Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Þjóðarsátt þarf að byggjast á heiðarleika

Það er mikið rætt um vísitölur og verðbólgu í tengslum við þjóðarsátt á atvinnumarkaði. Mikilvægasta atriðið er þó ekki rætt, hvort sem það er gert vísvitandi til þess að blekkja launþega eða menn bara hugsa ekki út í það.

Þegar neysluvísitala hækkar um 2,8%, þá þurfa launþegar 2,8% meiri ráðstöfunartekjur til þess að hafa sama kaupmátt.

Þegar launavísitala / laun hækka um 2,8%, þá hækka ráðstöfunartekjur mjög mismikið.

Tökum dæmi um einstætt foreldri með tvö börn sem hefur 300.000 á mánuði og býr í eigin íbúð. Hvað gerist þegar launin hækka um 2,8%?

Staðgreiðsla skatta hækkar um 5,18% ef skattleysismörk hækka ekki líka um 2,8%

Barnabætur lækka um 1,9% ef viðmiðum um barnabætur er ekki breytt.

Vaxtabætur lækka um 1,6% ef viðmiðum um vaxtabætur er ekki breytt.

Ráðstöfunartekjur þessa foreldris hækka um 1,08% við 2,8% launahækkun. Verðbólga má því ekki vera meiri en 1,08% af kaupmáttur þessa einstæða foreldris á að halda sér.

Barnlaus einstaklingur með milljón á mánuði fær hins vegar 2,36% hækkun á ráðstöfunartekjur við 2,8% launahækkun og þolir hann því meiri verðbólgu án þess að kaupmáttur rýrni.

Ég er að notast við tölur frá 2011 út frá reiknivél sem ég smíðaði vegna BA verkefnis. http://rokverk.is/reiknivel

 

Það er algerlega nauðsynlegt að við förum að tala um RÁÐSTÖFUNARTEKJUR í stað launa. Ráðstöfunartekjur og útgjöld eru það sem skipta máli fyrir fjölskyldur í landinu.


mbl.is Flestir vilja þjóðarsátt á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband