Eru konur að misnota kerfið?

Á árunum 2008 til 2010 fækkaði karlastörfum um 10.000 en kvennastörfum fækkaði um 1.300 á sama tíma.

Hávær krafa er nú um að kvennastörfum verði sérstaklega bjargað og mikið talað um hvað atvinnuleysi bitnar mikið á konum.

Hér eru nokkrar tölur frá Hagstofu Ísland:

Fækkun starfa 2008 til 2010: (hagstofa.is)
Karlastörf:  10.000
Kvennastörf:  1.300

Brottfluttir erlendis umfram aðfluttir 2008 til 2010: (hagstofa.is)
Karlar: 5.394
Konur:    431

Vinnuafl á Íslandi 2008 til 2010: (hagstofa.is)
Körlum fækkaði um: 5.400
Konum fjölgaði um: 2.200

Hvað geta þessar tölur sagt okkur?

Vinnuafl er samanlagður fjöldi þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá og þeirra sem eru í vinnu.

Þegar körlum í landinu fækkar um 5.394 þá fækkar karlmönnum á vinnumarkaði um sömu tölu sem gæti sagt okkur að þeir karlar sem búa á Íslandi eru á vinnumarkaði óháð atvinnustigi.
Þegar konum í landinu fækkar um 431 þá fjölgar konum á vinnumarkaði um 2.200 eða 2.631 fleiri en búast mætti við.

Atvinnulausum körlum fjölgar um 4.600 á þessum árum, 5.400 flytja úr landi = 10.000 eða sömu tölu og fækkun karlastarfa.
Atvinnulausum konum fjölgar um 3.600 á þessum árum, 400 flytja úr landi = 4.000 eða 2.700 meira en kvennastörfum fækkaði um.

Vel er hægt að álykta út frá þessum tölum að 2.700 konur sem nú eru á atvinnuleysisskrá hafi ekki viljað vera á vinnumarkaði þegar nóga vinnu var að fá. Kvennarannsóknir sýna einnig fram á að konur eru lengur atvinnulausar en karlar í kjölfar efnahagshrunsins en það getur bent til þess að margar konur á atvinnuleysisskrá séu alls ekki að leita sér að vinnu. Atvinnuleysi kvenna gæti því að stórum hluta til verið uppgert atvinnuleysi til viðbótar við raunverulegt atvinnuleysi.

Allar tölur hér að ofan eru teknar af vef Hagstofu Íslands www.hagstofa.is

Það getur einnig verið umhugsunarefni í þessu samhengi hvort kynbundinn munur á örorku skýrist með sama hætti en af 15.000 öryrkjum á Íslandi eru 9.000 konur á móti 6.000 körlum. Konur lifa lengur en karlar. Karlar vinna hættulegri vinnu en konur en konur eru 50% líklegri til þess að vera öryrki. Eða hvað? Eru kannski jafn miklar líkur á því að konur og karlar verði öryrkjar. Eru kannski 6.000 karlar og 6.000 konur öryrkjar í alvöru og 3.000 konur að misnota sér örorku? (fjöldi öryrkja eftir kyni finnst á tr.is, tölur eru námundaðar)

Hvernig sem þetta er þá er alveg þess virði að skoða þessi mál betur.

Ég vona að enginn taki því sem ég segi hér sem alhæfingu um að allar konur allir karlar eitthvað, því þannig er það ekki.

Fjöldi kvenna og karla eru í alvörunni atvinnulaus og það þarf að gera eitthvað í því fyrir bæði kynin. En ef það er einhver fótur fyrir því að fjöldi kvenna sé að misnota sér kerfið þá er það að eyðileggja fyrir öllum öðrum, konum og körlum.


mbl.is Kynjuð hagstjórn orðin tóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband