Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Hverjir eru sekir?
17.10.2009 | 12:16
Bankinn seldi völdum viðskiptavinum og starfsmönnum hluti í bankanum og lánaði sjálfur fyrir kaupverðinu.
Lánin voru öll með veði í hlutabréfunum sjálfum og hafa svo verið felld niður í kjölfar þess að bankarnir hrundu.
Þeir aðilar sem hjálpuðu bankanum við að svindla með þessum hætti á markaðnum fengu rausnarlega borgað fyrir verknaðinn. Sá aðili sem var tilbúinn að skrá á sig hlutafé fyrir milljarð króna fékk í sinn vasa tugi milljóna í arðgreiðslur á ári.
Þetta er svívirðilegt bankarán og auðvitað á að sækja alla til saka sem tóku þátt í ráninu. Bæði stjórnendur bankans og alla þá sem fengu skráð á sig hlutabréf gegn skuldaviðurkenningu við bankann með veði í bréfunum sjálfum. Þá á ég við ef lánið hefur ekki verið greitt upp af viðkomandi.
Þetta gætu verið 100 manns í tengslum við Kaupþing banka. Hvernig komum við þeim öllum í fangelsi.
Ég mæli með því að við skoðum leiðir með sjálfbær fangelsi. Fangar verði látnir skapa verðmæti á bak við lás og slá og borga þannig fyrir vist sína sjálfir.
Það er nóg til af húsnæði. Við höfum enga afsökun fyrir því að láta þessa glæpamenn ganga lausa.
Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atkvæðakaup?
9.10.2009 | 12:25
Ótrúlegt þegar menn koma fram með svona þvætting. Ef ríkisstjórnin gerir það sem þjóðin vill, þá eru það atkvæðakaup í neikvæðri merkingu?
Frjálsar strandveiðar eru ein hagkvæmasta leiðin fyrir Íslendinga til að sækja fisk. Útilokað er að ganga of harkalega á fiskistofnana á handfærum. Minnstur erlendur kostnaður er við handfæraveiðar. Mikið vinnuafl er notað við handfæraveiðar sem er sérstaklega gott á tímum atvinnuleysis. Frjálsar handfæraveiðar gefa fólki kost á að starfa sjálfstætt á tiltölulega einfaldan og góðan hátt.
Ég set hins vegar út á ríkisstjórnina fyrir það að ganga ekki nógu langt í þessum efnum. Í raun var ríkisstjórnin bara að þykjast.
Þeir ætla að innleysa kvótann á tuttugu árum. Ef við tökum mið af því að þetta er fyrsta vinstri ríkisstjórnin frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Hverjar eru þá líkurnar á því að þau sitji við völd næstu tuttugu árin til að geta klárað verk sitt?
Að leyfa strandveiðar hluta úr degi er náttúrulega bara brandari. Ef ríkisstjórnin væri að meina eitthvað með því að leyfa strandveiðar, þá mættu menn róa allan sólarhringinn. Ef menn vilja takmarka tímann, þá væri nær að takmarka hann við ákveðið margar klukkustundir í mánuði frekar en að vera með eitthvað átta til fimm dæmi.
VG þykist vilja afnema þetta rangláta kvótakerfi sem við búum við. Af hverju gera þeir það ekki?
Gróf atlaga ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Komið peningunum í notkun
1.10.2009 | 12:16
Nú er Borgarahreyfingin með engan mann á þingi að fá 25 milljónir á ári frá ríkinu vegna þeirra manna sem fóru inn á þing á þeirra vegum.
Ég legg til að Borgarahreyfingin bjóði góðgerðasamtökum að sækja um styrki til hreyfingarinnar og að peningunum verði komið í góð málefni.
Vilja utanþingsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |