Fjölmiðlar meðsekir

Þegar sjálfstæðisflokkurinn var við völd þá voru fjölmiðlar fljótir að koma með æsifréttir af fjölda mótmælenda um leið og tveir menn komu saman til að mótmæla ríkisstjórninni.

Nú heyrðist mjög greinilega í mótmælendum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á atkvæðagreiðslu stóð en ég hef ekki séð neinn fjölmiðil fjalla um þessi mótmæli.

Fjórða valdið er því að greiða atkvæði með ríkisábyrgð á sukki Björgúlfsfeðga með því að þegja um mótmælin.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég frétti að um 100 manns hefðu verið að mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í kvöld og teljast það nú ekki öflug mótmæli ef verið er að reyna að telja manni trú um að íslenska þjóðin vilji ekki samþykkja icesave. Höfum í huga spakmælið " hæst glymur í tómri tunnu". Er ekki að líkja íslenskum mótmælendum við tóma tunnu, en vil vekja þig til umhugsunar um þá staðreynd að Íslendingar heima og erlendis sátu í  kvöld með öndina í hálsinum og biðu átekta eftir að þetta leiðindamál yrði til lykta lagt á sem skástan máta, þannig að hægt sé að ljúka þessum erfiða og sársaukafulla kafla með reisn og tapa ekki frekari dýrmætum tíma og fjármunum í að tefja þetta enn frekar.

Hanna Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Næstum 45.000 manns hafa skrifað undir mótmæli á þessu frumvarpi. Það hljóta að teljast öflug mótmæli.

Vinstri menn virðast bara ekki taka mark á mótmælum nema þau séu ofbeldisfull og full ofstæki. Helst að grjóti sé hent í hausinn á löggum, þá á að taka mark á mótmælendum. Ef mótmælendur eru friðsamir og mótmæla með undirskriftum í stað ofbeldis, þá bara á ekki að hlusta.

Varðandi "TÓMAR TUNNUR", þá voru það einmitt tómar tunnur sem voru í þúsunda vís fyrir utan Alþingi til að koma þessari ríkisstjórn að.

Þessar tómu tunnur láta lítið á sér bera í dag á meðan þeirra fólk stýrir skútunni.

Heimir Hilmarsson, 31.12.2009 kl. 03:31

3 identicon

Talað er um að saman verði að fara þingvilji og þjóðarvilji. Þjóðin kaus yfir sig þessa ríkisstjórn og verður það því að teljast hennar vilji og síðan verður hún að láta stjórnina um að vinna þau erfiðu verk sem vitað var fyrirfram að þyrfti að ganga í og allir vissu að væru mjög vanþakklát og óvinsæl. Einhver þarf þó að vinna þau og taka sárskaukafullar ákvarðanir. Þegar svíar fóru á hausinn, hlustaði Göran Persson heldur betur ekki á röflið í þjóðinni, heldur framkvæmdi það sem þurfti og tók sársaukafullar ákvarðanir sem hann vissi að væru nauðsynlegar fyrir endurreisn þjóðarbúsins. hefði hann hlustað á almannaraddir, hefði þjóðin líklega ekki náð sér svo vel á strik og fljótt eins og raunin varð. Svíar eru honum vafalust þakklátir í dag. En Íslendingum virðist vera fyrirmunað að læra af reynslu annarra, þeir vita allt best

Hanna Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:07

4 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þessi ríkisstjórn tók við af annarri ríkisstjórn sem hafði verið kosin af þjóðinni með sama hætti.

Þá var ekki talað um að sú kosning ætti bara að standa, heldur var ríkisstjórnin hrakin frá völdum af ofbeldisfólki innan Samfylkingar og VG.

Þá átti að hlusta á mótmælendur sem voru aðeins lítið brot af þeim fjölda mótmælenda sem nú hefur skrifað undir mótmæli.

Það er ótrúlega hallærislegt en þó í anda við kommúnista almennt að kommúnista ríkisstjórnir þurfi ekki að hlusta á almenning á meðan aðrar ríkisstjórnir eiga að hlusta á gargandi kommúnista og víkja um leið og einhverjir mótmæla.

Heimir Hilmarsson, 31.12.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband