Er Gunnar Hrafn hæfur sáttasemjari eftir þessa "heimatilbúnu sprengju"?

Það er sennilega lítill vandi að gúggla í heimildarritgerð og fá þá niðurstöðu sem maður vill. Ekki er að sjá annað en að Gunnar Hrafn Birgisson hafi verið duglegur á Google við heimildavinnu sína í það sem hann kallar Foreldrafirringar heilkennið í forsjár og umgengnisdeilum, þekking eða blekking?  Sem er nokkurn vegin íslenskun á titli greinar Stephanie J. Dallam frá 1999. Gunnar gefur því engan séns í ritgerð sinni að um einhverja þekkingu hafi verið að ræða en beitir öllum ráðum, þar með talið blekkingum og lygum til að koma sinni skoðun á framfæri.

Í ljósi þess að grein Gunnars er ritrýnd og samkvæmt ritrýnireglum má t.d. ekki nota Wikipedia sem heimild væntanlega vegna óáreiðanleika, þá finnst mér stinga í stúf heimild úr eyðimörkinni, eða frá litlu hugbúnaðarfyrirtæki.

Heimildin sem Gunnar Hrafn virðist nota mikið er http://www.omsys.com/mmcd/courtrev.htm

Omsys er hugbúnaðarfyrirtæki sem virðist selja eina vöru sem breytir FrameMaker skjölum yfir á online help format, Word skjöl og eitthvað fleira. Þessi grein á síðu þessa fyrirtækis stingur mjög í stúf við starfsemi fyrirtækisins.

Sú sem skrifar greinina heitir eftir því sem ég kemst næst Merrilyn McDonald og á að vera félagsráðgjafi sem sérhæfir sig í kynlífsráðgjöf fyrir pör. http://www.liveperson.com/merrilyn-mcdonald/

Ég fann ekki mikið um hana en hún hefur verið búin til á nokkrum stöðum, t.d. facebook.com, linkedin.com, digg.com og nú nýlega á liveperson.com sem er eina síðan sem segir eitthvað um hana. Þar á að vera hægt að ná beinu sambandi við hana þegar hún er online en senda henni póst þegar hún er ekki við. Ég prófaði email en fékk ekki að senda henni email heldur þessa meldingu „This Expert is currently unavailable  . Please try contacting another Expert „.

Ég fletti henni upp og hringdi í hana http://www.healthgrades.com/health-professionals-directory/Merrilyn-Mcdonald-LCSW-3192A216/office-locations en þetta númer er ótengt.

Heimildir sem Gunnar vísar í úr þessari grein:

Merrilyn McDonald

Gunnar Hrafn Birgisson

Greinin sjálf

Heimild 17

Heimild 1

Heimild 18

Heimild 2

Heimild 21

Heimild 14

Heimild 24

Heimild 17

Heimild 19

Heimild 29

Heimild 22

Heimild 30

Heimildir 17 og 23

Heimild 38

Heimild 26 úr greininni en tilvísun Gunnars út í bláinn

Heimild 42

Heimildir 10 og 16

 

Gunnar segir „PAS á eingöngu við í málum þar sem uppi eru ósannar ásakanir um kynferðisbrot foreldris á barni sínu.10

Heimildin vísar í grein Gardners sem heitir „True and False Accusations of Sexual Abuse“ þannig að titillinn segir okkur að hann er að tala um ásakanir um kynferðisbrot en ekki PAS.

Það sem vitnað er í er: „My final position on this matter is this: a pedophile is the name given to a person whom the judge and/or jury decides they want to put away. ... It is of interest that of all the ancient peoples it may very well be that the Jews were the only ones who were punitive toward pedophiles. ... Early Christian proscriptions against pedophilia appear to have been derived from earlier teachings of the Jews, and our present overreaction to pedophilia represents an exaggeration of Judeo-Christian principles and is a significant factor operative in Western society’s atypicality with regard to such activities.“

Ég rak augun í greinina "Heiðarleiki er höfuðatriði" á mbl.is þar sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 5.okt.2001. Ég hef eftir honum góða setningu sem ég tel að allir fræðimenn ættu að hugleiða og Gunnar Hrafn ekki undanskilinn. Hann sagði: "Ef ég hagræði niðurstöðum einu sinni er ég búinn að vera sem fræðimaður". Hann vísaði í að niðurstöður væru oft pantaðar hjá sálfræðingum og það væri til skaða fyrir greinina þegar slík vinna væri viðhöfð. Hann var að tala um sakamál og ég hef enga ástæðu til þess að halda að þetta sé öðruvísi í forsjármálum.

 

Ég tel fulla ástæðu til þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvort sálfræðingar hafi í einhverjum tilfellum hagrætt niðurstöðum í forsjármálum. Ég tel einnig að þeir sálfræðingar sem hafa verið áminntir fyrir slík vinnubrögð eigi ekki að koma að slíkum málum.

 

Varðandi það að konur segi aldrei ósatt fyrir rétti þá er hér ein grein þar sem samkynhneigðar konur standa í forsjárdeilum eftir skilnað og þær þræta báðar fyrir að vera samkynhneigðar.

Ég skil ekki hvað vakir fyrir Gunnari Hrafni með því að ráðast með þessum hætti gegn réttindum barna.

Ég skil ekki lögfræðitímaritið að birta slíka grein og kalla hana ritrýnda. Ég tel þessa grein gera lítið úr ritrýndum íslenskum greinum og skora á fræðasamfélagið að mótmæla þessari grein harðlega.


mbl.is Krefst endurskoðunar á verklagsreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband