Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Kynbundið ofbeldi?

Já það er kynlegt þetta kynbundna ofbeldi þó ekki sé nú meira sagt.


mbl.is Lagði íbúð í rúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með verðtrygginguna og lægri vexti

Er ekki öllum orðið það ljóst hve verðtryggingin getur verið glæpsamleg. Fjármagnseigendum líst illa á niðurfærslu skulda en er ekki óðaverðbólga óeðlileg uppfærsla skulda? Það er enginn að biðja um að skuldir verði lækkaðar umfram óeðlilega hækkun er það? Það er með ólíkindum að umræðan skuli snúast um að lækka skuldir í stað þess sem réttara er að það er verið að biðja um leiðréttingu vegna "glæpsamlegra" hækkana skulda.

Hvar annarsstaðar á jörðinni yrði það samþykkt að skuldir hækkuðu með sama hætti og hér hefur gerst? Hvar annarstaðar á jörðinni yrðu samþykktir þeir okurvextir sem hafa verið við lýði hér á landi?

Lífeyrissjóðirnir tapa ef lánþegar njóta sanngirni. Nauðsynlegt er að níðast á lánþegum til að lífeyrissjóðirnir lifi. Allir tæplega 100 lífeyrissjóðirnir þurfa að lifa. Hvað kostar að halda úti 100 lífeyrissjóðum fyrir 300.000 manna þjóð?

Ríkisstjórnin ætti að setja fram frumvarp um að hámarksfjöldi lífeyrissjóða væri til dæmis fimm og allir ættu rétt á að vera í þeim lífeyrissjóði sem þeir veldu sér og ríkisstarfsmenn, alþingismenn og allir hefðu sama rétt til lífeyris og væru í sömu lífeyrissjóðum með sömu ríkisábyrgð. Tel það nokkuð víst að öllum íslendingum sé það fullljóst í dag að þetta lífeyrissjoðakerfi sem við búum við í dag er bara rugl.


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misrétti í sifjamálum meira á Íslandi en í nokkru öðru vestrænu ríki

Það er alveg hreint með ólíkindum hvað kvenréttindahreyfingar halda sér í fórnarlambshlutverki þrátt fyrir þá staðreynd að kvenréttindi eru hvergi í heiminum meiri en á Íslandi.

Því miður þá er varla hægt að segja að kvenréttindafélög séu mikið að tala um jafnrétti í þeim skilningi að allir njóti jafns réttar. Jafnréttisumræða á Íslandi snýr nánast eingöngu að kvenréttindum.

Hvergi á Norðurlöndum eða í V-Evrópu er eins mikið misrétti og í íslenskum barnalögum og tala nú ekki um í framkvæmd þeirra hjá sýslumönnum og dómsmálaráðuneyti.

Það liggur ljóst fyrir að þeir sem harðast berjast gegn jafnrétti í sifjamálum eru kvenréttindahreyfingar. Sömu kvenréttindahreyfingarnar og stjórna jafnréttisiðnaði Íslendinga.

Ég heyrði ágætt viðtal við Davíð Þór Jónsson í gær þar sem hann var beðinn um að svara þeirri spurningu, hvort heimsfriður væri raunhæft markmið. Hluti af svarinu hans var á þá leið að þau John Lennon og Yoko Ono hafi á sínum tíma búið til ákveðnar útópískar reglur til að stuðla að heimsfriði. Hluti af þessum reglum voru þannig að heimurinn ætti að vera landamæralaus og engin vegabréf. Fólki ætti að vera frjálst að ferðast hvert sem er án hindrana. Þegar svo friðarsúlan var reist í Viðey, þá voru gefin út ákveðin "vegabréf" fyrir þá einstaklinga sem voru velkomnir til Viðeyjar þennan dag til að hamla  því að allir Íslendingar myndu streyma út í eyju hömlulaust.

Það er kominn tími á jafnréttisbaráttu Íslendinga af fara í naflaskoðun. Það er kominn tími á jafnrétti fyrir alla undanbragðalaust.

Heimilisofbeldi er orðin hluti af jafnréttisbaráttunni og þar er gengið út frá því að gerandinn sé alltaf karlmaður og þolandinn sé alltaf kona og óbeinir þolendur af ofbeldi karls á konu séu börnin.

Tölur ríkislögreglustjóra og síðasta íslenska rannsókn um hlutdeild kynjanna í heimilisofbeldi sýna hins vegar að konur eru tiltölulega jafnoft gerendur í heimilisofbeldi og karla. Af hverju má ekki ræða það?

Kynferðisbrot eru orðin hluti af jafnréttisbaráttunni. Margar erlendar rannsóknir sýna fram á að 25% geranda í kynferðisbrotamálum eru konur. Hér er eingöngu rætt um karlmenn sem gerendur. Af hverju má ekki ræða um konur? Af hverju vilja jafnréttisfélög vernda kvenkynsgerendur í kynferðisofbeldismálum?

Rétt fyrir 1990 bjuggu 12,2% skilnaðarbarna hjá feðrum sínum. Í dag búa 2% til 4% barna hjá feðrum sínum. Hvað er í gangi og af hverju má ekki ræða þetta?

Feður sem sækjast eftir umgengni við börn sín geta ekki farið fram á að bestu hagir barns séu metnir. Stjórnsýslan heldur umgengnismálum hjá sér í helgreipum þar sem hagur lögheimilisforeldris er látinn ráða og hagur barns er ekki einu sinni kannaður. Af hverju má ekki reka umgengnismál fyrir dómstólum þar sem aðstaða er til að fara vel yfir málin? Eru stjórnvöld hrædd við að hagur barna verði látinn ráða?

Þeir sem vilja jafnrétti í alvöru ættu að kynna sér jafnréttismál í sifjamálum. Þar er mest ójafnrétti á Íslandi og ójafnrétti í sifjamálum er hvergi meira í V-Evrópu en einmitt hér.

 


mbl.is Jafnrétti kynja hvergi meira en hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband