Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Er Ísland best fyrir aðra?
19.9.2011 | 15:13
"Ísland er best fyrir konur".
Ég er nokkuð viss um að þessi fullyrðing sé rétt í einum skilningi og margir vilja halda því fram að þessi fullyrðing eigi jafnvel við í tvennum skilningi.
Sennilega er jafnrétti hvergi meira en á Íslandi að sifjamálum undanskildum. Konur eru kúgaðar víða um heim og launamunur kynjanna víðast hvar mun meiri en á Íslandi. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þó Ísland sé besta land í heimi fyrir konur.
Það er líka hægt að skilja þessa fullyrðingu þannig að Ísland sé betra fyrir konur en börn og karla. Það sé sem sagt best að vera kona á Íslandi, það sé betra en að vera karl eða barn. Það á vissulega ekki við um alla hluti því konur hafa til dæmis minni laun en karlar. En ef við berum saman rétt til fjölskyldulífs hjá konum, körlum og börnum sem þurfa að leita réttar síns hjá sýslumanni vegna umgengni, faðernis, meðlaga, lögheimilis barns eða öðru sem tengist sifjamálum, þá er langbest að vera konan. Ég held að það dyljist fáum að við meðferð sifjamála hjá sýslumönnum á eru það fyrst hagsmunir konunnar, svo barnsins og að síðustu karlsins sem tekið er tillit til. Það er því best að vera kona ef leita þarf til sýslumanns vegna rétts til fjölskyldulífs.
Ísland er best fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Foreldrahlutverkið
19.9.2011 | 15:00
Þegar feður fengu 1 mánuð í fæðingarorlof þá minnkaði launamunur kynjanna, munurinn minnkaði aftur þegar feður fengu 2 mánuði og aftur þegar feður fengu þrjá mánuði. Fæðingarorlof feðra lengdis ekki meir og launamunurinn stóð í stað.
Eftir bankahrunið 2008 þá taka feður minna fæðingarorlof og launamunur kynjanna eykst.
Tengist þetta eða er þetta tilviljun?
Ég tel að þetta tengist. Til þess að ná fullkomnu jafnrétti þá þurfum við öll að breyta kröfum okkar og viðhorfum.
Uppeldi barnanna okkar þarf að vera jafnmikið á ábyrgð feðra og mæðra. Mæður bera mesta ábyrgð í dag á uppeldi barnanna ásamt annarri launalausri umönnun, svo sem umönnnun eldri borgara.
Framfærslukrafan þarf að vera jafnmikið á ábyrgð mæðra og feðra. Feður bera mesta ábyrgð í dag á framfærslu fjölskyldunnar.
Framkvæmd barnalaga hjá sýslumönnum landsins endurspeglar þessi hlutverkaskipti kynjanna þar sem mæður fara í 95,5% tilfella með lögheimili barns eftir skilnað, þær eru uppalendur og fá til þess fjárhagslegan stuðning frá ríki, sveitarfélögum og barnsföður. Faðirinn er skilinn eftir barnlaus með framfærsluskylduna (meðlagsgreiðslur).
Jafnrétti næst ekki fyrr en við áttum okkur á því að foreldrajafnrétti er grundvöllur jafnréttis á vinnumarkaði.
Aukinn launamunur kynjanna skelfileg þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hitler hefði kunnað að meta starfsemi sæðisbanka
19.9.2011 | 14:31
Með tilkomu sæðisbanka og frelsi kvenna til að velja sér nafnlausa sæðisgjafa eftir hæð, háralit, augnlit, menntun, kannski greindarvísitölu og fleira þá er hægt að stjórna "betur" en áður hverjir fá að lifa og hverjir ekki eins og stefna Hitlers gekk út á.
Ég er svo sem ekki alveg á móti sæðisbönkum og samþykki að í mörgum tilfellum er það réttlætanlegt og gott mál. En það eru margar siðferðislegar spurningar varðandi þessa banka og því miður þá eru margir siðferðisbrestir lögfestir í þessu sambandi.
Það að kona geti valið dökkhærðan sæðisgjafa í stað rauðhærðs eða ljóshærðs tel ég svo sem allt í lagi, en þegar börn getin með gjafasæði eru svipt uppruna sínum með þeim hætti að leyna þeim hver föðurinn er, og þá hver föðurfjölskyldan er, tel ég mjög gróft mannréttindabrot.
Sæðisbanki hafnar rauðhærðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin að ná tökum á atvinnuleysinu?
12.9.2011 | 00:44
Sjö milljarðar Íslendinga í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bandaríkjahatur komið á mbl.is ?
11.9.2011 | 22:26
Ég velti því fyrir mér hvort þeir sem halda á lofti samsæriskenningum um hriðjuverkaárásirnar 11. sept séu nokkuð betri en hriðjuverkamennirnir sjálfir.
Það er til fólk sem afneitar helför nasista að sama skapi og það er til fólk sem segir fórnarlömb kynferðisbrota hafa boðið uppá það að þeim var nauðgað. Ég tel þetta ekki einungis vera aumkunarvert fólk heldur einnig stórhættulegt fólk.
Aðstandendur fórnarlamba hriðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.sept 2001 eiga allt annað skilið en þá fyrirlitningu sem fellst í þessum samsæriskenningum.
Ég held að Íslendingar hefðu bara gott af því að hugsa vel til Bandaríkjamanna án fordóma þó það væri ekki nema einn dag á ári. 11. september væri fínn dagur til þess.
Turnarnir féllu þægilega niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.9.2011 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Darling
7.9.2011 | 01:24
Vildi ekki fljúga gegnum íslenska lofthelgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |