Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hverjir eru sekir?

Bankinn seldi völdum viðskiptavinum og starfsmönnum hluti í bankanum og lánaði sjálfur fyrir kaupverðinu.

Lánin voru öll með veði í hlutabréfunum sjálfum og hafa svo verið felld niður í kjölfar þess að bankarnir hrundu.

Þeir aðilar sem hjálpuðu bankanum við að svindla með þessum hætti á markaðnum fengu rausnarlega borgað fyrir verknaðinn. Sá aðili sem var tilbúinn að skrá á sig hlutafé fyrir milljarð króna fékk í sinn vasa tugi milljóna í arðgreiðslur á ári.

Þetta er svívirðilegt bankarán og auðvitað á að sækja alla til saka sem tóku þátt í ráninu. Bæði stjórnendur bankans og alla þá sem fengu skráð á sig hlutabréf gegn skuldaviðurkenningu við bankann með veði í bréfunum sjálfum. Þá á ég við ef lánið hefur ekki verið greitt upp af viðkomandi.

Þetta gætu verið 100 manns í tengslum við Kaupþing banka. Hvernig komum við þeim öllum í fangelsi.

Ég mæli með því að við skoðum leiðir með sjálfbær fangelsi. Fangar verði látnir skapa verðmæti á bak við lás og slá og borga þannig fyrir vist sína sjálfir.

Það er nóg til af húsnæði. Við höfum enga afsökun fyrir því að láta þessa glæpamenn ganga lausa.


mbl.is Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atkvæðakaup?

Ótrúlegt þegar menn koma fram með svona þvætting. Ef ríkisstjórnin gerir það sem þjóðin vill, þá eru það atkvæðakaup í neikvæðri merkingu?

Frjálsar strandveiðar eru ein hagkvæmasta leiðin fyrir Íslendinga til að sækja fisk. Útilokað er að ganga of harkalega á fiskistofnana á handfærum. Minnstur erlendur kostnaður er við handfæraveiðar. Mikið vinnuafl er notað við handfæraveiðar sem er sérstaklega gott á tímum atvinnuleysis. Frjálsar handfæraveiðar gefa fólki kost á að starfa sjálfstætt á tiltölulega einfaldan og góðan hátt.

Ég set hins vegar út á ríkisstjórnina fyrir það að ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Í raun var ríkisstjórnin bara að þykjast.

Þeir ætla að innleysa kvótann á tuttugu árum. Ef við tökum mið af því að þetta er fyrsta vinstri ríkisstjórnin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Hverjar eru þá líkurnar á því að þau sitji við völd næstu tuttugu árin til að geta klárað verk sitt?

Að leyfa strandveiðar hluta úr degi er náttúrulega bara brandari. Ef ríkisstjórnin væri að meina eitthvað með því að leyfa strandveiðar, þá mættu menn róa allan sólarhringinn.  Ef menn vilja takmarka tímann, þá væri nær að takmarka hann við ákveðið margar klukkustundir í mánuði frekar en að vera með eitthvað átta til fimm dæmi.

VG þykist vilja afnema þetta rangláta kvótakerfi sem við búum við. Af hverju gera þeir það ekki?


mbl.is Gróf atlaga ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið peningunum í notkun

Nú er Borgarahreyfingin með engan mann á þingi að fá 25 milljónir á ári frá ríkinu vegna þeirra manna sem fóru inn á þing á þeirra vegum.

Ég legg til að Borgarahreyfingin bjóði góðgerðasamtökum að sækja um styrki til hreyfingarinnar og að peningunum verði komið í góð málefni.


mbl.is Vilja utanþingsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

0 þingmenn

Nú er Borgarahreyfingin með 0 þingmenn á Alþingi.

Mótmælahreyfingin sem öllu átti að breyta hefur mótmælt sjálfum sér í hástert síðan þeir komust á þing og búnir að koma sér út aftur með háværum mótmælum.

Þrír fyrirverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar komnir í nýjan flokk sem heitir "Hreyfingin".

Þráinn á nú bara eftir að stofna með sér einsmanns flokkinn "Borgari".

En hverjir eru varamenn þessara þingmanna? Koma þeir enn úr Borgarahreyfingunni?


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattfrjálsar tekjur!

Seðlabankastjóri kom úr starfi þar sem hann var með 5.000.000,kr tekjur skattfrjálsar á mánuði, segir hann í þessu viðtali.

Eiga ekki allir að borga skatta?

Hvernig kemst maður í skattfrjálsar tekjur?


mbl.is Peningar eru ekki allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

kvenfrelsi?

Það er óhuggulegt hversu miklu púðri er eytt í kvennfrelsisbaráttu hér á landi á kostnað jafnréttis.

Jafnrétti á að vera fyrir alla ekki bara konur.

Sameinuðu þjóðirnar hafa í mannréttindayfirlýsingunni og í alþjóðasamningunum um mannréttindi lýst því yfir og samþykkt að hver maður skuli eiga kröfu á réttindum þeim og frelsi sem þar er lýst, án nokkurs greinarmunar, svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna ...

Á meðan jafnréttisbaráttan á Íslandi snýst bara um konur, þá komumst við ekkert áfram.


mbl.is Ráðherranefnd um jafnréttismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti einhver von á öðru frá "Guðföður útrásarinnar"?

Var það ekki Ólafur Ragnar sem dásamaði útrásina hvað mest! "Guðfaðir útrásarinnar" eins og sagt er að hann hafi kallað sjálfan sig í bók sinni sem var innkölluð daginn sem bankarnir hrundu.

Er ekki dóttir hans starfandi með Jóni Ásgeiri sem ekki er nú alveg hvítþveginn af útrásartöktum.

Ég er sannfærður um það að hver og einn alþingismaður eða forseti sem ekki greiðir atkvæði sitt gegn ríkisábyrgð á skuldum óreiðu útrásarvíkinga geri það ekki vegna þess að sá hinn sami er flæktur í málið persónulega með einum eða öðrum hætti.

Ég trúi ekki að saklaus borgari sem kemst inn á alþingi samþykki það að þjóðin í heild sinni taki út refsingu fyrir nokkra glæpamenn sem ganga lausir og eru ekki einu sinni sóttir til saka.

Áður en að Alþingi eða Forseti getur samþykkt slík lög ætti að vera búið að sækja til saka þá sem komu okkur í þessa stöðu.

Það hefur ekki verið gert og það virðist ekki vera á dagskrá.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagsnámskeið á Litla-hrauni!

Það er kannski of seint núna en ef það hefði verið gert fyrr að kenna glæpamönnum að skipuleggja glæpastarfssemi sína til að gera hana löglega, þá væru fangelsin tóm.

Alveg magnað að það þurfi að banna sérstaklega skipulagða brotastarfssemi. :)


mbl.is Skipulögð brotastarfsemi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn gengur laus!

Það er verulega óhuggulegt að vita til þess að Bjarki Már Magnússon gangi laus eftir áfrýjun til hæstaréttar.

 
Af Visir.is

Lögfræðingur hans reynir að fá málið fellt niður á grundvelli þess að fólk innan dómkerfisins er tengt innbyrðis. Viðkemur fórnarlambinu eða brotamanninum ekkert.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur

Fréttir af visir.is:

Fréttir af mbl.is:

 

Fréttir af dv.is:


Af dv.is


mbl.is Frjáls þrátt fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni ríkisstjórnar!

Ég hefði nú haldið að eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnar Íslands á þessum tíma væri að koma í veg fyrir landsflótta.

Fólk flytur úr landi núna vegna verðlausrar krónu, mikillar verðbólgu, hárra vaxta, verðtryggðra lána, hækkandi skatta, skuldsetningu ríkissjóðs og trúleysi á siðferði stjórnvalda.

Það er ekkert undarlegt að þeir sem geti farið geri það núna. Það er í eðli hvers manns að reyna að framfleyta fyrst og fremst sinni fjölskyldu og þegar það er gert nánast ókleyft hér á landi þá fer fólk.

Ráðherrar segja að grasið sé ekkert grænna hinum megin, en það sem er sér-íslenskt við þessa kreppu er krónan, verðbólgan, háir vextir, verðtryggð lán. Er það ekki nóg til að fara?

Ríkisstjórnin stendur vörð um hagsmuni Breta og Hollendinga fremur en Íslendinga ef frá eru teknir fáir þingmenn VG.

Þeir Íslendingar sem ákveða að halda áfram að búa á Íslandi eru gerðir ábyrgir fyrir glæframennsku nokkurra útrásarvíkinga.

Þeir einstaklingar sem komu Íslandi á vonarvöl halda áfram að vaða í peningum og án ábyrgðar.

Foringi útrásarvíkinga sem einnig á og rekur flesta fjölmiðla Íslands hefur tekið upp á því að draga mánaðarlaun af þeim fréttamönnum sem tala óvarlega um útrásarvíkinga.

Hver ber ábyrgð á að fjölmiðlafrumvarpið fór ekki í gegn? Forsetinn og persónulegur vinur foringjans?

Ég hef ekki heyrt talað um að bankahrunsstjórarnir hafi þurft að borga til baka hluta af sínum launum.

Til að stöðva landsflótta þarf réttlæti og virðingu fyrst og fremst.

Fjármálaráðherra vonast eftir afsökunarbeiðni frá glæpamönnunum? Hvað er það? Hvert mun sú afsökunarbeiðni koma okkur?

Ræni menn banka á ekki bara að bíða og vonast eftir afsökunarbeiðni. Það á að sækja menn til saka.

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband