Foreldrajafnrétti, dómaraheimild og umræðan

Þegar hagsmunir barna eru látnir ganga fyrir öllu öðru í forsjármálum, þá ríkir foreldrajafnrétti.

Þegar hagsmunir annars foreldrisins eru farnir að skipta meira máli en hagsmunir hins foreldrisins, þá verða hagsmunir barna undir.

Hagsmunir mæðra eru teknir fram yfir hagsmuni feðra í allri meðferð forsjár og umgengnismála á Íslandi og af þeim völdum verða hagsmunir barna undir.

Sem dæmi má nefna að þegar sálfræðingar hafa lagt mikla vinnu í að finna út bestu hagsmuni barns og koma með þá niðurstöðu að barninu sé best borgið í sameiginlegri forsjá og jafnri umönnun beggja foreldra. Þá er dómara bannað að dæma á þann veg sem barni er fyrir bestu og verður að finna aðra leið. Einhver verður að tapa, dómarinn fær að velja á milli föðurs og móður. Hvort foreldrið er líklegra til að fá samúð dómarans? Er það barninu fyrir bestu? Niðurstaða sálfræðinga var önnur.

Um 95% barna eru með lögheimili hjá móður eftir skilnað. Ég leyfi mér að efast um að forsjárhæfi sé svo afgerandi meira hjá konum en körlum að það skýri þennan mikla mun. Mörg börn eru áfram með lögheimili hjá móður þrátt fyrir að þau búi meira hjá föður. Lögheimili fylgja ákveðin réttindi og fjárhagslegur ávinningur. Þó nokkrir feður borga jafnvel meðlag til móður þrátt fyrir að börnin búi hjá föðurnum. Óttinn við málaferli ef þeir láti af greiðslum verður til þess að þeir borga til að fá að sinna börnunum.

Mikil ófrægingar herferð er í gangi þessa dagana gegn feðrum á öldum ljósvakans. Hvort sem um er að ræða vanþekkingu, fordóma eða illsku hjá þessu fólki þá bitnar slíkur áróður fyrst og síðast á börnum.

Ef við viljum láta hagsmuni barna ganga fyrir þá afnemum við forréttindi mæðra á börnum og tökum þess í stað um réttindi barna til foreldra sinna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband