Hvar skyldi Ísland vera á "vísitölu barna" ?

Það kemur mér ekki á óvart að Ísland, "mekka femínistmans" skuli vera á topplista "vísitölu mæðra". Ég taldi jafnvel að Ísland væri í efsta sæti.

Við hljótum að fagna því öll sem eitt að svo vel sé búið að mæðrum hér á landi að við trónum í topp þremur á heimsvísu.

Nú getum við farið að snúa okkur að því að ná þessum árangri með aðra hópa. Nærtækast væri að huga að foreldrum almennt óháð kyni þar sem við þykjumst jú hafa jafnrétti í öndvegi.

Væri það ekki flott að geta sagt að Ísland væri þriðja besta land í heimi fyrir feður? Svo vel væri búið að íslenskum feðrum að við sköruðum fram úr nánast öllum þjóðum heims!

Það væri vissulega kærkomin viðbót við þann góða árangur í aðbúnaði mæðra.

Ég tala nú ekki um ef við settum nú börnin í forgang. Það væri alger snilld. Hvernig væri ef við reyndum að gera Ísland eitt besta og sanngjarnasta landið í heimi gagnvart börnum?

Við yrðum að hætta að einblína á mæður og fara að hugsa um börnin okkar og hvað þeim er fyrir bestu. Vissulega blandast bæði mæður og feður inn í þann pakka því hvert barn þarf á föður og móður að halda.

Fimmtán ára gömul móðir í Hafnarfirði sótti um aðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ handa barninu sínu. Hún fékk neitun vegna þess að móðirin var ekki nógu gömul. Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi þegar barn fær ekki aðstoð af því móðirin er ekki nógu gömul? Snýst aðstoð til barna þá eingöngu um mæður? Og þá eingöngu mæður sem komnar eru af barnsaldri? Hafa börn engan rétt?

Á meðan Ísland gerir ráð fyrir því að nægilegt sé að huga að hagsmunum mæðra til að vernda börnin okkar, þá erum við ekki að standa okkur gagnvart börnunum.

Stjórnvöld gera ráð fyrir því að börnin njóti þess sjálfkrafa sé vel gert við móðurina. Vissulega er það í mörgum tilvikum þannig. Alveg eins og í mörgum tilvikum myndu börnin njóta þess ef vel er gert við föður þeirra. Kerfið hefur þó ekki áttað sig á því og ekki talið þörf á að gera vel við feður.

Ég tel fulla þörf á því að setja börn fram fyrir mæður í íslensku velferðarkerfi og að gera öllum foreldrum jafnt til höfuðs óháð kyni.


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Foreldrar 2 stúlkna eru með um 22 miljóna skuldabagga vegna veikninda dætra sinna

Svarar þetta spurningu þinni?

hér er póstur frá móðurinni-

Oft hafa málin verið vonlítil en núna eru þau vonlaus. Síðustu  3 árin hefur íslenska heilbrigðiskerfið brugðist dætrum mínum alveg. Þrátt fyrir að ég sé afar þakklát fyrir þær aðgerðir sem íslenska ríkið hefur greitt höfum við foreldrarnir greitt ótrúlegar upphæðir til þess að þær aðgerðir væru hreinlega möguleiki. Vegna þess að ekki er hægt að hlusta og trúa því að læknanir við kennslu sjúkrahús Harvard Háskóla sé að hugsa um það sem börnunum er fyrir bestu hafa þær ekki fengið það sem þær þurfa til að lifa eðlilegu lífi.  Í dag er allur kostnaður vegna meðferðar þeirra á okkar herðum. Við höfum farið í fjölmiðlana en þrátt fyrir það höfum við ekki fengið neinar lausnir.  Núna sit ég hérna með yfir 4 milljónir í bakreikning frá sjúkrahúsinu vegna meðferðar sem Anika þurfti á að halda á meðan hún var í aðgerðum úti í Boston. Fengum ekki greidda dagpeninga nema part af tímunum. Fengum ekki greidda flugmiða út eða heim. Þurftum sjálf að greiða fyrir skoðanir hjá læknunum fyrir aðgerðina.

---------

ÞESS MÁ GETA AÐ FRAMLAG LÆKNA Á BARNASTPÍTALANUN AÐ UNDANFÖRNU HEFUR VERIÐ ÞAÐ AÐ KÆRA FORELDRANA TIL BARNAVERNDARNEFNDAR FYRIR AÐ VERA MEÐ SYSTURNAR Í MEÐFERÐ ÚTI - Á HARWARD SJÚKRAHÚSINU - SEM ÞESSIR SÖMU LÆKNAR VÍSUÐU ÞEIM Á Í UPPHAFI-

gott að vera móðir á Íslandi - er það?  ekki alltaf-

hér er heimasíða þeirra

www.systurnar.barnaland.is

ekki skoða bara forsíðuna

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.5.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Við yrðum að hætta að einblína á mæður og fara að hugsa um börnin okkar og hvað þeim er fyrir bestu".

Hvernig væri nú að þessar illa innrættu og sjálfselsku mæður létu af þeim ósið að ganga með börn og fæða ?

Að kaldhæðni slepptri þá er þessi pistill hér að ofan svo uppfullur af kvenhatri og rugli að hann dæmir sig sjálfur.

"Ég tel fulla þörf á því að setja börn fram fyrir mæður í íslensku velferðarkerfi og að gera öllum foreldrum jafnt til höfuðs óháð kyni."

Þegar illa er komið fram við mæður ungra barna, er sjálfkrafa verið að koma illa fram við börnin.

Er erfitt að skilja þetta ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.5.2010 kl. 01:09

3 identicon

"Við yrðum að hætta að einblína á mæður og fara að hugsa um börnin okkar og hvað þeim er fyrir bestu".

Er þetta pistill sem er uppfullur af kvenhatri og rugli? Er ekki einfaldlega verið að segja að réttara væri að horfa á hvort það sé gott að vera barn á íslandi? Það ku jú vera ákaflega gott að vera t.d faðir í Saudi Arabíu, já eða Tyrklandi.

Auðvitað snýst allt um börnin, en ekki mæður eða feður. Held að pistillinn sem Hildur Helga ákvað að skilja sem kvenhatur og rugl, sé einfaldlega að benda á að réttindi íslenskra barna eru frekar bágborin en hinn svokallaði "mæðraréttur" sé frekar settur fram fyrir í röðina.

 Hildur Helga er þó sammála því að verið sé að koma ílla fram við börn þegar aldur móður þess er ástæða fyrir mismunun.

Hún telur þó ekki að verið sé að koma ílla fram við börn, þegar réttindi íslenskra barna til feðra sinna eru fótumtroðin, þá snýst allt hjá henni sömuleiðis um réttindi mæðra.

Hildur Helga virðist semsagt telja að til sé eitthvað sem heiti mæðraréttur, og vill taka þann rétt fram fyrir t.d rétt barna. Það má því segja að Hildur Helga telji að réttindi mæðra eigi að ganga framar réttindum barna.

Ef fólk nennir að lesa pistla Hildar Helgu, þá má sjá þennan málflutning á blogg síðu hennar.

HA? (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 05:23

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þarna eru fátt annað en staðhæfingar um það hvað ég "telji" og eða sé "þó sammála"

-án þess að fylgi ein einasta tilvitnum í mín orð !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.5.2010 kl. 22:27

5 identicon

Nei mikið rétt, engar beinar tilvitnanir. Það væri einfaldlega allt of mikil vinna að telja upp allar þær rangfærslur sem þú hefur látið frá þér fara. Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér þinn málflutning geta lesið það sem þú hefur skrifað og myndað sér sínar eigin skoðanir á því.

HA? (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 02:47

6 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Það hefur nú sjálfsagt lítið upp á sig að benda Hildi Helgu á hvernig hún rangtúlkar það sem ég skrifa.

En fyrir aðra þá vill ég undirstrika að í pistlinum þá:

  • Fagna ég því að svo vel sé búið að mæðrum á Íslandi.
  • Ég bendi á að jafn vel mætti búa að öðrum hópum á Íslandi svo sem foreldrum óháð kyni.
  • Ég legg áherslu á að það væri kominn tími til að setja börnin í forgang.
  • Ég bendi á að þó það komi flestum börnum vel að móðir þeirra búi við öryggi, þá eigi það sama við um ef feðrum er búið öryggi.
  • Ég bendi á að þó flest börn njóti góðs af því að foreldrar þeirra njóti öryggis þá eigi það ekki undantekningalaust við í öllum tilfellum og því væri betra að setja börn í forgang.

Sjálfur hef ég ekki nægilegt hugmyndaflug til að átta mig á hvar Hildur Helga getur fundið í textanum mínum "kvenhatri".

  • Er það kvenhatur að vilja að börn séu í forgangi?
  • Er það kvenhatur að vilja að vel sé búið að foreldrum óháð kyni?
  • Er það kvenhatur að vilja að 15 ára móðir fái aðstoð fyrir barn sitt þrátt fyrir að vera ekki orðin fulltíða kona?
  • Er jafnrétti kvenhatur?

Ég efast ekki um að Hildur Helga getur fundið kvenhatur í þessari athugasemd einnig en ég trúi því að flestir muni líta það öðrum augum.

Sjálfur hef ég ekki fundið til haturs í garð nokkurrar manneskju, kyns eða annarra hluta í áratugi.

Ég trúi því að jafnrétti eigi að vera fyrir alla og að velferðarkerfið eigi að vera fyrir alla.

Heimir Hilmarsson, 8.5.2010 kl. 09:18

7 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Sæll Ólafur,

Það er virkilega sorglegt þegar foreldrar langveikra barna eru keyrðir í þrot fjárhagslega vegna veikinda barna sinna. Þetta svokallaða "velferðarkerfi" okkar Íslendinga er afskaplega flókið og torsótt.

Ég trúi því að foreldrar barnsins séu að gera það sem þau telja barninu fyrir bestu og ef það er satt að íslenskir læknar hafi vísað í upphafi á þá leið sem foreldrarnir eru að fara þá er það með öllu óskiljanlegt að íslenska ríkið greiði ekki kostnaðinn.

Ef við berum saman aðeins hversu ríkið er tilbúið að borga peninga til aðstoðar barna annars vegar og til aðstoðar kvenna hins vegar þá lítur dæmið þannig út.

Einhleypar konur geta farið í tæknifrjóvgun með nafnlausu gjafasæði hvenær sem þeim dettur í hug og ríkið borgar þegjandi og hljóðalaust um sex milljónir með hverju barni til móðurinnar. Frumvarp þess efnis fór í gegnum þingið án athugasemda og samþykkt einróma. Þetta frumvarp var í nafni kvenréttinda, að konur hafi rétt til að eignast börn óháð því hvort þær stundi kynlíf eða með hvaða kyni.

Körlum er bannað að leita þessara leiða því skýrt er tekið á því að staðgöngumæðrun er bönnuð.

Það liggur frumvarp í Dómsmálaráðuneytinu núna þar sem leggja á til margvíslegar breytingar á barnalögum. Þar á meðal á að setja í gang sáttameðferð fyrir foreldra og börn eftir skilnað. Sáttameðferðin kostar pening og vel má skjóta á að slík meðferð geti kostað á bilinu þrjátíu þúsund til miljón fyrir hvert barn. Þetta frumvarp er strand vegna þessa kostnaðar. Þarna er ekki um bein kvenréttindi að ræða heldur er þessi kostnaður heldur til þess fallinn að auka rétt barna og því á kerfið mjög erfitt með að finna pening í verkefnið.

Eins á við um langveik börn. Peningur úr ríkiskassanum fyrir langveik börn flokkast ekki beint undir kvenréttindi heldur eru þetta peningar sem koma fyrst og fremst börnunum til góða og auðvelda báðum foreldrum að vera til staðar fyrir börnin. Að mínu mati er óskiljanlegt af hverju það er svo erfitt að finna peninga til að hugsa vel um langveik börn.

Þær 22 milljónir sem þessir foreldrar skulda nú vegna veikinda barna sinna samsvarar því sem ríkið borgar þegjandi og hljóðalaust með þremur til fjórum skömmtum af nafnlausu sæði til einhleypra kvenna.

Ef ég mætti ráða þá myndi ég nota þessa fjármuni úr ríkissjóði til að hjálpa langveikum börnum. Ég tel rétt að þær konur sem vilja eiga eingetin börn eigi að sína fram á að þær geti framfleytt þeim sjálfar og að ríkið gangi börnunum ekki í föður stað.

Rökin fyrir því eru þau að fólk velur sér ekki að eiga langveik börn en einhleypar konur geta valið það hvort þær eignast eingetin börn með gjafasæði eða hvort þær noti gömlu aðferðina.

Heimir Hilmarsson, 8.5.2010 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband