Umferðaröryggi eða tekjuöflunartæki?

Á Reykjanesbrautinni er hæsti hámarkshraði 90km/klst og lengi vel voru þar stórir kaflar með 70km/klst hraða.

Lögreglan situr fyrir fólki á kafla þar sem umferðin er aðeins á tveimur tvöföldum akreinum, engin gatnamót í nálægð og þaðan af síður hætta á gangandi vegfarendum.

Ég var að keyra í Svíþjóð í síðasta mánuði og veitti þá athygli hraðamyndavélum á þjóðvegunum þar. Ég sá strax að myndavélunum var komið fyrir með skipulögðum hætti á þá staði þar sem mestu máli skipti að bílar héldu sig innan við löglegan hámarkshraða. Ef þjóðvegur lág í gegnum húsaþyrpingu þar sem voru gangbrautir og gatnamót, þá mátti passlega gera ráð fyrir að þar væri hraðamyndavél.

Ég notaði Nokia leiðsögutæki sem sagði mér frá  öllum myndavélum sem ég keyrði framhjá og hver einasta þessara myndavéla var staðsett þannig að ég sá fullkomna skynsemi í staðsetningunni. Þessar myndavélar voru greinilega settar upp með umferðaröryggi að leiðarljósi.

Þetta er ekki hægt að segja um hraðaeftirlit á Íslandi. Hér virðist eingöngu tekjuöflun skipta máli. Tekjuöflun undir yfirskyni umferðaröryggis. T.d. eru tvær myndavélar á milli Akranes og Borgarnes staðsettar úti í auðninni þar sem ökumenn eru líklegir til að nota sér beinar og ótruflaðar akreinar til að keyra aðeins yfir 90km/klst án þess að skapa sérstaka hættu.

Það er hins vegar engin myndavél við afleggjarann af þjóðvegi 1 til Akranes og heldur ekki þegar þjóðvegur 1 liggur inn í byggð í Borgarnesi.

Ég keyrði einnig á vegum eins og Reykjanesbrautinni í Svíþjóð. Svíar hafa það fram yfir Íslendinga að þeir hafa efni á vegriðum meðfram þjóðvegum sínum og leyfa því 110 km/klst hraða á vegum sambærilegum við Reykjanesbrautina.

Í Svíþjóð dólaði maður sér á 110 km/klst löglega, án samviskubits og án þess að skima í sífellu eftir lögreglubíl. Á Íslandi er slíkt kallað hraðakstur og nánast lagt að jöfnu við ölvunarakstur.

Ég tel fulla þörf á því að fækka glæpamönnum á Íslandi með því að gera Reykjanesbrautina klára fyrir 110 km hraða.

Henda svo upp fullt af myndavélum þar sem þeirra er þörf og taka niður þær sem nú eru úti í auðninni. Ef nota á lögreglumenn til að mæla hraða þá á einnig að hafa þá á þeim stöðum sem eru varasamir í stað þess að setja þá þar sem líklegast er að fá inn tekjur eins og gert er.

Svo tel ég fulla þörf á að athuga hvort ekki séu of margir starfandi lögreglumenn. Því ef það er hægt að drita þeim niður út um allt til að sinna verki sem myndavélar geta gert, þá er verið að sólunda fé í of marga lögreglumenn.


mbl.is 20 stoppaðir í hraðakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér Heimir að það virðist sem umferðaröryggið sé ekki aðalatriðið hjá lögreglunni. Þessar ,,veiðar" hjá þeim þar sem þeir liggja í leyni á bak við brúarstólpa eða í lautum eingöngu með stöðuljósin á minna meira á rannsóknir heldur en almenna löggæslu. Ef þeir mundu í staðinn stilla sér upp á áberandi stöðum þá mundi það hafa raunveruleg áhrif til að draga úr hraðakstri. En þá ná þeir ekki bráð og fá engin verðlaun.

Erlendur Geirdal (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 11:23

2 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Sæll Eddi, Þetta er bara nákvæmlega svona. Svo virðast menn ekki þora að tala um þetta. Ég er ekki á móti umferðaröryggi þó mér lýtist ekkert  á aðferðir stjórnvalda. Ég er meira að segja mjög hlynntur umferðaröryggi og hef miklar skoðanir á því hvernig eigi að huga að þeim.

Heimir Hilmarsson, 9.7.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband