Er forsetinn fyrirsjáanlegur?

Getur það verið að forsetinn sé löngu búinn að ákveða að skrifa undir frumvarpið?

Getur það verið að forsetinn hafi gefið ríkisstjórninni vilyrði fyrir undirskrift áður en málið fór fyrir þingið?

Getur verið að forsetinn sé tilbúinn að skrifa undir hvað sem er til að viðhalda þessari fyrstu vinstri ríkisstjórn frá stofnun lýðveldis?

Getur verið að forsetinn þóknist aðeins sínum pólitísku vinum?

Getur það verið að hugsanlegur fjöldi undirskrifta hjá Indefense hafi engin áhrif á afstöðu forsetans, að hann hefði skrifað undir hvort sem þær væru 30 þús, 60 þús eða 200 þús ?

Getur það verið að biðin eftir undirskrift sé eingöngu til þess fallin að kastljósi fjölmiðla víða um heim sé beint að persónunni í embætti forsetans til að kitla einhverja hégómagirnd?

Getur verið að ríkisstjórnin viti afstöðu forsetans en gefi honum aðeins kastljós tíma fyrir undirskrift?

Ég vona svo sannarlega að ekkert af þessu geti verið.

Þá mun ég lofa forseta vorn fyrir það hugrekki sem þarf til að standa með lýðræðinu og þjóð sinni á þessum erfiðu tímum.


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessu ólíkindamáli er það óskiljanlegt að einn maður geti búið sér til slíkann hroka að halda þjóð sinni í fimm daga gílsingu um ákvörðun sína. Gíslingu sem hann bjó til sjálfur með því að túlka stjórnarskrá landsins sér í hag. Sama hvað hann gerir, hann á að segja af sér strax.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 02:33

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Kannski hann hafi bara gleymt að skrifa undir?  Segja af sér hvað?  Fyrir hvað?  Hafðí að Erni og fleirrum líkar illa við hann?  Og Davíð hatar hann?

Ólafur!  Davíð hatar þig!  Segðu af þér!

Auðun Gíslason, 5.1.2010 kl. 03:34

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hilmar, svarið við öllum þessum er því miður já.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 03:51

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heimir, átti þetta að vera

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 03:51

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hann kemur til með að skrifa undir og verða þannig sjálfmeðvitað að "píslarvætti"  eigin hroka

Jón Snæbjörnsson, 5.1.2010 kl. 08:00

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er sorglegt ef þetta verður að stjórnarslitum ef svo fer þá verðum við að fá  þjóðstjórn flokksræðið gengur ekki.

Sigurður Haraldsson, 5.1.2010 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband