Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Ég tel svona 0,001% líkur á að forsetinn hlusti á þjóðina
31.12.2009 | 00:00
Ef forsetinn skrifar undir þetta frumvarp er hann að gera orð sín að engu þegar hann skrifaði ekki undir fjölmiðlafrumvarpið.
Hann er þá ekki forseti þjóðarinnar heldur aðeins forseti útrásarvíkinga.
Yfir 42 þúsund skorað á forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fjölmiðlar meðsekir
30.12.2009 | 23:54
Þegar sjálfstæðisflokkurinn var við völd þá voru fjölmiðlar fljótir að koma með æsifréttir af fjölda mótmælenda um leið og tveir menn komu saman til að mótmæla ríkisstjórninni.
Nú heyrðist mjög greinilega í mótmælendum fyrir utan Alþingishúsið á meðan á atkvæðagreiðslu stóð en ég hef ekki séð neinn fjölmiðil fjalla um þessi mótmæli.
Fjórða valdið er því að greiða atkvæði með ríkisábyrgð á sukki Björgúlfsfeðga með því að þegja um mótmælin.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VG dýrasti stjórnmálaflokkur Íslandssögunnar?
30.12.2009 | 11:56
"Ásmundur Einar Daðason mun að öllum líkindum styðja Icesave frumvarpið til að koma í veg fyrir sundrungu innan flokksins ..."
Þetta hlýtur að vera langstærsti reikningur sem skrifað er uppá til að bjarga stjórnmálahreyfingu.
Eru Vinstri grænir svo verðmætir að við megum setja okkur, börnin okkar og barnabörn í skuldafangelsi og fátækt til frambúðar svo VG klofni ekki?
Er einhver sem trúir því að IceSave skuldbindingin dugi til að halda þessum sundurleita hópi saman?
Átök innan Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Konur gerendur í heimilisofbeldi
26.12.2009 | 12:51
Á Íslandi er heimilisofbeldi skilgreint í daglegu tali sem ofbeldi þar sem gerandinn er karlmaður og þolandinn er kona og börn eru áhorfendur og verða þar af leiðandi fyrir andlegu ofbeldi.
Mikið er hamrað á því í umræðu hér á landi að um kynbundið ofbeldi er að ræða þar sem gerendur eru eingöngu karlmenn.
Hættuleg umræða að mínu mati sem gerir það eitt að slá ryki í augun á fólki þannig að það loki augunum fyrir ofbeldi þar sem gerandinn er ekki karlmaður.
Þarna er móðir að missa forsjá á dóttur sinni vegna heimilisofbeldis. Engin karlmaður í spilinu. Pabbinn er dáinn en móðirin beitir barnið ofbeldi.
Gæti svona mál komið upp á Íslandi?
Það er afskaplega hæpið. Í fyrsta lagi er það ekki viðurkennt hérlendis að konur geti beitt ofbeldi. Í öðrulagi er það þannig að ef kona misþyrmir einhverjum þá er það ekki henni að kenna, heldur er einhver karlmaður sem hefur fengið hana til að gera það eða þá að einhver karlmaður hefur verið svo vondur við hana að það bara brýst út með þessum óheppilega hætti og því þarf sú kona aðstoð fyrst og fremst.
Á Íslandi er ekki talið barni fyrir bestu að vernda það gegn ofbeldisfullum mæðrum enda ekki gert ráð fyrir að þær séu yfirleitt til. Almennt viðhorf í dómskerfi Íslands er að börn þurfa mest á móður sínum að halda hvernig svo sem þær haga sér.
Hefjum ofbeldisumræðuna upp fyrir kynjastríðið og tökum á ofbeldi almennt. Mótmælum öllu ofbeldi og höfum opin huga fyrir því að fólk getur beitt ofbeldi óháð kyni.
Heimilisofbeldi hjá Love? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Konur ósakhæfar á meðan karlmenn eru sakhæfir?
21.12.2009 | 23:11
Ég þekki ekki til þessa máls en einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að konur séu frekar taldar ósakhæfar en karlmenn.
Er þetta rétt? Og þá hvers vegna? Er samúðin svona mikil með kvenkyns afbrotamönnum að menn hafa það ekki í sér að telja þær ábyrgar gjörða sinna?
Hvað verður þá um réttindi barna þegar kvennkyns ofbeldismenn eru oftast ósakhæfir?
Ég held það sé verðugt athugunarefni að kanna hlutfall á sakhæfi afbrotamanna í alvarlegum ofbeldisglæpum eftir kyni. Kanna hvort það sé fótur fyrir þvi að konur séu frekar taldar ósakhæfar og karlmenn frekar til þess fallnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Kona sem stakk barn ekki sakhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú fáum við að vita það
10.12.2009 | 18:41
Var það vegna vilja þjóðarinnar sem forsetinn skrifaði ekki undir fjölmiðlafrumvarpið eða var það gert fyrir Jón Ásgeir?
Ef það var vegna undirskriftanna en ekki prívat fyrir Nonna litla, þá mun hann heldur ekki skrifa undir IceSave.
Skrifi hann undir IceSave þá bendir allt til þess að hann hafi verið að hygla vini sínum en ekki þjóðinni þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Eða það held ég.
Skýr vilji þjóðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Gunnar Hrafn hæfur sáttasemjari eftir þessa "heimatilbúnu sprengju"?
7.12.2009 | 22:30
Það er sennilega lítill vandi að gúggla í heimildarritgerð og fá þá niðurstöðu sem maður vill. Ekki er að sjá annað en að Gunnar Hrafn Birgisson hafi verið duglegur á Google við heimildavinnu sína í það sem hann kallar Foreldrafirringar heilkennið í forsjár og umgengnisdeilum, þekking eða blekking? Sem er nokkurn vegin íslenskun á titli greinar Stephanie J. Dallam frá 1999. Gunnar gefur því engan séns í ritgerð sinni að um einhverja þekkingu hafi verið að ræða en beitir öllum ráðum, þar með talið blekkingum og lygum til að koma sinni skoðun á framfæri.
Í ljósi þess að grein Gunnars er ritrýnd og samkvæmt ritrýnireglum má t.d. ekki nota Wikipedia sem heimild væntanlega vegna óáreiðanleika, þá finnst mér stinga í stúf heimild úr eyðimörkinni, eða frá litlu hugbúnaðarfyrirtæki.
Heimildin sem Gunnar Hrafn virðist nota mikið er http://www.omsys.com/mmcd/courtrev.htm
Omsys er hugbúnaðarfyrirtæki sem virðist selja eina vöru sem breytir FrameMaker skjölum yfir á online help format, Word skjöl og eitthvað fleira. Þessi grein á síðu þessa fyrirtækis stingur mjög í stúf við starfsemi fyrirtækisins.
Sú sem skrifar greinina heitir eftir því sem ég kemst næst Merrilyn McDonald og á að vera félagsráðgjafi sem sérhæfir sig í kynlífsráðgjöf fyrir pör. http://www.liveperson.com/merrilyn-mcdonald/
Ég fann ekki mikið um hana en hún hefur verið búin til á nokkrum stöðum, t.d. facebook.com, linkedin.com, digg.com og nú nýlega á liveperson.com sem er eina síðan sem segir eitthvað um hana. Þar á að vera hægt að ná beinu sambandi við hana þegar hún er online en senda henni póst þegar hún er ekki við. Ég prófaði email en fékk ekki að senda henni email heldur þessa meldingu This Expert is currently unavailable . Please try contacting another Expert .
Ég fletti henni upp og hringdi í hana http://www.healthgrades.com/health-professionals-directory/Merrilyn-Mcdonald-LCSW-3192A216/office-locations en þetta númer er ótengt.
Heimildir sem Gunnar vísar í úr þessari grein:
Merrilyn McDonald | Gunnar Hrafn Birgisson |
Greinin sjálf | Heimild 17 |
Heimild 1 | Heimild 18 |
Heimild 2 | Heimild 21 |
Heimild 14 | Heimild 24 |
Heimild 17 | Heimild 19 |
Heimild 29 | Heimild 22 |
Heimild 30 | Heimildir 17 og 23 |
Heimild 38 | Heimild 26 úr greininni en tilvísun Gunnars út í bláinn |
Heimild 42 | Heimildir 10 og 16 |
Gunnar segir PAS á eingöngu við í málum þar sem uppi eru ósannar ásakanir um kynferðisbrot foreldris á barni sínu.10
Heimildin vísar í grein Gardners sem heitir True and False Accusations of Sexual Abuse þannig að titillinn segir okkur að hann er að tala um ásakanir um kynferðisbrot en ekki PAS.
Það sem vitnað er í er: My final position on this matter is this: a pedophile is the name given to a person whom the judge and/or jury decides they want to put away. ... It is of interest that of all the ancient peoples it may very well be that the Jews were the only ones who were punitive toward pedophiles. ... Early Christian proscriptions against pedophilia appear to have been derived from earlier teachings of the Jews, and our present overreaction to pedophilia represents an exaggeration of Judeo-Christian principles and is a significant factor operative in Western societys atypicality with regard to such activities.
Ég rak augun í greinina "Heiðarleiki er höfuðatriði" á mbl.is þar sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 5.okt.2001. Ég hef eftir honum góða setningu sem ég tel að allir fræðimenn ættu að hugleiða og Gunnar Hrafn ekki undanskilinn. Hann sagði: "Ef ég hagræði niðurstöðum einu sinni er ég búinn að vera sem fræðimaður". Hann vísaði í að niðurstöður væru oft pantaðar hjá sálfræðingum og það væri til skaða fyrir greinina þegar slík vinna væri viðhöfð. Hann var að tala um sakamál og ég hef enga ástæðu til þess að halda að þetta sé öðruvísi í forsjármálum.
Ég tel fulla ástæðu til þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvort sálfræðingar hafi í einhverjum tilfellum hagrætt niðurstöðum í forsjármálum. Ég tel einnig að þeir sálfræðingar sem hafa verið áminntir fyrir slík vinnubrögð eigi ekki að koma að slíkum málum.
Varðandi það að konur segi aldrei ósatt fyrir rétti þá er hér ein grein þar sem samkynhneigðar konur standa í forsjárdeilum eftir skilnað og þær þræta báðar fyrir að vera samkynhneigðar.
Ég skil ekki hvað vakir fyrir Gunnari Hrafni með því að ráðast með þessum hætti gegn réttindum barna.
Ég skil ekki lögfræðitímaritið að birta slíka grein og kalla hana ritrýnda. Ég tel þessa grein gera lítið úr ritrýndum íslenskum greinum og skora á fræðasamfélagið að mótmæla þessari grein harðlega.
Krefst endurskoðunar á verklagsreglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2010 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)