Þráinn situr þá umboðslaus í þingflokki VG

Stundum finnst mér það fyndið en oftar sorglegt hvað stjórnmálamenn geta verið innilega ósamkvæmir sjálfum sér. Sennilega á þó VG metið í því þessum leik.

Hvernig geta flokksmenn VG tekið við Þránni Bertels sem sagði sig úr þingflokki Borgararhreyfingarinnar og sagt svo að þeir sem segi sig úr þingflokki VG sitji umboðslausir á þingi.

Vinnubrögð VG virðast fyrst og fremst fara eftir geðsveiflum þeirra, skoðanir og ákvarðanir byggðar eingöngu á tilfinningum sem stundum hafa ekkert að gera með raunveruleikann.

Tilfinningar eru góðar og að mínu mati nauðsynlegar til þess að taka réttar ákvarðanir, en rökhugsun verður að vera til staðar og ákvarðanir verða að vera byggðar fyrst og fremst á vitrænum rökum sem byggja á staðreyndum en ekki tilfinningum.

Nú eru VG með dómsmálaráðuneytið. Þeir hafa gefið út yfirlýsingu um að þeir vilji að fleiri verði dæmdir. Algerlega burt séð frá sekt eða sakleysi. VG virðist ekki hafa áhuga á því að vita um sekt eða sakleysi manna. Þeir vilja bara fleiri dæmda. Yfirlýsing byggð á tilfinningu einni saman og hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Yfirlýsingin í sjálfu sér vantraustsyfirlýsing á íslenska domstóla, saksóknara, dómkvadda matsmenn og dómara.

Ísland er eina landið í Evrópu sem ekki treystir dómstólum til þess að dæma í sameiginlega forsjá. Síðasti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði áherslu á að gefa dómurum þessa heimild enda ekki fordæmi um annað í öðrum löndum. Ragna Árnadóttir, vinsælasti dómsmálaráðherra Íslands, hélt inni þessari áherslu Björns Bjarnasonar.

Nú erum við með Dómsmálaráðherra VG og hans mat byggt á tilfinningunni einni saman virðist vera að ekki sé hægt að treysta íslenskum dómstólum. Dómaravaldið verði að vera í höndum "móður" því dómari og dómkvaddir matsmenn geti ekki með nokkru móti metið bestu hagsmuni barns.

Hvernig getum við setið upp með ráðherra sem vantreystir dómstólum svo algjörlega að hann telji dómsvaldið betur sett í höndum annars deilu aðilans.


mbl.is Atli situr ekki í umboði kjósenda VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þráinn býr við það andlega atgervi að teljast til fábjána.

corvus corax, 22.3.2011 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband