ekki saman við frásögn föðursins þá sé það alltaf faðirinn sem ljúgi.
Leyfum börnunum að njóta vafans! Aldrei ganga út frá því fyrirfram að annað kynið segi alltaf satt og að aðeins hitt kynið sé fært um að ljúga.
Ef við viljum hafa hagsmuni barnsins að leiðarljósi þá verðum við að hafa foreldrajafnrétti.
Þegar hagsmunir barnsins eru einir hafðir að leiðarljósi þá ríkir foreldrajafnrétti.
Um leið og við gerum annað foreldrið rétt hærra en hitt þá eru hagsmunir þess foreldris farnir að skyggja á hagsmuni barnsins.
Segja gagnrýni Gunnars Hrafns ósanngjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umfangsmeira en menn trúa
25.11.2009 | 09:39
Ég hef lengi vitað af því að einstæðir foreldrar eru langtum færri en skráning segir til um. Það er nú bara þannig að hver og einn maður veit um ekki bara eitt slíkt dæmi heldur mörg þannig dæmi.
Á dögunum heyrði ég annan vinkil á málið sem mér hafði bara ekki einu sinni hugkvæmst áður.
Sambúðarfólk sem á saman þrjú börn en hefur aldrei verið skráð í sambúð, fá því hærri barnabætur, fá mæðralaun, fá ódýrari leikskjólagjöld og svo mætti lengi telja. Þetta par lét sér ekki nægja að taka alla þá styrki sem fylgja því sjálfkrafa að vera einstætt foreldri heldur fer móðirin fram á meðlag frá föðurnum. Kannski er þetta fyrst hugsað til að vekja ekki upp grunsemdir en.
Faðirinn borgar ekki meðlagið. Móðirin fær meðlagið frá Tryggingarstofnun. Tryggingarstofnun greiðir þessu fólki þá 65.000,kr meðlag fyrir utan allar aðrar bætur sem fylgja því að vera einstætt foreldri. Gera má ráð fyrir þriggja barna foreldrar séu með þessu að stela frá skattgreiðendum langt á annað hundrað þúsund á mánuði.
Móðirin er jafnvel heimavinnandi á meðan pabbinn sér um vinnuna. Pabbinn vinnur svart svo ekki sé tekið af honum meðlag.
Hvað á að gera við fólk sem stelpur 100-200þús krónum á mánuði úr sameiginlegum sjóðum okkar?
Rannsóknir taka ekkert mið af þessu svindli og kannski þess vegna mælast einstæðir foreldrar fátækari en þeir eru í raun og veru.
Bótasvik eru mikið vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Foreldrajafnrétti, dómaraheimild og umræðan
25.11.2009 | 02:05
Þegar hagsmunir barna eru látnir ganga fyrir öllu öðru í forsjármálum, þá ríkir foreldrajafnrétti.
Þegar hagsmunir annars foreldrisins eru farnir að skipta meira máli en hagsmunir hins foreldrisins, þá verða hagsmunir barna undir.
Hagsmunir mæðra eru teknir fram yfir hagsmuni feðra í allri meðferð forsjár og umgengnismála á Íslandi og af þeim völdum verða hagsmunir barna undir.Sem dæmi má nefna að þegar sálfræðingar hafa lagt mikla vinnu í að finna út bestu hagsmuni barns og koma með þá niðurstöðu að barninu sé best borgið í sameiginlegri forsjá og jafnri umönnun beggja foreldra. Þá er dómara bannað að dæma á þann veg sem barni er fyrir bestu og verður að finna aðra leið. Einhver verður að tapa, dómarinn fær að velja á milli föðurs og móður. Hvort foreldrið er líklegra til að fá samúð dómarans? Er það barninu fyrir bestu? Niðurstaða sálfræðinga var önnur.
Um 95% barna eru með lögheimili hjá móður eftir skilnað. Ég leyfi mér að efast um að forsjárhæfi sé svo afgerandi meira hjá konum en körlum að það skýri þennan mikla mun. Mörg börn eru áfram með lögheimili hjá móður þrátt fyrir að þau búi meira hjá föður. Lögheimili fylgja ákveðin réttindi og fjárhagslegur ávinningur. Þó nokkrir feður borga jafnvel meðlag til móður þrátt fyrir að börnin búi hjá föðurnum. Óttinn við málaferli ef þeir láti af greiðslum verður til þess að þeir borga til að fá að sinna börnunum.
Mikil ófrægingar herferð er í gangi þessa dagana gegn feðrum á öldum ljósvakans. Hvort sem um er að ræða vanþekkingu, fordóma eða illsku hjá þessu fólki þá bitnar slíkur áróður fyrst og síðast á börnum.
Ef við viljum láta hagsmuni barna ganga fyrir þá afnemum við forréttindi mæðra á börnum og tökum þess í stað um réttindi barna til foreldra sinna.