Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Ábyrg umræða

Nú eru LEAP og Snarrótin að fara fram á málefnalega umræðu um hvort lögleiða eigi þau vímuefni sem nú eru bönnuð.

Þeir segja: við viljum ekki hræðsluáróður heldur yfirvegaða umræðu á málefnalegum forsendum.


Þeir segja vímuefnaneytendur geta átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi.

Staðreyndir er hins vegar sú að engin hefur hlotið dóm fyrir neyslu á Íslandi og 20 ára fangelsi er meira en hámarksrefsing fyrir morð svo hér er um hreinan hræðsluáróður að ræða.

Þeir segja að við getum komið í veg fyrir neyslu ungmenna á vímuefnum með lögleiðingu eins og með áfengi. Ástæðan sé sú að ungmenni geti ekki fengið fullorðið fólk til þess að kaupa handa sér áfengi af því það er bannað en dópsalar sem selja ólögleg vímuefni stendur á sama um aldur neytenda.

Málefnalegt? Börn geta með auðveldum hætti orðið sér út um áfengi eins og önnur vímuefni. Lögleiðing ólöglegra efna dregur ekki úr framboði þeirra.

Þeir segja það brot á borgaralegum réttindum að neytendur skuli vera "glæpamenn" þar sem þeir neyti ólöglegra efna. Með lögleiðingu efnanna "afglæpun" geta neytendur notað án þess að vera "glæpamenn".

Börn nota bæði áfengi og önnur vímuefni. Það er ólöglegt að nota áfengi fyrir 20 ára aldur, það er ólöglegt að nota tóbak fyrir 18 ára aldur. Eigum við þá að taka af aldurstakmark á neyslu svo við gerum ekki börnin okkar að "glæpamönnum"?

Þeir segja íslenska skóla ljúga til um skaðsemi vímuefna. Þeir líkja forvörnum við forræðishyggju.

Ég gjörþekki nú ekki þær forvarnir sem í gangi eru en tel þó það mikilvægast í átaki gegn vímuefnum vera góða forvörn. Forvarnir gegn tóbaksreykingum hafa til dæmis skilað góðum árangri þegar þær hafa verið í gangi.

Ég spyr, af hverju í ósköpunum eru þessir aðilar á móti forvörnum?


Einu málefnalegu rökin sem ég heyrði í gær á málstofu um stefnumótun í fíkniefnamálum voru að eiturlyfjasala stendur undir hryðjuverkastarfsemi í heiminum.

Það finnst mér vera rök sem þarfnist skoðunar, málefnalegrar umræðu og við þurfum að leita ráða til þess að sporna við því.

Ég veit svo sem ekki hve íslenskur markaður greiðir mikið af hryðjuverkastarfsemi í heiminum svo og starfsemi glæpagengja, en tel það þó ólíklegt að Talipanar finni sérstaklega fyrir því þó Ísland lögleiði fíkniefni. Við þurfum því varla að vera leiðandi í þeim efnum.
mbl.is Vitfirring í vímuefnamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur á skömmina

Sérfræðingar Innanríkisráðuneytisins hafa verið með í efnislegri umræðu um sáttameðferð frá árinu 2008 þegar þær tóku báðar þátt í nefndarstörfum nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum.

Frumvarpið sem samþykkt var og tók gildi nú um áramótin lág klárt fyrir í Innanríkisráðuneytinu frá janúar 2010 hvað varðar sáttameðferðina.

Innanríkisráðherra lagði frumvarpið fram 5.5.2011 og lagði þá alla áherslu sína á sáttameðferðina.

Innanríkisráðherra lagði frumvarpið aftur fram 17.11.2011 og lagði þá aftur alla áherslu sína á sáttameðferðina.

Þann 12.06.2012 var svo frumvarp innanríkisráðherra samþykkt sem lög frá Alþingi sem taka myndu gildi frá 1.1.2013. Alþingi samþykkti lögin eftir að Ögmundur og félagar hans í ríkisstjórn höfðu sannfært velferðarnefnd um að nóg fjármagn væri til þess að koma á hinni umtöluðu sáttameðferð.

Innanríkisráðherra var ekki sáttur við breytingar sem Alþingi gerði á frumvarpi hans. Þær breytingar komu þó sáttameðferð ekkert við, heldur gaf Alþingi dómurum heimild til þess að dæma það sem barni er fyrir bestu jafnvel þó það fælist í sameiginlegri forsjá. Ögmundur lagðist hart gegn þessari heimild dómara.

Jafnvel þó sérfræðingar Innanríkisráðuneytisins hafi látið hjá líða að undirbúa reglur um sáttameðferð á árunum 2008 - 2012 þá gafst Ögmundi tækifæri til þess að klára reglugerðina eftir að lögin voru samþykkt frá Alþingi. Tíminn frá 12.06.2012 til 01.01.2013 ætti að vera nægilegur til þess að smíða litla reglugerð um mál sem innanríkisráðherra er svo hugleikin að allt annað í 90 blaðsíðna frumvarpi féll í skuggann af því.

Af einhverjum ástæðum lét Ögmundur hjá leiðast að skrifa reglugerð. Í byrjun ágúst 2012 fóru sögur að berast um að Ögmundur ætlaði að fresta lögunum.

Í nóvember 2012 sagði Ögmundur fyrst frá því opinberlega að hann hygðist fresta gildistöku laganna vegna skorts á peningum og að ekki væri komin reglugerð. Þessu sagði hann frá á ráðstefnu á Hótel Sögu og komu fréttirnar gestum verulega á óvart.

En þrátt fyrir að bera þessa ákvörðun sína fram á þessari ráðstefnu lét Ögmundur bíða eftir sér með að leggja fram frumvarp þess efnis að fresta gildistöku laganna. Það var ekki fyrr en á síðasta degi sem mögulegt var að leggja fram frumvarp að Ögmundur kemur með þessa sprengju inn á Alþingi. Væntanlega í trausti þess að svo stutt var til þingloka að ekki ynnist tími til þess að ræða málin og frestunin yrði samþykkt án skoðunar.

Velferðarnefnd fékk málið til sín og varð að vinna hratt á nánast engum tíma og náði aðeins að kalla til sín tvo aðila til þess að ræða við um þessi mál.

Guðmundur Steingrímsson stóð sig eins og hetja bæði í velferðarnefndinni og á Alþingi til þess að verjast þessari aðför innanríkisráðherra og lögin tóku gildi.

Ef lögin hefðu ekki tekið gildi nú um áramót þá væri Ögmundur væntanlega ekki enn byrjaður á reglugerð um sáttameðferð og sæti væntanlega á öðru frumvarpi um aðra frestun.

Ögmundur Jónasson á alla skömmina 100% og ef hann hefði hæfileika til þess að skammast sín þá gerði hann það væntanlega.


mbl.is Vísað frá vegna nýrra barnalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðallaun eru ekki réttur mælikvarði

Þegar notast er við meðallaun ákveðinna stétta til þess að sýna fram á há eða lág laun stéttarinnar þá vaknar hjá mér grunum um að ekki eigi að segja allan sannleikann.

Ef við tökum dæmi um ímyndaðan banka þar sem starfa 100 starfsmenn. Tveir starfsmenn eru með 30 milljónir á mánuði en hinir 98 starfsmennirnir eru með 600.000 kr. á mánuði.

Meðallaun starfsmanna þessa banka eru þá 1.188.000 kr. á mánuði eða næstum tvöfaldar tekjur 98% starfsmanna í bankanum.

Eðlilegra væri að miða við miðgildi tekna. Í þessu sama dæmi væri miðgildi tekna 600.000 kr. á mánuði. Miðgildi segir okkur því mun meira um raunverulegar tekjur starfsmanna en meðaltal.

Hvað skyldi vera miðgildi dagvinnulauna hjúkrunarfræðinga?


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband