Lögreglan selur þýfi og ágóðinn rennur til félagsstarfa þeirra

Af hverju selja þeir ekki tölvur, bíla og allt það þýfi sem þeir komast yfir. Þeir eru jú í aðstöðu til að sanka að sér hellings þýfi og gætu vel gert betur en að selja bara stolin reiðhjól.

Í fréttinni er talað um að aðeins tveir hafi vitað framleiðslunúmer hjóls sem saknað var. Mér finnst það harla mikil tilviljun að ég skuli þá vera annar þeirra, en svo hlýtur það þó að vera.

Áhugaleysi lögreglumannsins sem ég talaði við var algert en hann tók þó niður framleiðslunúmerið með semingi en taldi engar líkur á að hjólið fyndist.

Hvar er siðferði Lögreglumanna? Er ekki þeirra hlutverk að finna leiðir til að fækka glæpum í stað þess að taka þátt í þeim?

Hvernig væri að skrá framleiðslunúmer allra hjóla í gagnagrunn, gæti verið miðlægur gagnagrunnur fyrir allar verslanir.

Það væri þá auðvelt fyrir lögregluna að hringja í þann sem keypti hjólið um leið og þeir skrá það inn hjá sér.

Ég get tekið að mér þetta verk verði til mín leitað.


mbl.is Lögreglukórinn og stolnu hjólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáir vitja hjólanna sinna enda er þetta sáralítið auglýst og mjög takmarkaður opnunartími í óskiladeildinni.Væri ekki hægt að ljósmynda hjólin og búa til  vefsíðu ? Það datt mér í hug en þín hugmynd Heimir er athygliverð .Reyndar væri það öfugur ávinningur fyrir lögregluna því meira sem þeir leggja sig fram við að koma hjólunum út, því minna kæmi í kassann.Hvatinn yrði því að koma annar staðar frá. Í raun ætti að snúa hvatanum við  að ábatinn ætti að miðast við að koma sem flestum hjólum til réttra eigenda.Ekki að hafa opið í hádeginu einu sinni í viku  í 2-3 klukkutíma.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband