Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Falskar ásakanir mun algengari en viðurkennt er
27.3.2013 | 10:39
Það er mjög svo ánægjulegt að sjá hvernig augu fólks eru að opnast fyrir fölskum játningum.
Þegar sakborningur er undir miklum þrýstingi eða beittur þvingunum eru líkur á að hann viðurkenni glæp sem hann framdi ekki til þess að losna undan þeirri áþján sem hann situr undir.
Eins má segja um falskar ásakanir. Mikill þrýstingur og erfiðar aðstæður geta orðið til þess að fólk ber fram falskar ásakanir til þess að komast í betri stöðu.
Fá mál reyna meira á foreldra en deilur um börn í kjölfar skilnaðar. Íslenskur löggjafi gerir þennan ágreining enn meira íþyngjandi en hann þarf að vera með því að setja foreldra í þá stöðu að annað foreldrið vinnur allt og hitt foreldrið tapar öllu. Þá hefur íslensk löggjöf einnig gefið foreldrum vopn til þess að nota í þessari hatrömmu baráttu. Vopnin eru ofbeldisásakanir.
Ef foreldri kemur með ofbeldis ásökun þá stendur það betur að vígi í forsjármáli. Því alvarlegri sem ofbeldisásökunin er, því meiri líkur á að vopnið virki.
Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ofbeldisásakanir eru í tísku í íslenskum forsjármálum eins og Jóhann Loftsson, sálfræðingur sem vinnur að þessum málum, sagði á ráðstefnu árið 2009.
Ásakanirnar byrja oft vægt en verða harðari og harðari og enda oft með kynferðisásökunum.
Við þurfum sérfræðinga eins og Gísla Guðjónsson til þess að skoða falskar ásakanir ekki síður en falskar játningar.
Falskar játningar mun algengari en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hefð fyrir spillingu á þingi.
26.3.2013 | 23:26
Hvað höfum við að gera með 63 menn á þingi ef formenn flokkana semja um niðurstöður mála á leynilegum fundum?
Ég vill fá fulltrúalýðræði þar sem 63 þingmenn greiða atkvæði um mál á opnum fundum. Burt með spillinguna.
Birgitta mátti ekki segja frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Litháar Danmerkur koma frá Kúbu norðursins
7.3.2013 | 16:33
Á Íslandi eru Litháar í meirihluta þeirra erlendu ríkisborgara sem sitja á Litla-hrauni og flestir vegna eiturlyfjamála.
Ísland hefur hefur skapað sér nafnið Kúba norðursins fyrir tilstuðlan útrásarvíkinga sem gengu hér um ránshendi og skyldu eftir fjárhagslega eyðimörk.
Íslendingar eru nú að skapa sér orðspor í Danmörku sem glæpamenn tengdir eiturlyfjum eins og Litháar hafa þurft að bera hér á Íslandi.
Það þarf ekki marga til. Það þurfti ekki marga útrásarvíkinga til þess að eyðileggja orðspor og fjárhag Íslands á alþjóðavísu. Það þurfti ekki marga íslenska matvælaframleiðendur til þess að eyðileggja orðspor Íslendinga í matvælaiðnaði og það þarf ekki marga Íslendinga til þess að eyðileggja orðspor okkar í Danmörku líkt og orðspor Litháa á Íslandi hefur verið eyðilagt hér heima.
Ætli sé ekki best að læra almennilega annað tungumál og þykjast vera t.d. Norðmaður.
Íslenskur hópur í lykilhlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Höfnum mannréttindabrotum í sjávarútvegi
1.3.2013 | 03:58
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir íslenska kvótakerfið brjóta í bága við 26. gr. alþjóðlegs samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
LÍÚ segir Íslendinga ekki bundna af áliti Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg mannréttindi ná þannig ekki til Íslendinga samkvæmt skilningi LÍÚ enda hafa aðilar LÍÚ verulega hagsmuni af því að viðhalda áður nefndum mannréttindabrotum.
Alla mína tíð hef ég aðhyllst grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Þau "Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Því miður þá hafa fjársterkir sérhagsmunaðilar snúið Sjálfstæðisflokknum í andhverfu sína í sjávarútvegsmálum. Þetta á svo sem ekki bara við um Sjálfstæðisflokkinn því Alþingi virðist gegnsýrt af áhrifum LÍÚ. En það er ljóst að framsal aflaheimilda og takmörkun einstklinga að sjávarútvegi er í beinni andstöðu við grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Stefna flokksins í þessum málum er líka í beinni andstöðu við grunngildi flokksins.
Fiskveiðistjórnunarkerfi, hvað er það? Þekkjum við muninn á fiskveiðistjórnun, kvótakerfi og framsali?
LÍÚ passar sig á að tala um að fiskveiðistjórnunarkerfið byggist á framsalinu, ef ekki er framsal, þá er engin fiskveiðistjórnun. Hvaða rugl er það?
Íslendingar hafa í marga áratugi haft fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er mun eldra en kvótakerfið og ennþá eldra en framsalið.
Kvótakerfið var fyrst sett í lög árið 1983 og tók gildi 1984 og hafði það mikil áhrif til góðs á til dæmis meðferð fiskjar á vertíðarbátum. Netabátar hættu að draga margra nátta trossur með dauðum fiski sem fór í skreið og fóru að vitja allra neta daglega og lönduðu fyrsta flokks afla sem fór í salt.
Vandamálið byrjaði hins vegar fyrir alvöru árið 1990 þegar framsalið var lögfest. Útgerðir gátu farið að braska með kvóta sín á milli með þeim afleiðingum að aflaheimildir færðust á stærstu útgerðirnar og þær minni liðu undir lok. Verð á aflaheimildum fór upp úr öllu valdi svo ómögulegt er fyrir nýja aðila að komast inn á markaðinn. Útgerðir skiptast á tegundum og láta sjómenn taka þátt í kostnaði jafnvel þó kostnaðurinn sé í sumum tilfellum aðeins sýndarkostnaður.
Aðilar LÍÚ eru þeir sem græða á framsalinu og verja það því með kjafti og klóm. Landanum er talið trú um að fiskistofnunum stafi hætta af krókaveiðum smábáta og að togveiðar stærstu togara hafi engin áhrif á lífríki sjávar.
Fyrir tíma framsalsins gat einstaklingur keypt sér handfærabát jafnvel án þess að eiga pening í startið. Með dugnaði var hægt að borga upp bátinn á þremur til fimm árum. Einstaklingar höfðu frelsi til atvinnu og gátu bjargað sér ef þeir höfðu til þess dug.
Eftir tíma framsalsins hefur þetta einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi verið tekið af Íslendingum. Útilokað er fyrir einstakling að hefja rekstur í sjávarútvegi með þessum hætti eða nokkrum öðrum hætti. Kostnaður við að hefja litla útgerð er næstum allur í aflaheimildum sem útilokað er að borga með því að veiða aflann. Reksturinn getur ekki greitt kostnaðinn. Fjármagnið verður að koma annarsstaðar frá.
Hvernig gátu þá þeir sem nú eiga kvótann eignast hann? Í fyrsta lagi þá var kvótanum fyrst úthlutað án endurgjalds. Í öðru lagi þá hafa margar útgerðir fengið háar upphæðir út úr bankakerfinu til kvótakaupa og bankarnir afskrifað lánin. Þegar mikið er notað af peningum sem framleiðsla stendur ekki undir þá er ljóst að eitthvað hrynur. Bankarnir hrundu. Ekki bara út af framsalinu í kvótakerfinu en þó var það hluti af vandamálinu. Hinn hlutinn af vandamálinu var eins uppbyggður, peningar teknir út til þess að borga ofurverð fyrir eitthvað sem aldrei myndi borgast til baka.
LÍÚ heldur á lofti hræðsluáróðri um að ef krókaveiðar verði gerðar frjálsar þá fari bara hver einasti Íslendingur á handfæri. Þannig verði "of fjárfesting" í greininni og fiskistofnarnir séu í hættu.
Þannig var þetta ekki þegar krókaveiðar voru frjálsar og þannig verður það ekki þó þær verði það aftur.
Handfæraveiðar eru hagkvæmasta veiðiaðferð sem Íslendingar hafa yfir að ráða. Mestur kostnaður við handfæraveiðar er launakostnaður sem svo rennur út í íslenskt hagkerfi. Viðgerðir á smábátum eru framkvæmdar á Íslandi og kostnaðurinn rennur út í íslenskt hagkerfi.
Samanborið við togaraútgerð þar sem togarar eru smíðaðir erlendis og þeim er viðhaldið erlendis, gríðarlegur olíukostnaður eru greiðslur til útlanda og svo mætti lengi telja.
Höfum togara fyrir utan 20 mílurnar og höfum krókaveiðar frjálsar innan 20 mílna.
Virðum mannréttindi.
Hótar að óska eftir synjun forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)