Lögreglan selur þýfi

Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan komist upp með að selja þýfi með þessum hætti og enn óskiljanlegra að ágóðinn af þýfinu skuli renna til lögreglumannanna sjálfra.

Ágóðinn af sölu þýfisins rennur að því er mér skilst til helminga annars vegar í lögreglukórinn og hins vegar í starfsmannasjóð lögreglumanna.

Flestir sem átt hafa reiðhjól kannast við þjófnað á reiðhjólum. Ég leyfi mér að fullyrða það að reiðhjólaeigendur eru ekki að týna hjólunum sínum með þeim hætti að muna ekki hvar þeir settu þau. Reiðhjólum er fyrst og fremst stolið og þannig komast þau í hendurnar á lögreglumönnum.

Ég eins og margir aðrir hef orðið fyrir því að hjóli hafi verið stolið af heimilinu. Þremur hjólum hefur verið stolið frá okkur síðastliðinn sex ár. Ég hef leitað aðstoðar lögreglu við að finna hjólin en en viti menn það er meira en að segja það. Þrátt fyrir að nánast öll hjól eru merkt með raðnúmeri, þá er ekkert sem bendir til þess að lögreglan reyni að finna stolin hjól, jafnvel þó þau séu í geymslu lögreglunnar. Ég hef reynt að fá að leita að hjóli í geymslu lögreglunnar en án árangurs, þrátt fyrir að því sé haldið fram af lögreglu að fólki sé frjálst að leyta í geymslum þeirra af hjóli sínu.

Það er kominn tími á að lögreglan skilji sig með skírum hætti frá undirheimunum og finni leiðir til þess að koma þýfi til réttra eigenda í stað þess að selja það þýfi sem þeir komast yfir sjálfum sér til hagsbóta.


mbl.is Hundrað hjól boðin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband