Foreldrahlutverkið

Þegar feður fengu 1 mánuð í fæðingarorlof þá minnkaði launamunur kynjanna, munurinn minnkaði aftur þegar feður fengu 2 mánuði og aftur þegar feður fengu þrjá mánuði. Fæðingarorlof feðra lengdis ekki meir og launamunurinn stóð í stað.

Eftir bankahrunið 2008 þá taka feður minna fæðingarorlof og launamunur kynjanna eykst.

Tengist þetta eða er þetta tilviljun?

Ég tel að þetta tengist. Til þess að ná fullkomnu jafnrétti þá þurfum við öll að breyta kröfum okkar og viðhorfum.

Uppeldi barnanna okkar þarf að vera jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Mæður bera mesta ábyrgð í dag á uppeldi barnanna ásamt annarri launalausri umönnun, svo sem umönnnun eldri borgara.

Framfærslukrafan þarf að vera jafnmikið á ábyrgð mæðra og feðra. Feður bera mesta ábyrgð í dag á framfærslu fjölskyldunnar.

Framkvæmd barnalaga hjá sýslumönnum landsins endurspeglar þessi hlutverkaskipti kynjanna þar sem mæður fara í 95,5% tilfella með lögheimili barns eftir skilnað, þær eru uppalendur og fá til þess fjárhagslegan stuðning frá ríki, sveitarfélögum og barnsföður. Faðirinn er skilinn eftir barnlaus með framfærsluskylduna (meðlagsgreiðslur).

Jafnrétti næst ekki fyrr en við áttum okkur á því að foreldrajafnrétti er grundvöllur jafnréttis á vinnumarkaði.


mbl.is Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband