Heill forseta vorum

Ég er orðlaus! Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, á allan heiður skilinn fyrir hugrekki sitt að vísa frumvarpinu til þjóðarinnar.
mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Til hamingju Ísland! Við eigum alvöru forseta!

corvus corax, 5.1.2010 kl. 11:19

2 identicon

Heimir, þér hlýtur að líða smá kjánalega fyrir alla drulluna sem þú ert búinn að ausa yfir nýju hetjuna þína síðustu daga

Siggi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Mér líður ekki kjánalega, nema það flokkist undir kjánalegt að líða vel.

Ég hafði sem betur fer rangt fyrir mér og það er frábært.

Ég var ekki einn um að hafa rangt fyrir mér. Veðbankar veðjuðu á sama hátt og ég og margir fleiri.

Held líka að ég hafi ekki verið að drulla yfir neinn. Þeir sem gera það eru flestir nafnlausir eða þannig að þeir þekkjast ekki.

Heimir Hilmarsson, 5.1.2010 kl. 11:27

4 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Hornstrandir logdust af eftir strid, tegar ibuarnir uppgotvudu ad teir gatu fengid launada vinnu annarsstadar.

Tad verdur kannski hægt ad kaupa hus a islandi eftir nokkur ar og nota sem sumarhus.

Baldvin Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 11:32

5 identicon

Hvað heldur þú að stórt hlutfall þeirra sem munu kjósa um þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu muni nenna að kynna sér þetta ofan í kjölinn?

Mitt mat er að það hlutfall sé mjög lítið? Í ljósi þess leyfi ég mér að efast um að besta svarið fáist með því að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mín skoðun er sú að þetta tal um beint lýðræði og valdið til þjóðarinnar sé popúlismi af verstu sort. Þetta virkar voða fallegt í umræðu en ég held að þetta virki ekki jafn vel í framkvæmd. Ég vil frekar kjósa einstaklinga á þing, sem ég treysti til að kynna sér málin ofan í kjölinn og taki ákvarðanir út frá því.

Að lokum held ég að það sé ekki útséð með að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurning hvort ríkisstjórnin taki sér ekki hægri menn til fyrirmyndar og kippi lögunum bara til baka.

Siggi (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 11:48

6 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Þingmenn áttu að kynna sér þetta niður í kjölinn og taka svo afstöðu eftir sinni sannfæringu.

Það var ekki hægt að sjá að það væri gert. Engu líkara en að stjórnarliðum hafi verið hótað af forystunni til að taka ákvörðun flokksins en ekki samkvæmt sinni sannfæringu. Það er verra en þjóðaratkvæðagreiðsla jafnvel þó það séu ekki allir jafn upplýstir.

Bæði út frá ummælum talsmanna Indefense og samkvæmt ummælum forsetans þá má ætla það að einhverjir þingmenn sem greiddu frumvarpinu atkvæði sitt hafi einnig farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta segir mér að menn hafi ekki tekið sína afstöðu á þingi heldur farið að fyrirmælum að ofan. Kallað svo á hjálp til forsetans.

Sem betur fer er forsetinn meiri maður en þessir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn samvisku sinni.

Heimir Hilmarsson, 5.1.2010 kl. 11:59

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábært hjá Ólafi Ragnari Grímssyni.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband