Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Hver stjórnar og hver er ábyrgur

Það er varla hægt að segja að það sé eftirsóknarvert að stjórna sveitarfélagi eða landsmálum á þessum tíma. En sennilega er engin í eins þægilegri stöðu og Samfylkingin í Reykjavík. Eða þannig lýtur það út fyrir mér og sjálfsagt mörgum öðrum. Mér sýnist Reykjavíkurborg vera stjórnað nánast eingöngu af Samfylkingunni, þannig að hinn eiginlegi "borgarstjóri" væri þá Dagur B. Eggertsson. Það hljóta að teljast forréttindi "borgarstjóra" að geta bent á "grínista" til að axla alla ábyrgð á gerðum sínum.

Myndin með þessari frétt finnst mér einstaklega lýsandi fyrir þessa kenningu mína.


mbl.is Aðalsjóður rekinn með tapi næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir fordómar betri en aðrir?

Eru sumir fordómar betri en aðrir?

Er betra að vera með fordóma fyrir gagnkynhneigðum en samkynhneigðum?
Er betra að vera með fordóma fyrir karlmönnum en konum?
Er betra að vera með fordóma fyrir hægrisinnuðum en vinstri sinnuðum?
Er betra að vera með fordóma fyrir trúuðum en trúlausum?
Er betra að vera með fordóma fyrir karlmönnum í jakkafötum en borgarstjórum í drag?
Er betra að vera með fordóma fyrir þeim sem eiga peninga en þeim sem ekki eiga peninga?
Er betra að vera með fordóma fyrir Bandaríkjamönnum en Tælendingum?

Ég les út úr orðum Páls Óskars að hann vilji ala á fordómum gagnvart hvítum straight karlmönnum í jakkafötum sem eru hægrisinnaðir og eiga peninga. T.d. Davíð Oddsson. Er Davíð hafinn yfir alla gagnrýni vegna stöðu sinnar? Ég held ekki.

Ég sé ekki betur en að Páll Óskar noti ákveðna ímynd af öfgahægrisinnuðum Bandaríkjamönnum til að ala á fordómum gegn öllum hægrisinnuðum gagnkynhneigðum karlmönnum þegar hann segir: "Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni."

Ég trúi því ekki að við getum læknað fordóma með fordómum, það er eins og að svara ofbeldi með ofbeldi.

Því miður þá er það allt of algengt með þá sem segjast tala gegn fordómum að þeir horfa framhjá sínum eigin fordómum og jafnvel hvetja til fordóma gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar en þeir sjálfir í stjórnmálum, eða af öðru kyni, eða með aðra kynhneigð.

Um mannréttindi, í mínum huga á ekki að vera hægt að toga hugtakið mannréttindi fram og til baka í sérhagsmunaskyni.

Nú er talað um að það séu mannréttindi að "allir" eiga rétt á að eignast börn. Þegar betur er að gáð þá er átt við "allar konur" þegar "allir" er sagt, sem endurspeglast í lögum um nafnlaust gjafasæði til allra kvenna óháð aðstæðum þeirra. Það er mjög auðvelt að trúa því að þetta séu sjálfsögð mannréttindi þegar við hugsum eingöngu um konuna og ekkert annað. En hvað með réttindi barnsins til að þekkja uppruna sinn? Þau grunn mannréttindi hvers einstaklings að þekkja af hverjum hann er kominn, hverjir eru líffræðilegir foreldrar þess og ættingjar? Nei, það er talið í lagi að troða á réttindum barna (þau geta ekki svarað fyrir sig) til þess að mæta einhverjum súper mannréttindum kvenna.

Mannréttindi sem fela í sér rétt til þess að troða á réttindum annarra eiga ekki að vera til. En slík réttindi verða til í eigingjörnu fordómafullu samfélagi.


mbl.is Mikil umræða um orð Páls Óskars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband