Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er Ísland best fyrir aðra?

"Ísland er best fyrir konur".

Ég er nokkuð viss um að þessi fullyrðing sé rétt í einum skilningi og margir vilja halda því fram að þessi fullyrðing eigi jafnvel við í tvennum skilningi.

Sennilega er jafnrétti hvergi meira en á Íslandi að sifjamálum undanskildum. Konur eru kúgaðar víða um heim og launamunur kynjanna víðast hvar mun meiri en á Íslandi. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þó Ísland sé besta land í heimi fyrir konur.

Það er líka hægt að skilja þessa fullyrðingu þannig að Ísland sé betra fyrir konur en börn og karla. Það sé sem sagt best að vera kona á Íslandi, það sé betra en að vera karl eða barn. Það á vissulega ekki við um alla hluti því konur hafa til dæmis minni laun en karlar. En ef við berum saman rétt til fjölskyldulífs hjá konum, körlum og börnum sem þurfa að leita réttar síns hjá sýslumanni vegna umgengni, faðernis, meðlaga, lögheimilis barns eða öðru sem tengist sifjamálum, þá er langbest að vera konan. Ég held að það dyljist fáum að við meðferð sifjamála hjá sýslumönnum á eru það fyrst hagsmunir konunnar, svo barnsins og að síðustu karlsins sem tekið er tillit til. Það er því best að vera kona ef leita þarf til sýslumanns vegna rétts til fjölskyldulífs.


mbl.is Ísland er best fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrahlutverkið

Þegar feður fengu 1 mánuð í fæðingarorlof þá minnkaði launamunur kynjanna, munurinn minnkaði aftur þegar feður fengu 2 mánuði og aftur þegar feður fengu þrjá mánuði. Fæðingarorlof feðra lengdis ekki meir og launamunurinn stóð í stað.

Eftir bankahrunið 2008 þá taka feður minna fæðingarorlof og launamunur kynjanna eykst.

Tengist þetta eða er þetta tilviljun?

Ég tel að þetta tengist. Til þess að ná fullkomnu jafnrétti þá þurfum við öll að breyta kröfum okkar og viðhorfum.

Uppeldi barnanna okkar þarf að vera jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Mæður bera mesta ábyrgð í dag á uppeldi barnanna ásamt annarri launalausri umönnun, svo sem umönnnun eldri borgara.

Framfærslukrafan þarf að vera jafnmikið á ábyrgð mæðra og feðra. Feður bera mesta ábyrgð í dag á framfærslu fjölskyldunnar.

Framkvæmd barnalaga hjá sýslumönnum landsins endurspeglar þessi hlutverkaskipti kynjanna þar sem mæður fara í 95,5% tilfella með lögheimili barns eftir skilnað, þær eru uppalendur og fá til þess fjárhagslegan stuðning frá ríki, sveitarfélögum og barnsföður. Faðirinn er skilinn eftir barnlaus með framfærsluskylduna (meðlagsgreiðslur).

Jafnrétti næst ekki fyrr en við áttum okkur á því að foreldrajafnrétti er grundvöllur jafnréttis á vinnumarkaði.


mbl.is Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler hefði kunnað að meta starfsemi sæðisbanka

Með tilkomu sæðisbanka og frelsi kvenna til að velja sér nafnlausa sæðisgjafa eftir hæð, háralit, augnlit, menntun, kannski greindarvísitölu og fleira þá er hægt að stjórna "betur" en áður hverjir fá að lifa og hverjir ekki eins og stefna Hitlers gekk út á.

Ég er svo sem ekki alveg á móti sæðisbönkum og samþykki að í mörgum tilfellum er það réttlætanlegt og gott mál. En það eru margar siðferðislegar spurningar varðandi þessa banka og því miður þá eru margir siðferðisbrestir lögfestir í þessu sambandi.

Það að kona geti valið dökkhærðan sæðisgjafa í stað rauðhærðs eða ljóshærðs tel ég svo sem allt í lagi, en þegar börn getin með gjafasæði eru svipt uppruna sínum með þeim hætti að leyna þeim hver föðurinn er, og þá hver föðurfjölskyldan er, tel ég mjög gróft mannréttindabrot.


mbl.is Sæðisbanki hafnar rauðhærðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin að ná tökum á atvinnuleysinu?

Samkvæmt þessum spám verður enginn Íslendingur eftir á Íslandi einhvern tímann á milli 2020 og 2030. Atvinnuleysi verður því óþekkt á Íslandi og Ísland þá meðal fremstu þjóða í því efni ásamt Suðurskautslandinu reyndar.
mbl.is Sjö milljarðar Íslendinga í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjahatur komið á mbl.is ?

Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem halda á lofti samsæriskenningum um hriðjuverkaárásirnar 11. sept séu nokkuð betri en hriðjuverkamennirnir sjálfir.

Það er til fólk sem afneitar helför nasista að sama skapi og það er til fólk sem segir fórnarlömb kynferðisbrota hafa boðið uppá það að þeim var nauðgað. Ég tel þetta ekki einungis vera aumkunarvert fólk heldur einnig stórhættulegt fólk.

Aðstandendur fórnarlamba hriðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.sept 2001 eiga allt annað skilið en þá fyrirlitningu sem fellst í þessum samsæriskenningum.

Ég held að Íslendingar hefðu bara gott af því að hugsa vel til Bandaríkjamanna án fordóma þó það væri ekki nema einn dag á ári. 11. september væri fínn dagur til þess.


mbl.is Turnarnir féllu „þægilega“ niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Darling

Segir ekki nafnið allt :)
mbl.is Vildi ekki fljúga gegnum íslenska lofthelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver stjórnar og hver er ábyrgur

Það er varla hægt að segja að það sé eftirsóknarvert að stjórna sveitarfélagi eða landsmálum á þessum tíma. En sennilega er engin í eins þægilegri stöðu og Samfylkingin í Reykjavík. Eða þannig lýtur það út fyrir mér og sjálfsagt mörgum öðrum. Mér sýnist Reykjavíkurborg vera stjórnað nánast eingöngu af Samfylkingunni, þannig að hinn eiginlegi "borgarstjóri" væri þá Dagur B. Eggertsson. Það hljóta að teljast forréttindi "borgarstjóra" að geta bent á "grínista" til að axla alla ábyrgð á gerðum sínum.

Myndin með þessari frétt finnst mér einstaklega lýsandi fyrir þessa kenningu mína.


mbl.is Aðalsjóður rekinn með tapi næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir fordómar betri en aðrir?

Eru sumir fordómar betri en aðrir?

Er betra að vera með fordóma fyrir gagnkynhneigðum en samkynhneigðum?
Er betra að vera með fordóma fyrir karlmönnum en konum?
Er betra að vera með fordóma fyrir hægrisinnuðum en vinstri sinnuðum?
Er betra að vera með fordóma fyrir trúuðum en trúlausum?
Er betra að vera með fordóma fyrir karlmönnum í jakkafötum en borgarstjórum í drag?
Er betra að vera með fordóma fyrir þeim sem eiga peninga en þeim sem ekki eiga peninga?
Er betra að vera með fordóma fyrir Bandaríkjamönnum en Tælendingum?

Ég les út úr orðum Páls Óskars að hann vilji ala á fordómum gagnvart hvítum straight karlmönnum í jakkafötum sem eru hægrisinnaðir og eiga peninga. T.d. Davíð Oddsson. Er Davíð hafinn yfir alla gagnrýni vegna stöðu sinnar? Ég held ekki.

Ég sé ekki betur en að Páll Óskar noti ákveðna ímynd af öfgahægrisinnuðum Bandaríkjamönnum til að ala á fordómum gegn öllum hægrisinnuðum gagnkynhneigðum karlmönnum þegar hann segir: "Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni."

Ég trúi því ekki að við getum læknað fordóma með fordómum, það er eins og að svara ofbeldi með ofbeldi.

Því miður þá er það allt of algengt með þá sem segjast tala gegn fordómum að þeir horfa framhjá sínum eigin fordómum og jafnvel hvetja til fordóma gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar en þeir sjálfir í stjórnmálum, eða af öðru kyni, eða með aðra kynhneigð.

Um mannréttindi, í mínum huga á ekki að vera hægt að toga hugtakið mannréttindi fram og til baka í sérhagsmunaskyni.

Nú er talað um að það séu mannréttindi að "allir" eiga rétt á að eignast börn. Þegar betur er að gáð þá er átt við "allar konur" þegar "allir" er sagt, sem endurspeglast í lögum um nafnlaust gjafasæði til allra kvenna óháð aðstæðum þeirra. Það er mjög auðvelt að trúa því að þetta séu sjálfsögð mannréttindi þegar við hugsum eingöngu um konuna og ekkert annað. En hvað með réttindi barnsins til að þekkja uppruna sinn? Þau grunn mannréttindi hvers einstaklings að þekkja af hverjum hann er kominn, hverjir eru líffræðilegir foreldrar þess og ættingjar? Nei, það er talið í lagi að troða á réttindum barna (þau geta ekki svarað fyrir sig) til þess að mæta einhverjum súper mannréttindum kvenna.

Mannréttindi sem fela í sér rétt til þess að troða á réttindum annarra eiga ekki að vera til. En slík réttindi verða til í eigingjörnu fordómafullu samfélagi.


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki barn drepið?

Hvernig stendur á því að þegar barn er drepið þá þykir það fréttnæmt að einhverjir vilja fangelsa meintan morðingja?

Á það ekki að vera sjálfsögð og sjálfgefin afleiðing af því að myrða einhvern að fara í fangelsi? Hvort heldur sem morðinginn er móðir eða einhver annar?


mbl.is Vilja fangelsa móður barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Forsjármál eru einkamál sem rekin eru fyrir luktum dyrum.

Mér virkilega ofbauð þegar ég sá nánast alla fjölmiðla ráðast á þennan danska föður án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orð móður.

Flestir létu sér nægja að ráðast á nafnlausan danskan föður sem mér fannst nógu forkastanlegt, en ég sá ekki þessa frétt DV þar sem maðurinn er nafngreindur að auki.

Nú hefur bæði héraðsdómur og hæstiréttur staðfest að ekkert bendi til þess að þetta ofbeldi eigi við rök að styðjast. Niðurstöður dómstóla komu í kjölfar úttektar sálfræðings á börnunum.

Héraðsdómur:

http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=A201000018&Domur=5&type=2&Serial=2

Hæstiréttur:

http://haestirettur.is/domar?nr=7254&leit=t

Ég tel mjög ólíklegt að fréttamenn hafi talið þennan rógburð eiga við rök að styðjast. Ég tel að fjölmiðlar hafi þarna troðið af öllu afli á réttindum þessara barna í blindri græðgi. Selja fréttir sem seðja lýðinn.

Mér þykir það aumkunarvert að þessi blaðamaður skuli telja sig þurfa að fara í gjaldþrot vegna þessarar upphæðar. Þessi upphæð er rétt eins og hver faðir þarf að greiða fyrir eitt forsjármál ef hann er heppinn.


mbl.is Sér fram á gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband