Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er brotið á börnum sem koma við tæknifrjóvgun?

Svo ég tali nú aðeins um tæknifrjóvgun í þessu bloggi um fæðingarorlof, þá eru nú fleiri þættir en fæðingarorlof sem þarf að huga að þar.

Þegar einstæð kona fer í tæknifrjóvgun og eignast föðurlaust barn, þá fær barnið:

1. Helmingi minni fjölskyldu, þ.e. engin föðurfjölskylda.

2. Helmingi minni lífslíkur foreldris, þ.e. tveir foreldrar hafa meiri lífslíkur en eitt foreldri.

3. Helmingi færri foreldra til að leita til í uppvexti sínum.

4. Enga vitneskju um hvort tilvonandi elskendur eru systkini þeirra eða náskyld. t.d. nýlegt dæmi um að tvíburar urðu ástfangin af hvort öðru án þess að vita af skyldleika sínum. (Kannski ættu þeir sem lögleiddu þessa tæknifrjóvgun að láta afnema lög um sifjaspjöll þar sem útilokað er að henda reiður á slíkt eftir lögin um tæknifrjóvgun)

5. Vitneskja um óþekkt ættartengsl, þ.e. börnin vita að þau eiga fjölskyldu sem þau munu aldrei geta haft samband við. (Fjöldi uppkominna barna leita uppruna síns um allan heim)

6. Sex mánuðir í stað níu í fæðingarorlof.

Kvennréttindahreyfingar hafa ákveðið að gera fæðingarorlofsmálið í þessu dæmi að aðalmálinu og því eina sem verði að takast á við.


Virðum rétt barnsins

Ég fagna því að ekki fleiri en 300 sæðisgjafar finnis í Bretlandi, þetta samsvarar því að 1,6 á Íslandi gefi sæði.

Hvar er siðferðið á bakvið sæðisgjöf?

Um hvern er verið að hugsa?

Er ekki réttur konunnar til að eignast barn með sæðisgjöf að brjóta rétt barnsins til að þekkja uppruna sinn?

Hver er pabbi?  Hver eru systkini mín? o.s.frv.

Bara fyrir stuttu síðan voru tvíburar að ganga í hjónaband sem ekki vissu af skyldleika sínum.  Það var að vísu ekki sæðisgjöf því þar var sama mamman og sami pabbinn, en þau vissu ekki af hvort öðru og urðu ástfangin.

Eitt svona dæmi er of mikið.  Börn sæðisgjafa meiga leita uppruna síns eftir 18 ára aldur, flest eru byrjuð að fella hug til hins kynsins og sofa hjá fyrir þann aldur.

Börn sæðisgjafa eru svipt helmingi fjölskyldu sinnar til 18 ára aldurs og ná aldrei þeirri tengingu við þá fjölskyldu sem þau eiga rétt á þó þau finni hana eftir þennan tíma.

Virðum rétt barnsins og stöðvum foreldrasviptingu.


mbl.is Sæðisgjafa skortir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband