Hvar er ábyrgð móðurinnar?

Ég vill nú byrja á því að hrósa skólastjóranum fyrir það að taka vel á móti þolandanum þegar hún leitaði til hans. Fyrir að bregðast rétt við þegar stúlkan leitaði aðstoðar án þess að geta borið upp erindið.

Ég vill líka hrósa stúlkunni sjálfri og vinkonu hennar fyrir það að leita aðstoðar því það eru virkilega erfið spor.

Svo vill ég segja það að dómurinn fyrir þennan hræðilega glæp er allt of vægur, þó erfitt sé að segja hversu þungur hann á að vera. Ef þyngsti dómur fyrir morð er 16 ár, þá mætti þessi maður fá 12 ára dóm. Ég er þó ekki að segja að þessi glæpur sé minni glæpur en morð, en tel þó að það séu meiri líkur á að fórnarlömb kynferðisofbeldis lifi af ef refsingin fyrir morð er meiri.

Héraðsdómur dæmdi 3.000.000 í skaðabætur í stað 5.000.000 sem saksóknari fór fram á. Ég skil ekki forsendurnar sem liggja þar að baki en sjálfum finnst mér 5.000.000 harla litlar skaðabætur í svo alvarlegu máli. Hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson töldu þessar skaðabætur of háar og lækkuðu þær niður í 2.500.000 þrátt fyrir andstöðu minnihluta dómsins þeirra Ingibjargar Benediktsdóttur og Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem töldu ekki ástæðu til að lækka niðurstöðu Héraðsdóms.

En svo að ábyrgð móðurinnar

Kynferðisofbeldið byrjaði þegar móðirin var á fæðingardeildinni 1998 og þegar móðirin er spurð um hvort hún hafi orðið vör við einhverjar breytingar á brotaþola, þá stemmir það við tímann þegar misnotkunin hófst.

"Aðspurð um það hvort hún hafi orðið vör við einhverjar breytingar hjá brotaþola, kvaðst hún hafa orðið vör við breytingar þegar hún var sex ára en þá hefði hún farið á fæðingardeildina og hefði kennari þá sagt sér að hátterni brotaþola hefði breyst og kvartað hefði verið undan henni."

Látum kyrrt liggja að móðirin greip ekki til aðgerða á þessum tímapunkti, kannski taldi hún ástæður ekki nægilega miklar eða var ekki nægilega viss til að aðhafast.

Í framburði móðurinnar kemur fram að árið 2004 þegar móðurinni var nóg boðið með óviðeigandi samskipti stjúpföður við barnið, sem þá var 11 ára, þá hætti hún að sofa hjá manni sínum og svaf hjá yngri stelpunum en leyfði stjúpföðurnum að sofa með misnotuðu dótturinni í hjónaherberginu.

"Skýrði hún frá því að hún hefði borið á ákærða að samband hans og brotaþola væri óeðlilegt og í framhaldi af því hefðu hún og ákærði ekki deilt rúmi saman."

"Aðspurð um smokkaeign ákærða, kvaðst hún hafa komist að því í byrjun árs 2007 að hann ætti smokka en þá hefðu þau haft samfarir í tvö skipti."

Fram kemur í dómnum að þessi aðgerð móðurinnar jók mjög á möguleika ofbeldismannsins til að koma fram vilja sínum gagnvart dóttur konunnar.

„Sú staðreynd að móðir brotaþola deildi ekki herbergi með ákærða frá því að brotaþoli var um tíu eða ellefu ára gömul eykur enn á líkurnar fyrir því að ákærði hafi átt möguleika á að misnota brotaþola þó svo að það eitt og sér sé ekki næg sönnun.“

Í dómnum er talað um að maðurinn hafi brotið gegn barni sem honum var treyst fyrir. Hver treysti honum fyrir barninu? Móðirin ein og sér ber ábyrgð á því að þessum manni var falin forsjá á barninu. Barnið hafði ekkert um það að segja.

„Hefur hann með háttsemi sinni brotið mjög alvarlega gegn ungu barni sem honum var treyst og trúað fyrir í mörg ár og með þeim afleiðingum að hann hefur rúið barnið æsku sinni og þeim möguleika að lifa eðlilegu lífi í sátt við sjálfa sig, aðra og umhverfi.“

Einnig er fjallað um griðastaðinn heimili í dómnum og þá vernd sem börn eiga að njóta þar. Ákærði var stjúpforeldri með forsjá afleidda af forsjá móður barnsins. Móðirin í þessu máli ber fyrst og fremst ábyrgðina á skjóli og vernd til handa barninu á heimili sínu. Ekki síst vegna þess að hún hefur ein um það að segja hvort þessi maður fari með forsjá á barninu, eða á annan hátt fái að koma nálægt umönnun barnsins.

„Þá braut ákærði á brotaþola á heimili hennar þar sem hún átti að eiga öruggt skjól og vernd fyrir slíkri misnotkun.“

Barnavernd?
Að mínu mati hefur móðirin í þessu máli sýnt fádæma vanrækslu varðandi umsjón og eftirlit á barni og væntanlega algerlega óhæf til að tryggja börnum sínum þá vernd sem þau þurfa að búa við.

Barnaverndaryfirvöld í viðkomandi sveitarfélagi vita væntanlega af þessu máli og ber skylda til að aðhafast í málinu.

Hvar er faðir stúlkunnar?

Hvergi í dómnum er minnst á föður stúlkunnar. Miðað við umfjöllun fyrir dómstólum, fjölmiðlum og annarsstaðar þá hlýtur stúlkan að vera eingetin. Enda sé hann forsjárlaus þá er hann ekki aðili máls og fær ekki meiri upplýsingar en ég og þú sem þekkjum ekkert til.

Ef einhver sem les þetta þekkir föður stúlkunnar þá vill ég hvetja hann til að koma fram og vera til staðar fyrir börnin sín. Réttur hans er lítill en hann getur þó látið í sér heyra og farið fram á rétt til að vernda börnin sín.

Dómur hæstaréttar
Á sama tíma og ég undrast það hversu nákvæmar lýsingar eru gerðar opinberar í slíku máli á vefsíðu Hæstaréttar, þá hvet ég ykkur til að lesa dóminn og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um slíka dóma.

Dómur Hæstaréttar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5876

 
mbl.is 8 ár fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan selur þýfi og ágóðinn rennur til félagsstarfa þeirra

Af hverju selja þeir ekki tölvur, bíla og allt það þýfi sem þeir komast yfir. Þeir eru jú í aðstöðu til að sanka að sér hellings þýfi og gætu vel gert betur en að selja bara stolin reiðhjól.

Í fréttinni er talað um að aðeins tveir hafi vitað framleiðslunúmer hjóls sem saknað var. Mér finnst það harla mikil tilviljun að ég skuli þá vera annar þeirra, en svo hlýtur það þó að vera.

Áhugaleysi lögreglumannsins sem ég talaði við var algert en hann tók þó niður framleiðslunúmerið með semingi en taldi engar líkur á að hjólið fyndist.

Hvar er siðferði Lögreglumanna? Er ekki þeirra hlutverk að finna leiðir til að fækka glæpum í stað þess að taka þátt í þeim?

Hvernig væri að skrá framleiðslunúmer allra hjóla í gagnagrunn, gæti verið miðlægur gagnagrunnur fyrir allar verslanir.

Það væri þá auðvelt fyrir lögregluna að hringja í þann sem keypti hjólið um leið og þeir skrá það inn hjá sér.

Ég get tekið að mér þetta verk verði til mín leitað.


mbl.is Lögreglukórinn og stolnu hjólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisofbeldi kynbundið?

Þegar talað er um heimilisofbeldi er nánast undantekningarlaust verið að tala um fullorðinn karlmann sem geranda og aðalega konur en þó stundum börn sem þolendur.

Þessi frétt fjallar um unglingsstúlku sem skipuleggur og er tilbúin að borga mikla peninga fyrir það að fá móður sína tekna af lífi.

Hvað liggur hér að baki?

Hvað er í gangi þegar 16 ára barn vill drepa foreldri sitt?

Fréttin er stutt og segir ekki mikið. Það er ekki einu sinni fullskýrt í fréttinni að móðirin lifir.

Þegar heimilisofbeldi er í umræðunni þá er venjulega ábyrgðin öll á ofbeldismanninum og fórnarlambið stendur algerlega utan við málið en verður fyrir þessu ofbeldi eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Máltæki eins og „Sjaldan veldur einn þá tveir deila“ eru ekki vinsæl meðal þeirra sem helst „rannsaka“ umfang og afleiðingar ofbeldis en þær rannsóknir eru aðalega framkvæmdar með samtölum við konur sem leita til Kvennaathvarfa víða um heim. Þó er undantekning á þessu og það er helst þegar ofbeldismaðurinn er kona. Til dæmis ef kona drepur eiginmann sinn, þá er sagt „þegar konur drepa ofbeldismenn sína“ eða þegar móðir slær barn, þá er sagt „mæður of-aga stundum börn sín til að forðast gróft ofbeldi frá manni sínum“.

Þegar litið er á ofbeldi sem verk karlmanns á hendur konu eins og oft er gert, þá er skiljanlegt að fólk fái rörsýn á ofbeldisverkin og að þar sé hreinlega annað kynið vont og hitt kynið gott. Vonda kynið ber ábyrgðina á verkinu og góða kynið er fórnarlamb.

Ég sé þessa frétt fyrir mér ef tilræðið hefði beinst að föður stelpunnar en ekki móður hennar. Ég geri ráð fyrir að þá væri góð umfjöllun um ástæður stúlkunnar fyrir heiftinni gagnvart föður sínum. Ég ímynda mér að fréttin hefði þá frekar snúist að því hvað barn er að fá þungan dóm fyrir það að brjótast út úr ofríki föðursins með þessum dramatíska hætti.

Ég veit ekki hvað veldur því að 16 ára stúlka vill drepa móður sína. Það geta verið margar ástæður eða ekki. Ég tel þó fullvíst að móðir barnsins hefði átt að verða þess vör að ekki lék allt í lyndi þeirra á milli. Ég tel líka að þessi unga stúlka sem bjó yfir þessari miklu heift hefði átt að njóta verndar barnarverndaryfirvalda. Móðirin hefði átt að vera búin að tala við barnvernd um brotthvarf stelpunnar. Hvar var faðirinn í myndinni?

Það er verið að tala um að 16 barn fari í fimm ára fangelsi. Hver ætlar að tala fyrir þetta barn?

Við þurfum að opna augun fyrir því að ofbeldi er ekki kynbundið. Bæði kynin beita ofbeldi og eru beitt ofbeldi, börn bæði beita og eru beitt ofbeldi. Heimilisofbeldi er af ýmsum toga og allir fjölskyldumeðlimir geta verið gerendur, þolendur eða hvoru tveggja þó ber að gæta þess að fullorðna fólkið í fjölskyldunni ber ábyrgð á því sem gerist innan hennar og þegar börn beita ofbeldi þá ber fullorðnum að bregðast við og leita aðstoðar ef með þarf. Þegar ég tala um fullorðna þá meina ég konur líka, en umræðan snýst oftast um að ábyrgðin á ofbeldislausu fjölskyldulífi hvíli aðeins á karlmönnum fjölskyldunnar.

Ég vill hvetja fréttamann mbl.is til að ná í meiri upplýsingar um þessa frétt og segja okkur hvað kom fyrir þessa ungu stúlku og hvað verður um hana í fangelsinu.


mbl.is 16 ára skipulagði morð á móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðingarorlof feðra

Það hefur talsvert verið í umræðunni hvort gefa eigi einstæðum mæðrum möguleika á því að taka þá þrjá mánuði fæðingarorlofs sem nú eru bundnir feðrum. Þegar við veltum upp þessari spurningu ber okkur að hugleiða það, hverjar eru forsendur fæðingarorlofs í núverandi mynd? Það kemur fram í fæðingarorlofslögunum frá árinu 2000 að megin tilgangur laganna er tvíþættur: „Markmið laga þessara er að tryggja barni samvistir bæði við föður og móður. Þá er lögum þessum ætlað að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf".

Í dag er fæðingarorlofi þrískipt, þ.e. þrír mánuðir eru sérstaklega ætlaðir móður, þrír mánuðir eru sérstaklega ætlaðir föður og þrír mánuðir eru valfrjálsir þannig að foreldrar ráða því sjálfir hvort þeirra tekur orlofið eða þau geta skipt því á milli sín.

Það að einstæðar mæður geti tekið þessa þrjá mánuði föðursins til viðbótar við þá sex mánuði sem þær nú geta tekið er varla til þess fallið að uppfylla þessi tvö meginmarkmið fæðingarorlofslaganna.

Í skýrslu Ingólfs V. Gíslasonar „Fæðingar- og foreldraorlof á Íslandi: Þróun eftir lagasetninguna árið 2000" kemur fram að samkvæmt norrænni úttekt frá árinu 1998 verði eftirfarandi skilyrði að vera fyrir hendi til að feður nýti sér fæðingarorlof: 1. Sjálfstæður réttur, einnig varðandi greiðslur. 2. Tími bundinn föður sem er óframseljanlegur til móður. 3. Sveigjanleiki í orlofstöku. 4. Góðir möguleikar til töku orlofs eftir að barnið hefur náð sex mánaða aldri. 5. Háar greiðslur í orlofi.

Það er ánægjulegt að segja frá því að nýting feðra á fæðingarorlofi fór langt fram úr væntingum og hér á landi nýta feður sér að jafnaði alla sína þrjá mánuði og jafnvel aðeins rúmlega það.

Hins vegar er það áhyggjuefni hversu lágt hlutfall feðra sem ekki hafa lögheimili barns síns nýti sér sinn rétt á töku fæðingarorlofs. Þessir feður eiga það algerlega undir móður barnsins komið hvort þeir fái að taka orlof.

Árið 2004 fæddust 16,4% barna utan sambúðar og aðeins 12% þeirra nýttu sér fæðingarorlof samkvæmt skýrslu I.V.G. Þetta þýðir það að 88% feðra sem eignuðust barn utan sambúðar árið 2004 nýttu sér ekki þetta þriggja mánaða fæðingarorlof.

Það hlýtur að vekja upp spurningar þegar tölur sýna fram á það að fæðingarorlof feðra í sambúð er að fullu nýtt, en fæðingarorlof feðra sem ekki eru í sambúð er aðeins nýtt í 12% tilfella. Hafa feður í sambúð svona mikið meiri áhuga á börnum sínum en feður sem ekki búa með móðurinni? Eða getur verið að ástæðan sé einfaldlega sú að þeir hafi ekki kost á því að taka orlof? Feður þurfa leyfi móður til orlofstöku fari þeir ekki með forsjá barns og þegar barn fæðist utan sambúðar, þá fer móðirin ein með forsjá þess.

Nú krefst Félag einstæðra foreldra þess að fæðingarorlof feðra verði færanlegt til móður sem fer ein með forsjá barns og færa fram sem rök í því máli að einstæðir foreldrar fái aðeins sex mánuði á meðan sambúðarfólk fær níu mánuði í fæðingarorlof. Krafan um lengra fæðingarorlof er vel skiljanleg því kröfur um meiri réttindi verða alltaf til staðar og bara af því góða. En komist það til framkvæmda að sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs verði framseljanlegur til mæðra með þessu móti, þá er það stórt skref aftur til fortíðar. Sá árangur sem náðst hefur bæði á meiri þátttöku feðra í umönnun barna og ekki síður á jöfnun á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði yrði færður aftur til fyrra horfs. Grunnforsendum fæðingarorlofslaganna frá árinu 2000 væri kastað á glæ.

Í lokin vil ég hvetja þá feður sem ekki fara með forsjá barna sinna að láta í sér heyra og krefjast fæðingarorlofs. Það kemur börnunum betur og það jafnar stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

 


mbl.is Karlar axli ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er brotið á börnum sem koma við tæknifrjóvgun?

Svo ég tali nú aðeins um tæknifrjóvgun í þessu bloggi um fæðingarorlof, þá eru nú fleiri þættir en fæðingarorlof sem þarf að huga að þar.

Þegar einstæð kona fer í tæknifrjóvgun og eignast föðurlaust barn, þá fær barnið:

1. Helmingi minni fjölskyldu, þ.e. engin föðurfjölskylda.

2. Helmingi minni lífslíkur foreldris, þ.e. tveir foreldrar hafa meiri lífslíkur en eitt foreldri.

3. Helmingi færri foreldra til að leita til í uppvexti sínum.

4. Enga vitneskju um hvort tilvonandi elskendur eru systkini þeirra eða náskyld. t.d. nýlegt dæmi um að tvíburar urðu ástfangin af hvort öðru án þess að vita af skyldleika sínum. (Kannski ættu þeir sem lögleiddu þessa tæknifrjóvgun að láta afnema lög um sifjaspjöll þar sem útilokað er að henda reiður á slíkt eftir lögin um tæknifrjóvgun)

5. Vitneskja um óþekkt ættartengsl, þ.e. börnin vita að þau eiga fjölskyldu sem þau munu aldrei geta haft samband við. (Fjöldi uppkominna barna leita uppruna síns um allan heim)

6. Sex mánuðir í stað níu í fæðingarorlof.

Kvennréttindahreyfingar hafa ákveðið að gera fæðingarorlofsmálið í þessu dæmi að aðalmálinu og því eina sem verði að takast á við.


Loksins leyfilegt að gagnrýna jákvæða mismunun og kynjakvóta :)

Hingað til hefur það verið algert tabú að gagnrýna jákvæða mismunun og kynjakvóta. Þetta hefur verið verkfæri til að tryggja jafnrétti kynjanna og hafið yfir lýðræði.

Ég hef allaf verið andvígur kynjakvótum og fagna því þessari niðurstöðu í kosningu Framsóknarflokksins þar sem lýðræði er fótum troðið í nafni jafnréttis. Vopn kvennréttinda hreyfinga hafa snúist í höndum þeirra og vonandi átta þær sig á mistökum sínum.


mbl.is Siv efst í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómaraheimild í forsjármálum

Í 1.mgr. 3.gr. Barnasáttmálans er skýrt tekið fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar dómstólar sem og aðrir gera ráðstafanir sem varða börn.

Þegar dómari stendur frammi fyrir því að ítarleg úttekt sérfróðra manna segir að barninu sé fyrir bestu að vera áfram í sameiginlegri forsjá beggja foreldra, þá eru bönn fyrir því í íslenskum lögum að dómari geti dæmt á þann veg.

Af hverju þurfa íslendingar einir þjóða að banna dómurum að dæma í takt við barnasáttmálann og megin þema barnalaga sem er að dæma á þann veg sem barni er fyrir bestu?

Norðmenn hafa dæmt í sameiginlega forsjá síðan 1981, Finnar síðan 1983, Frakkar síðan 1988, Svíar síðan 1998 og Danir síðan 2007. Hvað þurfa Íslendingar að bíða lengi eftir þessari réttarbót?

Rökin fyrir heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá eru skýr, þar sem í dag liggur fyrir að þau réttindi sem sameiginlega forsjáin veitir umgengniforeldrinu halda ekki þar sem hægt er að “segja forsjánni upp” þegar á réttindin reynir, með höfðun forsjármáls. Fæst slík mál fara fyrir dómsstóla þar sem  lögheimilisforeldrið fær endurtekningarlítið fulla forsjá. Norðmenn segja: ..ósanngjarnt er að annað foreldrið fái eitt forsjána bara á þeim forsendum að það vilji ekki að hitt eigi hlutdeild í henni. Allar aðrar þjóðir hafa aðlagað sitt dómskerfið að þremur valmöguleikum við forsjá barns. Niðurstaða annara þjóða er nánast einsleit varðandi jákvæð réttaráhrif breytinganna þannig að málum hefur fækkað fyrir dómsstólum og sáttarvilji foreldra aukist.  Rökin sem hafa verið nefnd á móti breytingunni tengjast frávikamálum og þeim ótta að foreldrar sem vanrækja börnin, eiga við fíkniefnavanda að etja eða foreldrar sem beita börnin sín ofbeldi geti verið dæmd sameiginleg forsjá. Slíkur ótti ætti að vera ástæðulaus enda eigum við að treysta íslenska dómskerfinu til dæma hæfara foreldrinu forsjána í frávikamálum, enda er enginn valmöguleiki tekinn af dómurum með þessari breytingu.  Önnur rök eru þau að ekki skuli þvinga fram samstarf. Mikilvægt er að minna á að allir dómar í forsjár- og umgengnismálum eru í eðli sínu gegn vilja annars foreldrisins og flestir kalla þeir á einshverskonar samstarf. Allar aðrar þjóðir hafa farið þessa leið – síðast Danir þegar þeir ákváðu að dæma mætti m.a. umgengni við ömmu og afa gegn vilja lögheimilisforeldrisins. Þá tóku þeir hagsmuni barnsins fram yfir hagsmuni foreldranna, fylgja 3. gr. Barnasáttmálans.

Ingibjörg sýnir ábyrgð

Ég get ekki annað en verið ánægður með Ingibjörgu núna.  Hún ætlar að sýna ábyrgð og klára kjörtímabilið þrátt fyrir að erfið verkefni séu framundan.

Það er nauðsynlegra nú en nokkru sinni áður að samstaða og stilling ríki í stjórnun landsins.

Upphlaup og glundroði eru ekki til þess fallin að auka tiltrú annarra þjóða á að hér sé verið að taka á vandanum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðum rétt barnsins

Ég fagna því að ekki fleiri en 300 sæðisgjafar finnis í Bretlandi, þetta samsvarar því að 1,6 á Íslandi gefi sæði.

Hvar er siðferðið á bakvið sæðisgjöf?

Um hvern er verið að hugsa?

Er ekki réttur konunnar til að eignast barn með sæðisgjöf að brjóta rétt barnsins til að þekkja uppruna sinn?

Hver er pabbi?  Hver eru systkini mín? o.s.frv.

Bara fyrir stuttu síðan voru tvíburar að ganga í hjónaband sem ekki vissu af skyldleika sínum.  Það var að vísu ekki sæðisgjöf því þar var sama mamman og sami pabbinn, en þau vissu ekki af hvort öðru og urðu ástfangin.

Eitt svona dæmi er of mikið.  Börn sæðisgjafa meiga leita uppruna síns eftir 18 ára aldur, flest eru byrjuð að fella hug til hins kynsins og sofa hjá fyrir þann aldur.

Börn sæðisgjafa eru svipt helmingi fjölskyldu sinnar til 18 ára aldurs og ná aldrei þeirri tengingu við þá fjölskyldu sem þau eiga rétt á þó þau finni hana eftir þennan tíma.

Virðum rétt barnsins og stöðvum foreldrasviptingu.


mbl.is Sæðisgjafa skortir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar í dag bjarga engu, við þurfum að breyta kosningalögum fyrst.

Það kerfi sem notast er við til að velja inn menn á Alþingi er fyrst og fremst atvinnutryggingakerfi fyrir stjórnmálamenn.

Það er nánast útilokað fyrir kjósendur að koma óvinsælustu stjórnmálamönnunum út af þingi.

Ástæðan er sú að hver og einn stjórnmálamaður þarf aðeins að skapa sér vinsældir innan lítils hóps á litlu svæði til að komast inn á þing fyrir það kjördæmi.

Ef þjóðin vill alvöru lýðræði þá þurfum við að breyta þessu þannig að:

1. Ísland verði eitt kjördæmi.

2. Kjósendur velji ákveðin fjölda einstaklinga á kjörseðli í stað flokka eins og nú er.

3. Frambjóðendur bjóði sig fram í sínu nafni í stað flokks nafni, en eigi að síður lýsi sig fylgjandi ákveðinni flokksstefnu.

4. Á kjörseðli verði öllum frambjóðendum raðað í stafrófsröð þar sem fram kemur:
    Nafn og Flokksstefna.
    Ari Arason, S
    Bárður Bárðarson, V
    Jón Jónsson, D
    o.s.frv.

 

Í núverandi kerfi verða kjósendur að velja heilan flokk mann.  Þessir menn eru hins vegar ekki skuldbundnir til að starfa innan þess flokks sem þeir bjóða sig fram með.  Nokkur dæmi á síðustu árum sýna það að menn geta yfirgefið flokk sinn hvenær sem er en starfað áfram með einhvað útreiknað fylgi á bak við sig.  Þetta fylgi er hins vegar aðeins sýndar fylgi því kjósendur mega ekki velja einstaklinga.

Breytum reglunum áður en við kjósum. Kosningar í dag gefa okkur bara aðeins öðruvísi röðun á sömu mönnunum.


mbl.is Vaxandi krafa um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband