Hverjir eru sekir?

Bankinn seldi völdum viðskiptavinum og starfsmönnum hluti í bankanum og lánaði sjálfur fyrir kaupverðinu.

Lánin voru öll með veði í hlutabréfunum sjálfum og hafa svo verið felld niður í kjölfar þess að bankarnir hrundu.

Þeir aðilar sem hjálpuðu bankanum við að svindla með þessum hætti á markaðnum fengu rausnarlega borgað fyrir verknaðinn. Sá aðili sem var tilbúinn að skrá á sig hlutafé fyrir milljarð króna fékk í sinn vasa tugi milljóna í arðgreiðslur á ári.

Þetta er svívirðilegt bankarán og auðvitað á að sækja alla til saka sem tóku þátt í ráninu. Bæði stjórnendur bankans og alla þá sem fengu skráð á sig hlutabréf gegn skuldaviðurkenningu við bankann með veði í bréfunum sjálfum. Þá á ég við ef lánið hefur ekki verið greitt upp af viðkomandi.

Þetta gætu verið 100 manns í tengslum við Kaupþing banka. Hvernig komum við þeim öllum í fangelsi.

Ég mæli með því að við skoðum leiðir með sjálfbær fangelsi. Fangar verði látnir skapa verðmæti á bak við lás og slá og borga þannig fyrir vist sína sjálfir.

Það er nóg til af húsnæði. Við höfum enga afsökun fyrir því að láta þessa glæpamenn ganga lausa.


mbl.is Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Heyr !!

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: GÞO

Ég er sammála þessu, nú þarf bara að ná í þessu mafíósa

GÞO, 17.10.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband