Falskar ásakanir mun algengari en viðurkennt er

Það er mjög svo ánægjulegt að sjá hvernig augu fólks eru að opnast fyrir fölskum játningum.

Þegar sakborningur er undir miklum þrýstingi eða beittur þvingunum eru líkur á að hann viðurkenni glæp sem hann framdi ekki til þess að losna undan þeirri áþján sem hann situr undir.

Eins má segja um falskar ásakanir. Mikill þrýstingur og erfiðar aðstæður geta orðið til þess að fólk ber fram falskar ásakanir til þess að komast í betri stöðu.

Fá mál reyna meira á foreldra en deilur um börn í kjölfar skilnaðar. Íslenskur löggjafi gerir þennan ágreining enn meira íþyngjandi en hann þarf að vera með því að setja foreldra í þá stöðu að annað foreldrið vinnur allt og hitt foreldrið tapar öllu. Þá hefur íslensk löggjöf einnig gefið foreldrum vopn til þess að nota í þessari hatrömmu baráttu. Vopnin eru ofbeldisásakanir.

Ef foreldri kemur með ofbeldis ásökun þá stendur það betur að vígi í forsjármáli. Því alvarlegri sem ofbeldisásökunin er, því meiri líkur á að vopnið virki.

Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ofbeldisásakanir eru í tísku í íslenskum forsjármálum eins og Jóhann Loftsson, sálfræðingur sem vinnur að þessum málum, sagði á ráðstefnu árið 2009.

Ásakanirnar byrja oft vægt en verða harðari og harðari og enda oft með kynferðisásökunum.

Við þurfum sérfræðinga eins og Gísla Guðjónsson til þess að skoða falskar ásakanir ekki síður en falskar játningar.


mbl.is Falskar játningar mun algengari en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband