Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umferðaröryggi eða tekjuöflunartæki?

Á Reykjanesbrautinni er hæsti hámarkshraði 90km/klst og lengi vel voru þar stórir kaflar með 70km/klst hraða.

Lögreglan situr fyrir fólki á kafla þar sem umferðin er aðeins á tveimur tvöföldum akreinum, engin gatnamót í nálægð og þaðan af síður hætta á gangandi vegfarendum.

Ég var að keyra í Svíþjóð í síðasta mánuði og veitti þá athygli hraðamyndavélum á þjóðvegunum þar. Ég sá strax að myndavélunum var komið fyrir með skipulögðum hætti á þá staði þar sem mestu máli skipti að bílar héldu sig innan við löglegan hámarkshraða. Ef þjóðvegur lág í gegnum húsaþyrpingu þar sem voru gangbrautir og gatnamót, þá mátti passlega gera ráð fyrir að þar væri hraðamyndavél.

Ég notaði Nokia leiðsögutæki sem sagði mér frá  öllum myndavélum sem ég keyrði framhjá og hver einasta þessara myndavéla var staðsett þannig að ég sá fullkomna skynsemi í staðsetningunni. Þessar myndavélar voru greinilega settar upp með umferðaröryggi að leiðarljósi.

Þetta er ekki hægt að segja um hraðaeftirlit á Íslandi. Hér virðist eingöngu tekjuöflun skipta máli. Tekjuöflun undir yfirskyni umferðaröryggis. T.d. eru tvær myndavélar á milli Akranes og Borgarnes staðsettar úti í auðninni þar sem ökumenn eru líklegir til að nota sér beinar og ótruflaðar akreinar til að keyra aðeins yfir 90km/klst án þess að skapa sérstaka hættu.

Það er hins vegar engin myndavél við afleggjarann af þjóðvegi 1 til Akranes og heldur ekki þegar þjóðvegur 1 liggur inn í byggð í Borgarnesi.

Ég keyrði einnig á vegum eins og Reykjanesbrautinni í Svíþjóð. Svíar hafa það fram yfir Íslendinga að þeir hafa efni á vegriðum meðfram þjóðvegum sínum og leyfa því 110 km/klst hraða á vegum sambærilegum við Reykjanesbrautina.

Í Svíþjóð dólaði maður sér á 110 km/klst löglega, án samviskubits og án þess að skima í sífellu eftir lögreglubíl. Á Íslandi er slíkt kallað hraðakstur og nánast lagt að jöfnu við ölvunarakstur.

Ég tel fulla þörf á því að fækka glæpamönnum á Íslandi með því að gera Reykjanesbrautina klára fyrir 110 km hraða.

Henda svo upp fullt af myndavélum þar sem þeirra er þörf og taka niður þær sem nú eru úti í auðninni. Ef nota á lögreglumenn til að mæla hraða þá á einnig að hafa þá á þeim stöðum sem eru varasamir í stað þess að setja þá þar sem líklegast er að fá inn tekjur eins og gert er.

Svo tel ég fulla þörf á að athuga hvort ekki séu of margir starfandi lögreglumenn. Því ef það er hægt að drita þeim niður út um allt til að sinna verki sem myndavélar geta gert, þá er verið að sólunda fé í of marga lögreglumenn.


mbl.is 20 stoppaðir í hraðakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kusu borgarbúar?

Hverjir eru sigurvegarar kosninganna? Það hljóta að vera þeir sem flestir vilja fá.

Stærstir eru Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 20.000 atkvæði á bak við sig hvor flokkur en aðeins 1,1% atkvæða skilja flokkana að. Engin annar flokkur kemst nálægt fylgi þessara tveggja flokka og því óhætt að segja að borgarbúar vilja þessa tvo flokka við stjórnvölin.

Samfylkingin kemur næst með næstum helmingi minna fylgi eða rúmlega 11.000 atkvæði á bakvið sig eða 19,1%. Hæpið er því að segja að flokkur með minna en 20% fylgi sé það sem borgarbúar vilja sjá stjórna borginni. Aðrir flokkar ná ekki 10% fylgi og því augljóst að borgarbúar vilja ekki sjá þá flokka við stjórnvölin.

Hverjir töpuðu mest í borgarstjórnarkosningunum 2010?

Úrslit kosninga 2006 voru þannig:

2006

 

Atkvæði

Menn inn

Hlutfall Atkvæða

B – Framsóknarflokkurinn

4.056

1

6,3%

D – Sjálfstæðisflokkurinn

27.823

7

42,9%

F – Frjálslyndir og óháðir

6.527

1

10,1%

S – Samfylkingin

17.750

4

27,4%

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

8.739

2

13,5%

Æ - Besti flokkurinn

   

H - Listi framboðs um heiðarleika

   

E - Listi Reykjavíkurframboðsins

   

 

Úrslít kosninga 2010 eru þannig:

2010

 

Atkvæði

Menn inn

Hlutfall Atkvæða

B – Framsóknarflokkurinn

1.629

0

2,7%

D – Sjálfstæðisflokkurinn

20.006

5

33,6%

F – Frjálslyndir og óháðir

274

0

0,5%

S – Samfylkingin

11.344

3

19,1%

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

4.255

1

7,1%

Æ - Besti flokkurinn

20.666

6

34,7%

H - Listi framboðs um heiðarleika

668

0

1,1%

E - Listi Reykjavíkurframboðsins

681

0

1,1%

 

Tap flokkanna gæti því verið eðlilegt að reikna þannig:

Tap flokkanna nú

 

Í atkvæðum

Í mönnum

Í % atkvæða

B – Framsóknarflokkurinn

59,8%

100,0%

56,2%

D – Sjálfstæðisflokkurinn

28,1%

28,6%

21,6%

F – Frjálslyndir og óháðir

95,8%

100,0%

95,4%

S – Samfylkingin

36,1%

25,0%

30,3%

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

51,3%

50,0%

46,9%

 

Í fjölda atkvæða tapa Frjálslyndir mest (95,8%), svo Framsókn (59,8), næst Vinstri hreyfingin grænt framboð (51,3%), þar á eftir Samfylkingin (36,1%) og síðast Sjálfstæðisflokkurinn (28,1%).

Í fjölda manna í borgarstjórn þá tapa Framsókn og Frjálslyndir mest (100,0%), þar á eftir Vinstri hreyfingin grænt framboð sem tapar (50,0%), næst Sjálfstæðisflokkur (28,6%) og minnst tapar Samfylkingin (25,0%).

Í hlutfallslegu fylgi tapa Frjálslyndir mest (95,4%), næst Framsókn (56,2%), svo Vinstri hreyfingin grænt framboð (46,9%), þá Samfylkingin (30,3%) og minnst tapar Sjálfstæðisflokkurinn (21,6%).


mbl.is Viðræður halda áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarbúar hafna öfga femínistma?

VG tapar meira en helmingi af fylgi sínu frá síðustu borgarstjórnarkosningum.

VG tapar mun meira en Samfylking og Sjálfstæðisflokkur.

Eru kjósendur að hafna vinstri stefnu? Það er varla hægt að segja það því VG heldur sínu víðast hvar nema í Reykjavík og Akureyri þar sem allir tapa miklu nema nýja framboðið.

Eru kjósendur að hafna VG vegna bankahrunsins? Varla, því VG hefur aldrei verið í ríkisstjórn fyrr en eftir hrun.

VG í Reykjavík hefur mjög róttækan femínista í oddvitastöðu í landi þar sem kvenréttindi eru hvað mest í heiminum.

Ég tel það mjög líklegt að borgarbúar hafi ekki talið þörf á slíkri róttækri femínstastefnu inn í borgarstjórn og því hafi VG tapað næstum 60% af fylgi sínu frá síðustu kosningum.

Íslendingar geta verið stoltir af kvenréttindum hér á landi. Við erum fremst allra þjóða í þeim málum. Reynum að standa eins framarlega í réttindum annarra hópa.


mbl.is Steingrímur: VG bætti víða við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er búið að friðþægja þjóðin?

Ég bara spyr.

Ég hugsa að þjóðin óttist það að nú sé búið að fangelsa og sleppa þeim sem notaðir verða til að friðþægja þjóðina.

Að sama skapi tel ég að þjóðin voni það að sérstakur saksóknari hafi stjórn á rannsókninni þannig að fyrr en síðar verði þeir sóttir sem unnið hafa til saka.


mbl.is Hreiðar Már snýr aftur heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur í London?

Nú gæti verið gott að vera fluga á vegg hjá Kaupþingsmönnum í London.

Má ekki búast við því að nú verði stilltir saman strengir á lúxusheimili eftirlýsts kaupsýslumanns?

Og Bretar gera ekki rassgat til að ná þeim grunuðu á meðan þeir sækja hart að þeim saklausu sem eftir sitja á Íslandi að borga.


mbl.is Farbanni aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkum þingmönnum

Nú er verið að skera niður út um allt en á einum stað megum við ekki skera niður. Við verðum að láta Evu Joly fá þessa 80 manns í fullt starf næstu fjögur árin til að klára rannsóknina.

Hvar fáum við peninga í það?

Er ekki ráð núna að fækka t.d. þingmönnum um helming í átta ár?

Þá erum við að spara 30 starfsmenn á Alþingi í tvisvar sinnum fjögur ár og hefðum ráð á að bæta við 60 starfsmönnum til Evu Joly í fjögur ár í staðinn.

Eva er nú þegar með 30 manns en þarf 80. Látum hana hafa 90 manns og látum nægja að hafa 33 þingmenn næstu átta árin.


mbl.is Rannsóknin gæti tekið 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann stendur með sannfæringu sinni

Það er varla hægt annað en að bera virðingu fyrir Ögmundi Jónassyni fyrir þá þrautseygju sem hann hefur til að standa með sannfæringu sinni.

Ég er ekki alltaf sammála honum en í þessu máli er ég það. Og ef ég ætti að kjósa fimm menn til að stjórna landinu þá yrði Ögmundur sennilega einn af þeim.


mbl.is Segir braskað með auðlindir þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla Bretar að vernda þjófana ásamt þýfinu?

Bretar herja á okkur sem eftir sitjum á Íslandi og krefjast þess að við berum ábyrgð á hruninu.

Þeir krefjast þess að hin venjulega íslenska fjölskylda borgi skaðann af þeim mönnum sem stjórnuðu bönkunum.

Á sama tíma má ætla að mest allur sá peningur sem skotið var undan sé geymdur á Breskum reikningum. Eru ekki allar þessar álandseyjar Breskar nýlendur?

Á sama tíma flytja þeir grunuðu til Bretlands til að leita skjóls fyrir réttvísinni?

Ætla Bretar í alvöru að vernda glæpalýðinn á sama tíma og þeir níðast á Íslandi?

 


mbl.is Segir skilyrði sín vera alvanaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann gengur enn laus!!!

Hvað er að íslensku réttarkerfi?

Hvernig stendur á því að þessi maður hefur aldrei setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins?

Hvernig stendur á því að hann gengur enn laus?

Hefur hann haldið áfram iðju sinni með aðrar konur eftir að uppvíst var hvaða mann hann hefur að geyma?

Í ágúst 2009 bloggaði ég um Bjarka Má hneykslaður á því að hann gengi laus, þar eru myndir af honum og linkar í fréttir af málinu:

http://heimirhilmars.blog.is/blog/heimirhilmars/entry/940478/

 

Enn gengur hann laus og getur haldið áfram iðju sinni við að fara illa með fólk.


mbl.is Sérlega gróf og alvarleg brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Jón Ásgeir rétt fyrir sér?

Í fréttinni segir:"Segir Jón Ásgeir, að ef Glitnir hafi sannanir fyrir ásökunum sínum ætti bankinn að óska eftir því að íslensk stjórnvöld höfði sakamál á hendur honum."

Ég verð nú bara að taka undir orð Jóns Ásgeirs í þessu máli. Það er fáránlegt að ekki skuli vera höfðað sakamál á hendur honum.

Hvernig er með sérstakan saksóknara? Ætlar hann að taka fyrir aðeins stjórnendur Kaupthinking og láta aðra eiga sig? Eða eigum við von á að hann haldi áfram og nái á endanum til "toppanna" í hruninu.


mbl.is Ætlar ekki að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband