Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Maður eða mús?
7.5.2010 | 09:35
Hefur frest til hádegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar skyldi Ísland vera á "vísitölu barna" ?
3.5.2010 | 23:43
Það kemur mér ekki á óvart að Ísland, "mekka femínistmans" skuli vera á topplista "vísitölu mæðra". Ég taldi jafnvel að Ísland væri í efsta sæti.
Við hljótum að fagna því öll sem eitt að svo vel sé búið að mæðrum hér á landi að við trónum í topp þremur á heimsvísu.
Nú getum við farið að snúa okkur að því að ná þessum árangri með aðra hópa. Nærtækast væri að huga að foreldrum almennt óháð kyni þar sem við þykjumst jú hafa jafnrétti í öndvegi.
Væri það ekki flott að geta sagt að Ísland væri þriðja besta land í heimi fyrir feður? Svo vel væri búið að íslenskum feðrum að við sköruðum fram úr nánast öllum þjóðum heims!
Það væri vissulega kærkomin viðbót við þann góða árangur í aðbúnaði mæðra.
Ég tala nú ekki um ef við settum nú börnin í forgang. Það væri alger snilld. Hvernig væri ef við reyndum að gera Ísland eitt besta og sanngjarnasta landið í heimi gagnvart börnum?
Við yrðum að hætta að einblína á mæður og fara að hugsa um börnin okkar og hvað þeim er fyrir bestu. Vissulega blandast bæði mæður og feður inn í þann pakka því hvert barn þarf á föður og móður að halda.
Fimmtán ára gömul móðir í Hafnarfirði sótti um aðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ handa barninu sínu. Hún fékk neitun vegna þess að móðirin var ekki nógu gömul. Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi þegar barn fær ekki aðstoð af því móðirin er ekki nógu gömul? Snýst aðstoð til barna þá eingöngu um mæður? Og þá eingöngu mæður sem komnar eru af barnsaldri? Hafa börn engan rétt?
Á meðan Ísland gerir ráð fyrir því að nægilegt sé að huga að hagsmunum mæðra til að vernda börnin okkar, þá erum við ekki að standa okkur gagnvart börnunum.
Stjórnvöld gera ráð fyrir því að börnin njóti þess sjálfkrafa sé vel gert við móðurina. Vissulega er það í mörgum tilvikum þannig. Alveg eins og í mörgum tilvikum myndu börnin njóta þess ef vel er gert við föður þeirra. Kerfið hefur þó ekki áttað sig á því og ekki talið þörf á að gera vel við feður.
Ég tel fulla þörf á því að setja börn fram fyrir mæður í íslensku velferðarkerfi og að gera öllum foreldrum jafnt til höfuðs óháð kyni.
Gott að vera móðir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eru þeir þá -níðingar?
29.4.2010 | 13:09
Eða hvað?
Hvað er að vera níðingur?
Á snara.is má finna helling um níðingsskap svo sem
níðingur no kk
níðings-
níðings-háttur
níðings-skapur
níðings-verk
níðings-legur
-níðingur
guð-níðingur
trú(ar)-níðingur
grið-níðingur
vald-níðingur
barna-níðingur
skepnu-níðingur
hesta-níðingur
fata-níðingur
níska
mat-níðingur
þjóð-níðingur
öku-níðingur
mann-níðingur
Hvaða níðingsverk gerir mann að [forskeyti]-níðingi ?
Verið að fremja níðingsverk í bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einn lífeyrissjóð!
29.4.2010 | 00:58
Er ekki kominn tími á að sameina lífeyrisréttindi landsmanna í einum lífeyrissjóði.
Fyrir það fyrsta þá er það alveg arfa vitlaus hugmynd að vera með 80 - 100 lífeyrissjóði í þessu fámenna landi til að tryggja okkur lífsviðurværi á efri árum.
Í annan stað þá er himin og haf á milli réttinda sem menn ávinna sér eftir því í hvaða sjóði þeir eru.
Í þriðja lagi eru allir landsmenn látnir borga fyrir sérstök lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna á meðan þeir sem eru í öðrum lífeyrissjóðum þurfa að taka á sig þvílíkar skerðingar vegna óráðsíu stjórnenda lífeyrissjóðanna.
Nú er rétta tækifærið, þegar fjölmargir lífeyrissjóðir hafa drullað upp á bak og troðið á réttindum umbjóðenda sinna, að leggja niður lífeyrissjóðskerfið í núverandi mynd og setja alla í lífeyrissjóð.
Menn eru stjörnuvitlausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eyjafjallajökull mótmælir IceSave!
15.4.2010 | 09:47
Hvað þarf til að fá Gordon Brown til að hætta að kássast upp á Íslendinga.
Láti hann ekki af hótunum núna, þá má búast við því að Katla taki við og það getur haft alvarlegar afleiðingar sbr. fyrri tíð.
Ég mæli með að Bretar láti okkur í friði og snúi sér að útrásarvíkingum sem jú flestir eru nágrannar Gordons í Bretlandi og peningarnir eru jú líka á Breskum reikningum að öllum líkindum.
Húrra fyrir Íslandi sem stendur með Íslendingum í IceSave málinu. :)
Öllu flugi um Lundúnir aflýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sorglegt
12.4.2010 | 22:10
Það er sannarlega sorglegt að ekki skuli vera hægt að finna þrjá einstaklinga sem hafnir eru yfir allan vafa um vanhæfi til að gera svo mikilvæga skýrslu.
Úr fréttinni:
"Sigríður Benediktsdóttir hljóti að vera vanhæf, enda lýsti hún áður en hún hóf nefndarstörf opinberlega þeirri skoðun sinna að orsakir falls bankanna hafi annars vegar verið græðgi og hins vegar sinnuleysi þeirra stofnana sem setja hafi átt reglur og tryggja fjármálalegan stöðugleika".
"Einnig hljóti Tryggvi Gunnarsson að vera vanhæfur, þar sem tengdadóttir hans starfar - og starfaði fyrir hrun - sem lögfræðingur í Fjármálaeftirlitinu, þar sem hún hafi verið lykilstarfsmaður og allt í öllu á mörgum sviðum."
Ég þekki ekki lög um vanhæfi en í mínum huga er þetta fólk ekki hafið yfir vafa um vanhæfi og því réttmæt gagnrýni hjá Davíð. Davíð þekkir hins vegar lögin vel og kannski bara hefur hann rétt fyrir sér í þessu eins og mörgu sem hann hefur sagt síðastliðin ár.
Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ofsóknarsýki Össurar
12.4.2010 | 21:49
Átti ekki fyrirsögnin að vera "Vænisýki Össurar" ?
Ég bara spyr, er ekki búið að henda nógu miklu í Davíð þó ekki séu settar svona fáránlegar fyrirsagnir.
Fréttin fjallar um játningu Össurar á "paranoid" viðbrögðum sínum.
Valdarán Davíðs Oddssonar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Segir af sér en alltaf inni!
12.4.2010 | 19:26
Björgvin stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðir rétt barnanna
5.4.2010 | 21:52
Frábært hjá Madonnu, hún er að standa sig í hlutverki kjörforeldris með því að virða rétt barnanna til að þekkja uppruna sinn.
Vonandi taka hana aðrir til fyrirmyndar.
Madonna leggur hornstein að skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eina von okkar um réttlæti!
3.4.2010 | 20:22
Ég tel það vera okkar einu von að erlendir aðilar sæki til saka þá sem komu Íslandi á hausinn.
Íslensk stjórnvöld munu ekki gera það.
Rannsóknarskýrslan sem allir bíða eftir mun eingöngu vera pólitískt áróðursplagg.
Ekki gat ég skilið það öðruvísi hjá Jóhönnu og Steingrími J. í viðtali hjá Agli Helgasyni en að það færi alveg eftir því hvaða flokkar sætu í ríkisstjórn þegar skýrslan kæmi út hver niðurstaða skýrslunnar yrði.
Það segir mér að skýrslan mun ekki koma með neinn sannleika heldur aðeins pólítískan áróður.
Skýrslan mun þó varla ganga það langt að einhverjir sekir verði settir inn því eðli stjórnmála virðist vera fyrst og fremst að tryggja starfsöryggi stjórnmálamanna. Gangi þeir of nærri stórtækum fjárglæframönnum þá eru þeir að stofna starfsöryggi sínu í hættu.
Fögnum allri erlendri rannsókn sem verður gerð á íslensku bönkunum.
Velkominn Deutsche Bank!
Rannsaka Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |