Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Var ekki barn drepið?

Hvernig stendur á því að þegar barn er drepið þá þykir það fréttnæmt að einhverjir vilja fangelsa meintan morðingja?

Á það ekki að vera sjálfsögð og sjálfgefin afleiðing af því að myrða einhvern að fara í fangelsi? Hvort heldur sem morðinginn er móðir eða einhver annar?


mbl.is Vilja fangelsa móður barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Forsjármál eru einkamál sem rekin eru fyrir luktum dyrum.

Mér virkilega ofbauð þegar ég sá nánast alla fjölmiðla ráðast á þennan danska föður án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orð móður.

Flestir létu sér nægja að ráðast á nafnlausan danskan föður sem mér fannst nógu forkastanlegt, en ég sá ekki þessa frétt DV þar sem maðurinn er nafngreindur að auki.

Nú hefur bæði héraðsdómur og hæstiréttur staðfest að ekkert bendi til þess að þetta ofbeldi eigi við rök að styðjast. Niðurstöður dómstóla komu í kjölfar úttektar sálfræðings á börnunum.

Héraðsdómur:

http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=A201000018&Domur=5&type=2&Serial=2

Hæstiréttur:

http://haestirettur.is/domar?nr=7254&leit=t

Ég tel mjög ólíklegt að fréttamenn hafi talið þennan rógburð eiga við rök að styðjast. Ég tel að fjölmiðlar hafi þarna troðið af öllu afli á réttindum þessara barna í blindri græðgi. Selja fréttir sem seðja lýðinn.

Mér þykir það aumkunarvert að þessi blaðamaður skuli telja sig þurfa að fara í gjaldþrot vegna þessarar upphæðar. Þessi upphæð er rétt eins og hver faðir þarf að greiða fyrir eitt forsjármál ef hann er heppinn.


mbl.is Sér fram á gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er ábyrgð föður í svona máli?

Börn eiga rétt á báðum foreldrum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en hvernig nýtist þessi réttur íslenskum börnum sem búa hjá óhæfu einstæðu foreldri sem fer eitt með forsjá barns?

Feður hafa verið sviptir forsjá hægri vinstri eftir skilnað og sambúðarslit. Feður sem eignast barn utan sambúðar hafa jafnvel aldrei orðið þess aðnjótandi að fara með forsjá barns. Þar af leiðir er allt of stór hluti íslenskra barna aðeins í forsjá annars foreldris síns.

Þegar þetta eina foreldri stendur sig engan vegin og barnavernd kemur í málið þá er forsjárlausa foreldrinu iðulega haldið úti í kuldanum og fær engar upplýsingar um málavexti. Forsjárlaust foreldri er ekki aðili að barnaverndarmáli barnsins og er því haldið frá öllum upplýsingum hvað varðar barnið.

Barnavernd reynir allt sem hægt er til að "laga" óhæfa foreldrið en lætur oftast hjá líða að hafa samband við forsjárlausa foreldrið enda erfitt að gera það án þess að brjóta trúnað við óhæfa foreldrið.

Við meðhöndlun barnaverndarmála þá virðast hagsmunir forsjárforeldris ráða ferðinni að langmestu leiti. Barn þarf að vera komið í lífshættu áður en hagsmunir barnsins fara að vega jafn þungt eða þyngra en hagsmunir forsjárforeldrisins.

Þessu þarf að breyta!

Allt frá upphafi barnaverndarmáls eiga hagsmunir barns að skipta öllu máli.

Til þess að hagsmunir barns verði teknir fram yfir hagsmuni forsjárforeldris þá þarf að vinna barnaverndarmál hratt og örugglega. Það að svipta foreldri forsjá um mitt ár 2011 sem var komið með allt í óefni snemma árs 2009 er algerlega óásættanlegt út frá hagsmunum barns.

Hitt foreldrið hvort sem það hefur forsjá eða ekki þarf að fá til sín allar upplýsingar um barnið og hagi þess sem geta leitt til þess að það foreldri komi barninu til hjálpar með til dæmis forsjármáli.

Forsjárlaust foreldri sem fer í forsjármál eftir ábendingu barnaverndar ætti frekar að fá gjafsókn en aðrir foreldrar til að tryggja það að barninu sé komið til aðstoðar óháð efnahag forsjárlausa foreldrisins.

Í þessu máli kemur vilji eldri systurinnar til að búa hjá föður mjög skýrt fram.

Hvað er eiginlega málið?


mbl.is Svipt forræði vegna vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband