Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Holdris listamannalauna
31.12.2013 | 15:36
Afskaplega finnst mér þetta ljótt "listaverk" og erfitt á ég með að greina að þar sé björn að éta mann eins og nafn verksins gefur til kynna. Þó er augljóst að limur karlsins er að gera sig kláran í eitthvað allt annað en að vera étinn af birni.
Fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta er að hér hljóti að vera um að ræða afkvæmi listamannalauna, því varla geta listamenn framfleytt sér á svona verkum. Viti menn, listamaðurinn er á lista þeirra sem hafa þegið listamannalaun svo kannski var þetta verk afurð listamannalauna.
Þetta fer að mínu mati tvímælalaust í sama ruslflokk og listaverkið "Ekki kjósa Framsókn, eða Sjálfstæðisflokkinn" eftir mann sem segir sig vera eingetna afurð listamannalauna.
Ég tek heils hugar undir með fólki sem segir að heimurinn væri lítils virði án listar. Ég er hins vegar sannfærður um að heimurinn verði ekki verri án verka sem sprottin eru af listamannalaunum. Það að listamannalaun séu besta fjárfestingu ríkisins eins og haft er eftir afurð listamannalauna er að mínu mati eins fjarstæðukennt og hugsast getur. Besta listin er væntanlega sú sem er seljanleg og þarfnast ekki þessara ríkisstyrkja.
Kvartað undan íslensku listaverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er erfitt að fást við þær tilfinningar þegar barni er rænt úr lífi hans. Sérstaklega þegar samfélagið samþykkir þennan verknað. Margir feður víðsvegar um heim þurfa að þola þá sorg, reiði, vanmátt og niðurlæginu sem fylgir því þegar þeir eru sviptir foreldrahlutverki sínu. Börnin eru tekin út úr lífi þeirra og þeir skipta ekki lengur máli í lífi barna sinna. Í ofanálag eru þeir látnir greiða meðlag til þess sem stendur í vegi fyrir að þeir fái að þekkja börnin sín. Niðurbrotið sem fylgir þessum aðstæðum er yfirþyrmandi.
Það er á samfélagslega ábyrgð að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist að foreldri sé meira og minna þurrkað út úr lífi barns.
Það er ekkert sem réttlætir gjörðir þessa manns en það er nauðsynlegt að varpa ljósi á hvað hugsanlega stuðlaði að þessu brjálæði.
Maðurinn var að fá barnið til sín í þriggja klst umgengni sem gefur til kynna að umgengni hafi verið mjög takmörkuð og þar af leiðandi allt of lítil til þess að faðir og barn hafi haft kost á eðlilegu sambandi milli foreldris og barns.
Það er furðulegt að börn eru í gæslu hjá ókunnugum á leikskólum í 160 klst á mánuði, 8 tíma í senn, á meðan réttarkerfið leggur blessun sína yfir að feður fái aðeins að vera með börn sín svo stuttan tíma að það nær stundum ekki 8 tímum á mánuði.
Ástæðan er oft eigingirni "móður" og meðvirkni réttarkerfis og samfélags með móður.
Barnasáttmálinn kveður á um rétt barns til umönnunar beggja foreldra og jafnframt rétt foreldra til þess að sinna ábyrgð sinni gagnvart börnum sínum. Bandaríkin hafa ekki lögbundið sáttmálann en það gerðu íslensk stjórnvöld fyrir um ári síðan. Samningurinn er þó litlu meira virtur á Íslandi en Bandaríkjunum þegar kemur að rétti barns til beggja foreldra. Það sést best á til dæmis úrræðaleysi löggjafans í umgengnistálmunum þar sem löggjafinn beinlínis verndar foreldra sem brjóta gegn börnum með þeim hætti.
Við erum samfélagið og við þurfum að átta okkur á því að umgengnistálmanir, þar með talið mjög takmörkuð umgengni, er ofbeldi. Ofbeldi hefur afleiðingar og sjaldnast bara á þolandann. Hversu oft heyrum við ekki af þolendum eineltis sem fremja voðaverk.
Alveg eins og það er á samfélagslega ábyrgð að útrýma einelti, þá er það á okkar ábyrgð að útrýma misrétti í sifjamálum.
Hér er smá lesefni: Why divorce is bad for a man's health: Separation increases the risk of early death, substance abuse, suicide and depression og Men Driven Over the Edge.
Þetta er greinilega mál sem þarfnast nánari skoðunar og samfélagið þarf að bregðast við. Ekki bara með meira ofbeldi sem fellst þá í því að henda feðrum alveg út úr lífi barnanna, heldur með kærleika, virðingu og foreldrajafnrétti.
Kastaði syni sínum fram af háhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ölvunarakstur samþykktur í samfélaginu?
17.12.2013 | 18:41
Refsirammi vegna ölvunaraksturs og manndráps af gáleysi ekki nýttur sem vekur upp þá spurningu hjá mér hvort samfélagið sem við búum í samþykki bara ölvunarakstur.
Ölvunarakstur varðar sektum eða fangelsi allt að 2 árum skv. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Manndráp af gáleysi varðar sektum eða fangelsi allt að 6árum skv. 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Brot konunnar varðar því allt að 8 ára fangelsi.
Ef fangelsisdómur er 12 mánuðir eða minni þá er dómurinn iðulega tekinn út í samfélagsþjónustu, þ.e. ekkert fangelsi.
Þessi 12 mánaða dómur er að mestu skilorðsbundinn þannig að hér er aðeins um 3 mánaða fangelsisdóms sem verður svo væntanlega tekinn út í samfélagsþjónustu.
Ef við teljum nú þessa þrjá mánuði til fangelsisvistar, þá eru dómstólar að nota 3% refsirammans.
Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst dómstólar lítilsvirða samfélagið með því að samþykkja ölvunarakstur með þessum hætti.
Dæmd fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kynbundnir fordómar?
17.12.2013 | 01:58
Mál gerast nú varla sorglegri. Í mínum huga á þinghald auðvitað að vera lokað í málum sem þessum til verndar öllum viðkomandi. Báðir foreldrar höfðu stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en nú teljast væntanlega yfirgnæfandi líkur á að faðirinn sé sekur úr því ríkissaksóknari ákærir aðeins hann.
Það breytir þó ekki því að hér er mjög sorglegt mál á ferðinni þar sem allir aðilar eiga að mínu mati rétt á vernd fyrir fjölmiðlum á meðan á réttarhöldum stendur. Dómari sker svo úr um sekt eða sakleysi og þá verður lýðnum ljóst hver dómurinn er.
Ríkissaksóknari tók undir kröfuna um að þinghöld verði lokuð í málinu, en tók sérstaklega fram að það væri ekki til hlífðar manninum heldur til hlífðar móðurinni og vandamönnum hennar.
Hvað er að gerast í hausnum á ríkissaksóknara þegar hún þarf að taka það fram að þetta sé ekki til hlifðar karlinum, bara konunni?
Ég velti því líka fyrir mér orðanotkun fréttamanns. Fréttamaður er að tala um tvo foreldra barns föður og móður. Faðirinn er nefndur karlmaður eða maðurinn en aldrei faðir. Móðirin ef nefnd móðirin en aldrei kvenmaðurinn eða konan. Orð eru gildishlaðin og því þarf að gæta að orðavali.
Það er auðveldara að leggja fæð á karlmann en föður og það er meiri samúð með móður en kvenmanni.
Lesendur eru fullfærir um að lesa og túlka fréttir þó sama hugtak sé notað yfir báða foreldra.
Vill að móðirin sæti geðrannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snemma komið með hefðbundin kynhlutverk fjölmiðla
7.12.2013 | 02:25
Konan hafði flúið ofbeldisfullt samband. (þolandi) Réttlæting?
Konan bjó í lítilli íbúð með börnin sín þrjú. (þolandi) Réttlæting?
Þá talar fréttamaður um sameiginlega ábyrgð þeirra allra, konunnar og ungbarnanna, þegar hann segir "Öll tóku þau sér síðdegisblund þennan örlagaríka dag". Væntanlega þá öll ákveðið það saman?Hvergi minnist blaðamaður á ábyrgð konunnar umfram kornabarnanna nema innan gæsalappa þar sem vitnað er beint í orð dómara.
Ég velti því fyrir mér hvort sjúkleg umræðan um kynbundið ofbeldi sé kominn með okkur á þann stað að þriggja ára strákum sé ætlað að bera ábyrgð á mæðrum sínum.
Þriggja ára drekkti bróður sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ábyrgðin er hjá Vodafone
4.12.2013 | 10:31
Að geyma lykilorð órugluð er vítavert burt séð frá því hvort brotist er inn eða ekki. Það eitt að Vodafone geymi lykilorð tugþúsunda Íslendinga órugluð er gróft brot gegn viðskiptavinum þeirra. Ef það er hægt að líkja þessum tölvuþrjóti við vítisengla, þá er ekki síður hægt að líkja tölvudeild Vodafone við vítisengla eða bara Vodafone fyrirtækinu í heild sinni.
Tölvuþrjóturinn vissulega gerðist brotlegur með því að stela upplýsingum, en Vodafone var líke að stela upplýsingum. Þegar notandi velur sér lykilorð þá sér hann bara stjörnur eða punkta **** í stað lykilorðs sem er merki þess að lykilorð eru ekki fyrir aðra. Notendur treysta og eiga að geta treyst því að lykilorð komi ekki fyrir augu annarra.
Ef lykilorð eru geymd órugluð þá hafa kerfisstjórar Vodafone aðgang að þessum lykilorðum.
Hvaða viðskiptavinur Vodafone vill að starfsmenn Vodafone geti séð og notað lykilorð þeirra?
Hvaða viðskiptavinur Vodafone vill að starfsmenn Vodafone geti lesið sms sem þeir senda?
Þetta eru spurningar sem skipta máli og þessar spurningar koma upp af því "tölvuþrjótur" benti á þetta vítaverða athæfi Vodafone.
Tölvuþrjóturinn var kannski bara að gera það sama og Manning eða Snowden.
Menn deila svo um hvort þetta eru verk unnin í góðum tilgangi eða hvort þetta eru jafnvel hryðjuverk.
Líkti tölvuþrjótnum við vítisengla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |