Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar?

"Það getur ekki verið að íslenskum ríkisborgurum sé bara ýtt til hliðar" segir móðir tveggja barna sem er gert að vera í Bandaríkjunum á meðan á forsjármáli stendur.

Ég vona að þessi börn fái réttláta meðferð fyrir dómstólum í Bandaríkjunum, því hér á Íslandi er íslenskum ríkisborgurum ýtt til hliðar í massa vís.

Ótal íslenskir ríkisborgarar eru sviptir forsjá á börnum sínum hér á landi þrátt fyrir fullt hæfi til að fara með forsjá barna sinna. Engar forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að svipta foreldri forsjá aðrar en þær að hitt foreldrið sé því mótfallið.

Stöðvum ástæðulausar forsjársviptingar hér heima og virðum rétt þegna okkar hér á landi.


mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisbrestur er smitandi sjúkdómur!

Það er ljóst að hrun efnahagslífsins á Íslandi má rekja til „siðferðisbrests“ sem við gætum kallað sjúkdóm. Þessi siðferðisbrestur breyddist fyrst út meðal bankamanna og margra ráðamanna þjóðarinnar og þeirra sem kallaðir eru útrásarvíkingar.

Ekkert hefur enn verið gert til að hefta útbreyðslu þessa skæða sjúkdóms sem einkennist helst af græðgi og algeru siðleysi.

Nú hefur þessi sjúkdómur náð til almúgans sem ekki er í stöðu til að ræna banka innan frá en notast þess í stað við kúbein með mun minni árangri.

Mikil umræða er í gangi um að auka fjármagn til lögreglunnar til að eltast við óbreyttan almenning sem sýkst hefur af þessum siðferðisbresti svo stöðva megi smáglæpi.

Það er eins og það átti sig engin á því að sýktir einstaklingar sem fást við smáglæpi sýkja ekki aðra einstaklinga af „siðferðisbresti“ eins og þeir sem stela stóru peningunum.

Þeir ráðamenn þjóðarinnar, bankamenn og útrásarvíkingar sem sýktir eru af þessum mjög svo eyðileggjandi sjúkdómi, „siðferðisbresti“ breyða þennan sjúkdóm milli manna og út í almenning með þeim krafti að ekkert mun stöðva útbreyðslu afbrota nema vel skipulögð og alger hreinsun í hópi þeirra sem smita aðra.

Byrjum á ráðamönnum þjóðarinnar. Það á engin að sitja á Alþingi eða í forsetastóli sem tengist með einhverjum hætti bankahruninu eða útrásarvíkingum, hvort heldur það er með beinum hætti eða í gegnum maka, börn eða foreldra.

Það á engin að vinna hjá ríkissaksóknara, hjá dómstólum, hjá bönkunum eða hjá eftirlitsstofnunum sem tengjast beint eða gegnum maka, börn eða foreldra efnahagshruninu.

Allir þeir sem hafa með kaupréttarsamningum eða öðru slíku fengið meira en 50 milljóna króna lán til kaupa á hlutabréfum verða að greiða til baka lánið eða allan hagnað sem þeir hafa fengið í tengslum við lánið, t.d. arð af hlutabréfum, eða verða lýstir persónulega gjaldþrota ella og eignir þeirra leitaðar uppi og teknar þó þær hafi verið ánafnaðar öðrum til að koma þeim undan.

Allir kaupréttarsamningar eiga að vera uppi á borðinu fyrir almenning til að skoða. Ef réttarkerfið virkar þá þurfum við ekki að óttast „villta vestrið“, en ef réttarkerfið er sýkt af „siðferðisbresti“ þá vissulega erum við í „villta vestrinu“.

Öll ábyrgðin er í höndum Alþingis. Þar er löggjafavaldið. Ef tekið er á "siðferðisbresti" á réttum stöðum, þá þarf ekki aukið fjármagn í lögregluna. Siðferðið mun fara uppá við hjá allri þjóðinni.


mbl.is Fleiri sjá sér hag í innbrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarán

Þrír bankar Íslands rúnir inn að skinni af óprúttnum bankamönnum. 

Hér er um hreint og klárt bankarán að ræða. Það að starfsmenn taki mörg þúsund milljónir út úr bönkunum án þess að setja neitt í staðinn getur ekki verið annað en bankarán.

Þeir stjórnmálamenn sem berjast ekki með hörku fyrir því að þessum mönnum verði refsað eru líklegast viðriðnir málið á einn eða annan hátt.

Þar sem enginn bankaræningi hefur verið settur í gæsluvarðhald vegna þessa máls, þá bendir það sterklega til þess að einhverjir starfsmenn og sér í lagi stjórnendur Ríkissaksóknaraembættisins séu einnig viðriðnir þetta mál á einn eða annan hátt.

Almenningur í landinu stendur ráðalaus gagnvart stærsta bankaráni sögunnar. Sakamenn ganga lausir í skjóli yfirvalda.

Enginn sjáanlegur vilji er til staðar hvorki á hinu háa Alþingi né hjá Ríkissaksóknara fyrir því að láta glæpamennina svara til saka.

IceSave samningurinn er ljót leið til að láta almenning í landinu taka ábyrgð á bankaráni Landsbankans. Enginn stjórnmálamaður sem vill að bankaræningjarnir svari til saka mun samþykkja frumvarpið um IceSave. IceSave samningurinn er til þess að allir Íslendingar saman taki á sig ábyrgð glæpamannsins svo brotamaðurinn fái notið góssins án truflunar.

Hvað gera Íslendingar þegar svo gróflega er brotið á þeim eins og raun ber vitni?

Verður landflótti? Verður gripið til ofbeldis? Eða er okkur sama þótt börnin okkar séu rænd og mannorð þeirra eyðilagt um víða veröld?


mbl.is 22 fengu 23,5 milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrajafnrétti og Obama

Félag um foreldrajafnrétti hefur haldið þessu málefni á lofti hér á landi undanfarin ár og vissulega fagnaðarefni að fá talsmann eins og Obama.

Í dag er það þannig á Íslandi að feður sem búa með barnsmæðrum sínum eiga og mega standa sig í föðurhlutverkinu. Það gegnir hins vegar öðru máli um þá feður sem ekki njóta lengur náðar barnsmóður sinnar, þrátt fyrir eindreginn vilja þeirra til að standa sig í föðurhlutverkinu þá er það nánast algerlega undir barnsmóðurinni komið hvort þeir hafi leyfi til að koma að föðurhlutverkinu með öðrum hætti en að leggja til peninga.

4 days pr month

Vissuð þið að skilnaðarbörn á Íslandi eru á bilinu 20 til 30 þúsund?

Í auglýsingu frá félaginu fyrir alþingiskosningar 2007 segjum við frá því að rannsóknir sýni að skilnaðarbörn:
• eru 20 sinnum líklegri til að eiga við hegðunarvandamál að stríða.
• eru 20 sinnum líklegri til að lenda í fangelsi.
• eru 9 sinnum líklegri til að hætta í skóla.

Þau skilnaðarbörn sem halda góðu sambandi við báða foreldra lenda ekki í þessum hópi.

Upplýsingar um Foreldrajafnrétti er að finna á http://www.foreldrajafnretti.is

Foreldrajafnrétti á Facebook http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=38732926719

Hvernig eiga feður að standa sig í sínu hlutverki þegar mæðurnar neita og réttarkerfið er ekki til staðar til að verja rétt barnisins?

DV hefur sagt frá einu slíku máli:

Viðtal Stefán 8 ág forsíða

 Hvenær fáum við að sjá íslenska löggjöf verja réttindi barnsins í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins?

Þar segir í 1.mgr. 18.gr.:

"Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi
stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar
beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til
þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð
á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem
barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga."

Ísland sker sig úr hvað varðar þessi réttindi barnsins. Hvergi í vestrænum heimi eru réttindi barna til beggja foreldra minni en á Íslandi.


mbl.is Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkin samþykkt

Nú hefur Ríkisstjórn Íslands skuldbundið þjóðina til að standa skil á 650 milljörðum króna auk vaxta og það ekkert smá vaxta.

Hver 5 manna fjölskylda á Íslandi hefur verið gerð ábyrg fyrir 10 milljónum króna með 5.5% vöxtum sem byrjað verðu að greiða af eftir sjö ár. (Hver verður þá í ríkisstjórn?)

Eftir sjö ár verða þessar 10 milljónir á fjölskyldu orðnar að 14,5 milljónum króna miðað við 5,5% vexti eða 945 milljarðar króna verði ekki greitt inn á lánið á þessum tíma.

Undirskrift þessa samnings er samþykki íslensku Ríkisstjórnarinnar á því að hryðjuverkalögunum hafi verið réttilega beitt gegn íslensku þjóðinni. Sem aftur þýðir það að íslenska þjóðin er að gangast í ábyrgð fyrir hryðjuverkamenn.

Ég krefst þess að þeir hryðjuverkamenn sem ég er að gangast í ábyrgð fyrir verði látnir svara til saka sem hryðjuverkamenn.

Ég vill að allar eigur þeirra verði gerðar upptækar ásamt þeim eignum sem þeir hafa ánafnað öðrum til að koma þeim undan.

Ríkisstjórn Íslands hlýtur að vera skuldbundin okkur til að koma þessum mönnum á bak við lás og slá.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum Davíð aftur!

Jón Ásgeir á alla fjölmiðla Íslands.

Jón Ásgeir á Samfylkinguna og þar með Ríkisstjórnina og þar með einnig ríkisreknu fjölmiðlana.

Eigum við að halda áfram að hlægja að erlendum fréttamönnum sem segja okkur sannleikann um íslenskt viðskiptalíf?

Búsáhaldabyltingin rak í burtu eina manninn sem þorir í Jón Ásgeir og kom þess í stað til valda ríkisstjórn í eigu Jóns Ásgeirs.


mbl.is Stærsta svikamál frá stríðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul grein úr MBL

Ég skrifaði grein árið 1998 um leið til að koma kvótanum aftur til réttra eigenda, ég tel greinina enn eiga við rök að styðjast þó vissulega hafi krónutölur breyst. Ég sé líka að á þessum tíma var ég að tala til formanns LÍÚ, en að sjálfsögðu er það Ríkisstjórnin og Sjávarútvegsráðherra sem á að lagfæra þetta kerfi.

Fyrningarleið núverandi ríkisstjórnar er nokkuð í átt við það sem ég tala um í þessari grein og fagna ég því að þetta sé komið til umræðu á þingi.

Ég tel fullvíst að þeir sem hafa eitthvað vit á þessu kerfi án þess að hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að hafa það óbreytt séu hlynntir því að þessar bráðnauðsynlegu breytingar verði gerðar.

Ef þjóðin hefur lært eitthvað af siðleysi síðustu ára í fjármálum, þá mun kvótakerfið verða lagfært.

Hér er hægt að sækja forrit til að skoða gömul tímarit á timarit.is: STDU Viewer 1.5.221

Hér er svo greinin frá 1998: 270. tölublað FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 bls. 48-49

Hér er svo greinin:

Marktæk tillaga fyrir Kristján Ragnarsson

Ég er ekkert hissa á því að erlendir aðilar telji okkar fiskveiðistjórnunarkerfi það besta í heimi. Það hefur fjölmarga kosti. Útgerðarmenn fá úthlutað ákveðnum kvóta og ef þeir vilja ekki eða geta ekki nýtt sér hann þá geta þeir losað sig við hann til skamms eða til langs tíma eða skipt honum út fyrir kvóta í öðrum fiskitegundum. Þessi úthlutun og sveigjaleiki í íslenskri fiskveiðistjórnun hlýtur að bjóða upp á hagkvæmni í sjávarútvegi og verndun fiskistofnanna.

Fiskveiðistjórnun - kvótakerfi?

Fiskveiðistjórnun hlýtur fyrst og fremst að vera í höndunum á stjórn málamönnum sem hafa fiskifræðinga sér við hlið. Þessir aðilar ákvarða hversu mikið má veiða af hinum ýmsu fisktegundum og út hluta kvóta í samræmi við það. Einnig er það hluti af fiskveiðistjórnun að útgerðum sé gefinn sveigjaleiki til þess að nýta ekki allan kvótann, eða til að skipta á fisktegundum. En það sem almenningur kallar kvótakerfi eru fyrst og fremst framsalsheimildir sem út gerðarmenn hafa á úthlutuðum kvóta. Þessar framsalsheimildir kalla á það að verð á kvóta fer upp úr öllu valdi, þar sem eftirspurn eftir kvóta er og verður alltaf miklu meiri en framboð. Þegar verð á kvóta er þetta hátt, þá er nánast útilokað fyrir nýja aðila að fara út í útgerð, og þess vegna verður þetta til þess að kvótinn færist á sífellt færri hendur. Þetta hlýtur að fara fyrir brjóstið á öllu skynsömu fólki, því hvernig í ósköpunum er hægt að sætta sig við að örfáir aðilar eigi fiskinn í sjónum í 200 sjómílna radíus kringum landið? Sjálfur er ég sannfærður um að allir sem hafa hæfileika til að mynda sér skoðun um málið sjái hversu siðlaust þetta er. Það sjá sér bara ekki allir hag í að viðurkenna það.

Hvernig má laga kerfið?

Oft finnst mér það flækjast verulega fyrir fólki hvernig breyta má núverandi kerfi og setja á veiðileyfagjald. Margir telja þetta umturna núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég tel það alrangt. Núna eiga menn ákveðinn kvóta og ef þeir ætla ekki að nýta sér hann þetta árið þá geta þeir leigt hann. Ef þeir ætla ekki að nýta sér þennan kvóta næstu ár þá geta þeir selt kvótann. Með veiðileyfagjaldi gæti þetta litið þannig út að þeir ættu rétt á að leigja ákveðinn kvóta frá ríkinu, ef þeir svo vilja ekki nýta sér allan réttinn þetta árið eða til frambúðar, þá gætu þeir skilað inn þeim hluta tímabundið eða til frambúðar, og ríkið gæti þá úthlutað öðrum þessum heimildum, þannig að gagnvart fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofnanna þá er verið að tala um óbreytt kerfi. Enda hefur ekki verið sett út á fiskveiðistjórnun á íslandi, hún hefur verið til sóma að flestu leyti.

Hvað lagfærir veiðileyfagjald?

Nú eru útgerðir að leigja kvóta af öðrum útgerðum fyrir um og yfir 80 kr. pr. kíló. Þegar þessar útgerðir veiða síðan fiskinn og selja, þá fá þær kannski u.þ.b. 120 kr. fyrir kílóið og hafa því 40 kr. til þess að greiða allan rekstrarkostnað. Ég hef ekki heyrt LÍÚ tala um að þessar útgerðir komist illa af. Margar útgerðir leiga kvóta á 80 til 87 kr. pr. kíló, margar hirða aðeins stærsta fískinn til þess að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Til eru dæmi þar sem 2/3 hlutum þess afla sem dreginn er upp úr sjó er hent. Kristján kallar það ekki að henda verðmætum þegar það kostar meira að hirða aflann en að henda honum. Það hlýtur að eiga við um þessar útgerðir sem henda 2/3 hlutum aflans.LÍÚ kvartar ekki yfir þessari háu leigu sem útgerðir borga í dag fyrir kvóta, en þeir segja að veiðileyfagjald muni kollsteypa útgerðinni. Það sér það hver maður að þetta passar ekki. Ég gæti hugsað mér veiðileyfa gjald upp á 10 kr. pr. kíló, (sbr. 10% í afla tryggingarsjóð eins og einu sinni var). Þá lítur staðan allt öðruvísi út og þær útgerðir sem í dag borga 80 kr. pr. kíló fyrir leigu-

Ég legg til, segir Heimir Hilmarsson, að ríkið kaupi kvótann til baka á sanngjörnu verði.

kvóta gætu svo sannarlega vel við unað. Með veiðileyfagjaldi væru allir útgerðarmenn að borga það sama fyrir kvótann, íslenska þjóðin væri orðin eigandi kvótans, nýir aðilar ættu góðan möguleika á því að byrja útgerð og að miklu leyti væri hægt að koma í veg fyrir að afla sé kastað í sjóinn aftur.

Hvernig getur ríkið tekið kvótann til sín aftur?

Þegar útgerðarmenn fengu kvótann í sína eigu fóru engar greiðslur fram. Aftur á móti eru margir útgerðarmenn sem hafa keypt kvóta af öðrum útgerðarmönnum fyrir stórpening og verða þess vegna fúlir ef sá kvóti verður þeim allt í einu verðlaus. Ég legg til að ríkið kaupi kvótann til baka á sanngjörnu verði. Útgerðarmenn sjálfir eru búnir að búa til hlutfall af verði milli kvóta til kaups og kvóta til leigu. Þetta hlutfall er hægt að nota til að ákvarða kaupverð á kvóta út frá veiðileyfagjaldi. Kaup ríkisins á kvótanum yrðu að fara þannig fram að engar peningagreiðslur kæmu til frá ríkinu, heldur gengi kaupverðið upp í veiðileyfagjald. Þannig þurfa þær útgerðir sem eiga kvóta í dag, ekki að borga veiðileyfagjald fyrstu árin á meðan ríkið er að kaupa kvótann til baka. Ef menn hins vegar ætla að hætta útgerð og skila inn kvóta, þá er engin ástæða til þess að greiða fyrir þann kvóta á nokkurn hátt. Enda er raunvirði kvóta, í höndunum á manni sem ekki ætlar að veiða upp í hann, algerlega verðlaus. Langflestir sem myndu lenda í þessum hópi eru þeir sem nú græða á því að leigja út kvóta. Þetta eru menn sem eiga að gera sér það fullkomlega ljóst að þeir eru að spila með áhættufé. Fé sem er bundið í loftbólum og það er eðli loftbóla að þær springa.

Lokaorð

Þetta tel ég afskaplega sanngjarna og einfalda leið út úr þeim ógöngum sem núverandi kerfi er í. Það þýðir þó ekki að allir verði ánægðir, það er ekki hægt í eins ljótu máli og þessu. Þessi breyting væri gott skref í átt að bættu siðferði. Það er ekki aðalatriðið að veiðileyfagjald verði stór tekjustofn fyrir ríkissjóð, heldur að þjóðin á að eiga kvótann og útgerðarmenn eiga að borga sanngjarna upphæð fyrir að fá að nýta sér auðlind þjóðarinnar.

Höfundur er fyrrv. sjómaður.


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er ábyrgð móðurinnar?

Ég vill nú byrja á því að hrósa skólastjóranum fyrir það að taka vel á móti þolandanum þegar hún leitaði til hans. Fyrir að bregðast rétt við þegar stúlkan leitaði aðstoðar án þess að geta borið upp erindið.

Ég vill líka hrósa stúlkunni sjálfri og vinkonu hennar fyrir það að leita aðstoðar því það eru virkilega erfið spor.

Svo vill ég segja það að dómurinn fyrir þennan hræðilega glæp er allt of vægur, þó erfitt sé að segja hversu þungur hann á að vera. Ef þyngsti dómur fyrir morð er 16 ár, þá mætti þessi maður fá 12 ára dóm. Ég er þó ekki að segja að þessi glæpur sé minni glæpur en morð, en tel þó að það séu meiri líkur á að fórnarlömb kynferðisofbeldis lifi af ef refsingin fyrir morð er meiri.

Héraðsdómur dæmdi 3.000.000 í skaðabætur í stað 5.000.000 sem saksóknari fór fram á. Ég skil ekki forsendurnar sem liggja þar að baki en sjálfum finnst mér 5.000.000 harla litlar skaðabætur í svo alvarlegu máli. Hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson töldu þessar skaðabætur of háar og lækkuðu þær niður í 2.500.000 þrátt fyrir andstöðu minnihluta dómsins þeirra Ingibjargar Benediktsdóttur og Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem töldu ekki ástæðu til að lækka niðurstöðu Héraðsdóms.

En svo að ábyrgð móðurinnar

Kynferðisofbeldið byrjaði þegar móðirin var á fæðingardeildinni 1998 og þegar móðirin er spurð um hvort hún hafi orðið vör við einhverjar breytingar á brotaþola, þá stemmir það við tímann þegar misnotkunin hófst.

"Aðspurð um það hvort hún hafi orðið vör við einhverjar breytingar hjá brotaþola, kvaðst hún hafa orðið vör við breytingar þegar hún var sex ára en þá hefði hún farið á fæðingardeildina og hefði kennari þá sagt sér að hátterni brotaþola hefði breyst og kvartað hefði verið undan henni."

Látum kyrrt liggja að móðirin greip ekki til aðgerða á þessum tímapunkti, kannski taldi hún ástæður ekki nægilega miklar eða var ekki nægilega viss til að aðhafast.

Í framburði móðurinnar kemur fram að árið 2004 þegar móðurinni var nóg boðið með óviðeigandi samskipti stjúpföður við barnið, sem þá var 11 ára, þá hætti hún að sofa hjá manni sínum og svaf hjá yngri stelpunum en leyfði stjúpföðurnum að sofa með misnotuðu dótturinni í hjónaherberginu.

"Skýrði hún frá því að hún hefði borið á ákærða að samband hans og brotaþola væri óeðlilegt og í framhaldi af því hefðu hún og ákærði ekki deilt rúmi saman."

"Aðspurð um smokkaeign ákærða, kvaðst hún hafa komist að því í byrjun árs 2007 að hann ætti smokka en þá hefðu þau haft samfarir í tvö skipti."

Fram kemur í dómnum að þessi aðgerð móðurinnar jók mjög á möguleika ofbeldismannsins til að koma fram vilja sínum gagnvart dóttur konunnar.

„Sú staðreynd að móðir brotaþola deildi ekki herbergi með ákærða frá því að brotaþoli var um tíu eða ellefu ára gömul eykur enn á líkurnar fyrir því að ákærði hafi átt möguleika á að misnota brotaþola þó svo að það eitt og sér sé ekki næg sönnun.“

Í dómnum er talað um að maðurinn hafi brotið gegn barni sem honum var treyst fyrir. Hver treysti honum fyrir barninu? Móðirin ein og sér ber ábyrgð á því að þessum manni var falin forsjá á barninu. Barnið hafði ekkert um það að segja.

„Hefur hann með háttsemi sinni brotið mjög alvarlega gegn ungu barni sem honum var treyst og trúað fyrir í mörg ár og með þeim afleiðingum að hann hefur rúið barnið æsku sinni og þeim möguleika að lifa eðlilegu lífi í sátt við sjálfa sig, aðra og umhverfi.“

Einnig er fjallað um griðastaðinn heimili í dómnum og þá vernd sem börn eiga að njóta þar. Ákærði var stjúpforeldri með forsjá afleidda af forsjá móður barnsins. Móðirin í þessu máli ber fyrst og fremst ábyrgðina á skjóli og vernd til handa barninu á heimili sínu. Ekki síst vegna þess að hún hefur ein um það að segja hvort þessi maður fari með forsjá á barninu, eða á annan hátt fái að koma nálægt umönnun barnsins.

„Þá braut ákærði á brotaþola á heimili hennar þar sem hún átti að eiga öruggt skjól og vernd fyrir slíkri misnotkun.“

Barnavernd?
Að mínu mati hefur móðirin í þessu máli sýnt fádæma vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit á barni og væntanlega algerlega óhæf til að tryggja börnum sínum þá vernd sem þau þurfa að búa við.

Barnaverndaryfirvöld í viðkomandi sveitarfélagi vita væntanlega af þessu máli og ber skylda til að aðhafast í málinu.

Hvar er faðir stúlkunnar?

Hvergi í dómnum er minnst á föður stúlkunnar. Miðað við umfjöllun fyrir dómstólum, fjölmiðlum og annarsstaðar þá hlýtur stúlkan að vera eingetin. Enda sé hann forsjárlaus þá er hann ekki aðili máls og fær ekki meiri upplýsingar en ég og þú sem þekkjum ekkert til.

Ef einhver sem les þetta þekkir föður stúlkunnar þá vill ég hvetja hann til að koma fram og vera til staðar fyrir börnin sín. Réttur hans er lítill en hann getur þó látið í sér heyra og farið fram á rétt til að vernda börnin sín.

Dómur hæstaréttar
Á sama tíma og ég undrast það hversu nákvæmar lýsingar eru gerðar opinberar í slíku máli á vefsíðu Hæstaréttar, þá hvet ég ykkur til að lesa dóminn og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um slíka dóma.

Dómur Hæstaréttar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5876

 
mbl.is 8 ár fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisofbeldi kynbundið?

Þegar talað er um heimilisofbeldi er nánast undantekningarlaust verið að tala um fullorðinn karlmann sem geranda og aðalega konur en þó stundum börn sem þolendur.

Þessi frétt fjallar um unglingsstúlku sem skipuleggur og er tilbúin að borga mikla peninga fyrir það að fá móður sína tekna af lífi.

Hvað liggur hér að baki?

Hvað er í gangi þegar 16 ára barn vill drepa foreldri sitt?

Fréttin er stutt og segir ekki mikið. Það er ekki einu sinni fullskýrt í fréttinni að móðirin lifir.

Þegar heimilisofbeldi er í umræðunni þá er venjulega ábyrgðin öll á ofbeldismanninum og fórnarlambið stendur algerlega utan við málið en verður fyrir þessu ofbeldi eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Máltæki eins og „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“ eru ekki vinsæl meðal þeirra sem helst „rannsaka“ umfang og afleiðingar ofbeldis en þær rannsóknir eru aðalega framkvæmdar með samtölum við konur sem leita til Kvennaathvarfa víða um heim. Þó er undantekning á þessu og það er helst þegar ofbeldismaðurinn er kona. Til dæmis ef kona drepur eiginmann sinn, þá er sagt „þegar konur drepa ofbeldismenn sína“ eða þegar móðir slær barn, þá er sagt „mæður of-aga stundum börn sín til að forðast gróft ofbeldi frá manni sínum“.

Þegar litið er á ofbeldi sem verk karlmanns á hendur konu eins og oft er gert, þá er skiljanlegt að fólk fái rörsýn á ofbeldisverkin og að þar sé hreinlega annað kynið vont og hitt kynið gott. Vonda kynið ber ábyrgðina á verkinu og góða kynið er fórnarlamb.

Ég sé þessa frétt fyrir mér ef tilræðið hefði beinst að föður stelpunnar en ekki móður hennar. Ég geri ráð fyrir að þá væri góð umfjöllun um ástæður stúlkunnar fyrir heiftinni gagnvart föður sínum. Ég ímynda mér að fréttin hefði þá frekar snúist að því hvað barn er að fá þungan dóm fyrir það að brjótast út úr ofríki föðursins með þessum dramatíska hætti.

Ég veit ekki hvað veldur því að 16 ára stúlka vill drepa móður sína. Það geta verið margar ástæður eða ekki. Ég tel þó fullvíst að móðir barnsins hefði átt að verða þess vör að ekki lék allt í lyndi þeirra á milli. Ég tel líka að þessi unga stúlka sem bjó yfir þessari miklu heift hefði átt að njóta verndar barnarverndaryfirvalda. Móðirin hefði átt að vera búin að tala við barnvernd um brotthvarf stelpunnar. Hvar var faðirinn í myndinni?

Það er verið að tala um að 16 barn fari í fimm ára fangelsi. Hver ætlar að tala fyrir þetta barn?

Við þurfum að opna augun fyrir því að ofbeldi er ekki kynbundið. Bæði kynin beita ofbeldi og eru beitt ofbeldi, börn bæði beita og eru beitt ofbeldi. Heimilisofbeldi er af ýmsum toga og allir fjölskyldumeðlimir geta verið gerendur, þolendur eða hvoru tveggja þó ber að gæta þess að fullorðna fólkið í fjölskyldunni ber ábyrgð á því sem gerist innan hennar og þegar börn beita ofbeldi þá ber fullorðnum að bregðast við og leita aðstoðar ef með þarf. Þegar ég tala um fullorðna þá meina ég konur líka, en umræðan snýst oftast um að ábyrgðin á ofbeldislausu fjölskyldulífi hvíli aðeins á karlmönnum fjölskyldunnar.

Ég vill hvetja fréttamann mbl.is til að ná í meiri upplýsingar um þessa frétt og segja okkur hvað kom fyrir þessa ungu stúlku og hvað verður um hana í fangelsinu.


mbl.is 16 ára skipulagði morð á móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarorlof feðra

Það hefur talsvert verið í umræðunni hvort gefa eigi einstæðum mæðrum möguleika á því að taka þá þrjá mánuði fæðingarorlofs sem nú eru bundnir feðrum. Þegar við veltum upp þessari spurningu ber okkur að hugleiða það, hverjar eru forsendur fæðingarorlofs í núverandi mynd? Það kemur fram í fæðingarorlofslögunum frá árinu 2000 að megin tilgangur laganna er tvíþættur: „Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir bæði við föður og móður. Þá er lögum þessum ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf".

Í dag er fæðingarorlofi þrískipt, þ.e. þrír mánuðir eru sérstaklega ætlaðir móður, þrír mánuðir eru sérstaklega ætlaðir föður og þrír mánuðir eru valfrjálsir þannig að foreldrar ráða því sjálfir hvort þeirra tekur orlofið eða þau geta skipt því á milli sín.

Það að einstæðar mæður geti tekið þessa þrjá mánuði föðursins til viðbótar við þá sex mánuði sem þær nú geta tekið er varla til þess fallið að uppfylla þessi tvö meginmarkmið fæðingarorlofslaganna.

Í skýrslu Ingólfs V. Gíslasonar „Fæðingar- og foreldraorlof á Íslandi: Þróun eftir lagasetninguna árið 2000" kemur fram að samkvæmt norrænni úttekt frá árinu 1998 verði eftirfarandi skilyrði að vera fyrir hendi til að feður nýti sér fæðingarorlof: 1. Sjálfstæður réttur, einnig varðandi greiðslur. 2. Tími bundinn föður sem er óframseljanlegur til móður. 3. Sveigjanleiki í orlofstöku. 4. Góðir möguleikar til töku orlofs eftir að barnið hefur náð sex mánaða aldri. 5. Háar greiðslur í orlofi.

Það er ánægjulegt að segja frá því að nýting feðra á fæðingarorlofi fór langt fram úr væntingum og hér á landi nýta feður sér að jafnaði alla sína þrjá mánuði og jafnvel aðeins rúmlega það.

Hins vegar er það áhyggjuefni hversu lágt hlutfall feðra sem ekki hafa lögheimili barns síns nýti sér sinn rétt á töku fæðingarorlofs. Þessir feður eiga það algerlega undir móður barnsins komið hvort þeir fái að taka orlof.

Árið 2004 fæddust 16,4% barna utan sambúðar og aðeins 12% þeirra nýttu sér fæðingarorlof samkvæmt skýrslu I.V.G. Þetta þýðir það að 88% feðra sem eignuðust barn utan sambúðar árið 2004 nýttu sér ekki þetta þriggja mánaða fæðingarorlof.

Það hlýtur að vekja upp spurningar þegar tölur sýna fram á það að fæðingarorlof feðra í sambúð er að fullu nýtt, en fæðingarorlof feðra sem ekki eru í sambúð er aðeins nýtt í 12% tilfella. Hafa feður í sambúð svona mikið meiri áhuga á börnum sínum en feður sem ekki búa með móðurinni? Eða getur verið að ástæðan sé einfaldlega sú að þeir hafi ekki kost á því að taka orlof? Feður þurfa leyfi móður til orlofstöku fari þeir ekki með forsjá barns og þegar barn fæðist utan sambúðar, þá fer móðirin ein með forsjá þess.

Nú krefst Félag einstæðra foreldra þess að fæðingarorlof feðra verði færanlegt til móður sem fer ein með forsjá barns og færa fram sem rök í því máli að einstæðir foreldrar fái aðeins sex mánuði á meðan sambúðarfólk fær níu mánuði í fæðingarorlof. Krafan um lengra fæðingarorlof er vel skiljanleg því kröfur um meiri réttindi verða alltaf til staðar og bara af því góða. En komist það til framkvæmda að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs verði framseljanlegur til mæðra með þessu móti, þá er það stórt skref aftur til fortíðar. Sá árangur sem náðst hefur bæði á meiri þátttöku feðra í umönnun barna og ekki síður á jöfnun á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði yrði færður aftur til fyrra horfs. Grunnforsendum fæðingarorlofslaganna frá árinu 2000 væri kastað á glæ.

Í lokin vil ég hvetja þá feður sem ekki fara með forsjá barna sinna að láta í sér heyra og krefjast fæðingarorlofs. Það kemur börnunum betur og það jafnar stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

 


mbl.is Karlar axli ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband