Hvar er ábyrgð móðurinnar?

Ég vill nú byrja á því að hrósa skólastjóranum fyrir það að taka vel á móti þolandanum þegar hún leitaði til hans. Fyrir að bregðast rétt við þegar stúlkan leitaði aðstoðar án þess að geta borið upp erindið.

Ég vill líka hrósa stúlkunni sjálfri og vinkonu hennar fyrir það að leita aðstoðar því það eru virkilega erfið spor.

Svo vill ég segja það að dómurinn fyrir þennan hræðilega glæp er allt of vægur, þó erfitt sé að segja hversu þungur hann á að vera. Ef þyngsti dómur fyrir morð er 16 ár, þá mætti þessi maður fá 12 ára dóm. Ég er þó ekki að segja að þessi glæpur sé minni glæpur en morð, en tel þó að það séu meiri líkur á að fórnarlömb kynferðisofbeldis lifi af ef refsingin fyrir morð er meiri.

Héraðsdómur dæmdi 3.000.000 í skaðabætur í stað 5.000.000 sem saksóknari fór fram á. Ég skil ekki forsendurnar sem liggja þar að baki en sjálfum finnst mér 5.000.000 harla litlar skaðabætur í svo alvarlegu máli. Hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson töldu þessar skaðabætur of háar og lækkuðu þær niður í 2.500.000 þrátt fyrir andstöðu minnihluta dómsins þeirra Ingibjargar Benediktsdóttur og Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem töldu ekki ástæðu til að lækka niðurstöðu Héraðsdóms.

En svo að ábyrgð móðurinnar

Kynferðisofbeldið byrjaði þegar móðirin var á fæðingardeildinni 1998 og þegar móðirin er spurð um hvort hún hafi orðið vör við einhverjar breytingar á brotaþola, þá stemmir það við tímann þegar misnotkunin hófst.

"Aðspurð um það hvort hún hafi orðið vör við einhverjar breytingar hjá brotaþola, kvaðst hún hafa orðið vör við breytingar þegar hún var sex ára en þá hefði hún farið á fæðingardeildina og hefði kennari þá sagt sér að hátterni brotaþola hefði breyst og kvartað hefði verið undan henni."

Látum kyrrt liggja að móðirin greip ekki til aðgerða á þessum tímapunkti, kannski taldi hún ástæður ekki nægilega miklar eða var ekki nægilega viss til að aðhafast.

Í framburði móðurinnar kemur fram að árið 2004 þegar móðurinni var nóg boðið með óviðeigandi samskipti stjúpföður við barnið, sem þá var 11 ára, þá hætti hún að sofa hjá manni sínum og svaf hjá yngri stelpunum en leyfði stjúpföðurnum að sofa með misnotuðu dótturinni í hjónaherberginu.

"Skýrði hún frá því að hún hefði borið á ákærða að samband hans og brotaþola væri óeðlilegt og í framhaldi af því hefðu hún og ákærði ekki deilt rúmi saman."

"Aðspurð um smokkaeign ákærða, kvaðst hún hafa komist að því í byrjun árs 2007 að hann ætti smokka en þá hefðu þau haft samfarir í tvö skipti."

Fram kemur í dómnum að þessi aðgerð móðurinnar jók mjög á möguleika ofbeldismannsins til að koma fram vilja sínum gagnvart dóttur konunnar.

„Sú staðreynd að móðir brotaþola deildi ekki herbergi með ákærða frá því að brotaþoli var um tíu eða ellefu ára gömul eykur enn á líkurnar fyrir því að ákærði hafi átt möguleika á að misnota brotaþola þó svo að það eitt og sér sé ekki næg sönnun.“

Í dómnum er talað um að maðurinn hafi brotið gegn barni sem honum var treyst fyrir. Hver treysti honum fyrir barninu? Móðirin ein og sér ber ábyrgð á því að þessum manni var falin forsjá á barninu. Barnið hafði ekkert um það að segja.

„Hefur hann með háttsemi sinni brotið mjög alvarlega gegn ungu barni sem honum var treyst og trúað fyrir í mörg ár og með þeim afleiðingum að hann hefur rúið barnið æsku sinni og þeim möguleika að lifa eðlilegu lífi í sátt við sjálfa sig, aðra og umhverfi.“

Einnig er fjallað um griðastaðinn heimili í dómnum og þá vernd sem börn eiga að njóta þar. Ákærði var stjúpforeldri með forsjá afleidda af forsjá móður barnsins. Móðirin í þessu máli ber fyrst og fremst ábyrgðina á skjóli og vernd til handa barninu á heimili sínu. Ekki síst vegna þess að hún hefur ein um það að segja hvort þessi maður fari með forsjá á barninu, eða á annan hátt fái að koma nálægt umönnun barnsins.

„Þá braut ákærði á brotaþola á heimili hennar þar sem hún átti að eiga öruggt skjól og vernd fyrir slíkri misnotkun.“

Barnavernd?
Að mínu mati hefur móðirin í þessu máli sýnt fádæma vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit á barni og væntanlega algerlega óhæf til að tryggja börnum sínum þá vernd sem þau þurfa að búa við.

Barnaverndaryfirvöld í viðkomandi sveitarfélagi vita væntanlega af þessu máli og ber skylda til að aðhafast í málinu.

Hvar er faðir stúlkunnar?

Hvergi í dómnum er minnst á föður stúlkunnar. Miðað við umfjöllun fyrir dómstólum, fjölmiðlum og annarsstaðar þá hlýtur stúlkan að vera eingetin. Enda sé hann forsjárlaus þá er hann ekki aðili máls og fær ekki meiri upplýsingar en ég og þú sem þekkjum ekkert til.

Ef einhver sem les þetta þekkir föður stúlkunnar þá vill ég hvetja hann til að koma fram og vera til staðar fyrir börnin sín. Réttur hans er lítill en hann getur þó látið í sér heyra og farið fram á rétt til að vernda börnin sín.

Dómur hæstaréttar
Á sama tíma og ég undrast það hversu nákvæmar lýsingar eru gerðar opinberar í slíku máli á vefsíðu Hæstaréttar, þá hvet ég ykkur til að lesa dóminn og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um slíka dóma.

Dómur Hæstaréttar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5876

 
mbl.is 8 ár fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Þakka þarfan pistil!

Móðirin virðist sek um að hafa vitað um athæfið án þess að kæra það. - Með því sýndi hún fullkomna vanhæfni  og braut landslög.

Hæstaréttardómurum þykir of mikið, að bætur til stúlkunnar nái tæpum 3 mánaða launum þeirra sjálfra. Ja svei!

Hlédís, 29.5.2009 kl. 12:22

2 Smámynd: Ruth

Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig Dómarar Hæstaréttar vinna......

Ég tek svo sannarlega undir orð þín varðandi smáatriðin í verknaðarlýsingu dómsins og lýsingu læknisins.

Þetta er ónauðsynlegt og tillitslaust gagnvart stúlkunni svo og öllum þeim sem hafa hugrekki til að kæra kynferðisbrot.

Hér er áskorun á Dómstólaráð að afmá berorðar verknaðarlýsingar úr vefbirtingu kynferðisbrotadóma

http://apps.facebook.com/causes/215929?m=6d54c0aa&recruiter_id=19307392

Þakka þér fyrir að láta þig það varða

Ruth, 29.5.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband