Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
0 þingmenn
18.9.2009 | 18:42
Nú er Borgarahreyfingin með 0 þingmenn á Alþingi.
Mótmælahreyfingin sem öllu átti að breyta hefur mótmælt sjálfum sér í hástert síðan þeir komust á þing og búnir að koma sér út aftur með háværum mótmælum.
Þrír fyrirverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar komnir í nýjan flokk sem heitir "Hreyfingin".
Þráinn á nú bara eftir að stofna með sér einsmanns flokkinn "Borgari".
En hverjir eru varamenn þessara þingmanna? Koma þeir enn úr Borgarahreyfingunni?
Klofningur í Borgarahreyfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattfrjálsar tekjur!
18.9.2009 | 18:28
Seðlabankastjóri kom úr starfi þar sem hann var með 5.000.000,kr tekjur skattfrjálsar á mánuði, segir hann í þessu viðtali.
Eiga ekki allir að borga skatta?
Hvernig kemst maður í skattfrjálsar tekjur?
Peningar eru ekki allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
kvenfrelsi?
17.9.2009 | 17:46
Það er óhuggulegt hversu miklu púðri er eytt í kvennfrelsisbaráttu hér á landi á kostnað jafnréttis.
Jafnrétti á að vera fyrir alla ekki bara konur.
Sameinuðu þjóðirnar hafa í mannréttindayfirlýsingunni og í alþjóðasamningunum um mannréttindi lýst því yfir og samþykkt að hver maður skuli eiga kröfu á réttindum þeim og frelsi sem þar er lýst, án nokkurs greinarmunar, svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna ...
Á meðan jafnréttisbaráttan á Íslandi snýst bara um konur, þá komumst við ekkert áfram.
Ráðherranefnd um jafnréttismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Átti einhver von á öðru frá "Guðföður útrásarinnar"?
2.9.2009 | 16:17
Var það ekki Ólafur Ragnar sem dásamaði útrásina hvað mest! "Guðfaðir útrásarinnar" eins og sagt er að hann hafi kallað sjálfan sig í bók sinni sem var innkölluð daginn sem bankarnir hrundu.
Er ekki dóttir hans starfandi með Jóni Ásgeiri sem ekki er nú alveg hvítþveginn af útrásartöktum.
Ég er sannfærður um það að hver og einn alþingismaður eða forseti sem ekki greiðir atkvæði sitt gegn ríkisábyrgð á skuldum óreiðu útrásarvíkinga geri það ekki vegna þess að sá hinn sami er flæktur í málið persónulega með einum eða öðrum hætti.
Ég trúi ekki að saklaus borgari sem kemst inn á alþingi samþykki það að þjóðin í heild sinni taki út refsingu fyrir nokkra glæpamenn sem ganga lausir og eru ekki einu sinni sóttir til saka.
Áður en að Alþingi eða Forseti getur samþykkt slík lög ætti að vera búið að sækja til saka þá sem komu okkur í þessa stöðu.
Það hefur ekki verið gert og það virðist ekki vera á dagskrá.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skipulagsnámskeið á Litla-hrauni!
1.9.2009 | 12:37
Það er kannski of seint núna en ef það hefði verið gert fyrr að kenna glæpamönnum að skipuleggja glæpastarfssemi sína til að gera hana löglega, þá væru fangelsin tóm.
Alveg magnað að það þurfi að banna sérstaklega skipulagða brotastarfssemi. :)
Skipulögð brotastarfsemi bönnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |