Gömul grein úr MBL
31.5.2009 | 13:40
Ég skrifaði grein árið 1998 um leið til að koma kvótanum aftur til réttra eigenda, ég tel greinina enn eiga við rök að styðjast þó vissulega hafi krónutölur breyst. Ég sé líka að á þessum tíma var ég að tala til formanns LÍÚ, en að sjálfsögðu er það Ríkisstjórnin og Sjávarútvegsráðherra sem á að lagfæra þetta kerfi.
Fyrningarleið núverandi ríkisstjórnar er nokkuð í átt við það sem ég tala um í þessari grein og fagna ég því að þetta sé komið til umræðu á þingi.
Ég tel fullvíst að þeir sem hafa eitthvað vit á þessu kerfi án þess að hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að hafa það óbreytt séu hlynntir því að þessar bráðnauðsynlegu breytingar verði gerðar.
Ef þjóðin hefur lært eitthvað af siðleysi síðustu ára í fjármálum, þá mun kvótakerfið verða lagfært.
Hér er hægt að sækja forrit til að skoða gömul tímarit á timarit.is: STDU Viewer 1.5.221Hér er svo greinin frá 1998: 270. tölublað FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 bls. 48-49
Hér er svo greinin:
Marktæk tillaga fyrir Kristján Ragnarsson
Ég er ekkert hissa á því að erlendir aðilar telji okkar fiskveiðistjórnunarkerfi það besta í heimi. Það hefur fjölmarga kosti. Útgerðarmenn fá úthlutað ákveðnum kvóta og ef þeir vilja ekki eða geta ekki nýtt sér hann þá geta þeir losað sig við hann til skamms eða til langs tíma eða skipt honum út fyrir kvóta í öðrum fiskitegundum. Þessi úthlutun og sveigjaleiki í íslenskri fiskveiðistjórnun hlýtur að bjóða upp á hagkvæmni í sjávarútvegi og verndun fiskistofnanna.Fiskveiðistjórnun - kvótakerfi?
Fiskveiðistjórnun hlýtur fyrst og fremst að vera í höndunum á stjórn málamönnum sem hafa fiskifræðinga sér við hlið. Þessir aðilar ákvarða hversu mikið má veiða af hinum ýmsu fisktegundum og út hluta kvóta í samræmi við það. Einnig er það hluti af fiskveiðistjórnun að útgerðum sé gefinn sveigjaleiki til þess að nýta ekki allan kvótann, eða til að skipta á fisktegundum. En það sem almenningur kallar kvótakerfi eru fyrst og fremst framsalsheimildir sem út gerðarmenn hafa á úthlutuðum kvóta. Þessar framsalsheimildir kalla á það að verð á kvóta fer upp úr öllu valdi, þar sem eftirspurn eftir kvóta er og verður alltaf miklu meiri en framboð. Þegar verð á kvóta er þetta hátt, þá er nánast útilokað fyrir nýja aðila að fara út í útgerð, og þess vegna verður þetta til þess að kvótinn færist á sífellt færri hendur. Þetta hlýtur að fara fyrir brjóstið á öllu skynsömu fólki, því hvernig í ósköpunum er hægt að sætta sig við að örfáir aðilar eigi fiskinn í sjónum í 200 sjómílna radíus kringum landið? Sjálfur er ég sannfærður um að allir sem hafa hæfileika til að mynda sér skoðun um málið sjái hversu siðlaust þetta er. Það sjá sér bara ekki allir hag í að viðurkenna það.Hvernig má laga kerfið?
Oft finnst mér það flækjast verulega fyrir fólki hvernig breyta má núverandi kerfi og setja á veiðileyfagjald. Margir telja þetta umturna núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég tel það alrangt. Núna eiga menn ákveðinn kvóta og ef þeir ætla ekki að nýta sér hann þetta árið þá geta þeir leigt hann. Ef þeir ætla ekki að nýta sér þennan kvóta næstu ár þá geta þeir selt kvótann. Með veiðileyfagjaldi gæti þetta litið þannig út að þeir ættu rétt á að leigja ákveðinn kvóta frá ríkinu, ef þeir svo vilja ekki nýta sér allan réttinn þetta árið eða til frambúðar, þá gætu þeir skilað inn þeim hluta tímabundið eða til frambúðar, og ríkið gæti þá úthlutað öðrum þessum heimildum, þannig að gagnvart fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofnanna þá er verið að tala um óbreytt kerfi. Enda hefur ekki verið sett út á fiskveiðistjórnun á íslandi, hún hefur verið til sóma að flestu leyti.Hvað lagfærir veiðileyfagjald?
Nú eru útgerðir að leigja kvóta af öðrum útgerðum fyrir um og yfir 80 kr. pr. kíló. Þegar þessar útgerðir veiða síðan fiskinn og selja, þá fá þær kannski u.þ.b. 120 kr. fyrir kílóið og hafa því 40 kr. til þess að greiða allan rekstrarkostnað. Ég hef ekki heyrt LÍÚ tala um að þessar útgerðir komist illa af. Margar útgerðir leiga kvóta á 80 til 87 kr. pr. kíló, margar hirða aðeins stærsta fískinn til þess að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Til eru dæmi þar sem 2/3 hlutum þess afla sem dreginn er upp úr sjó er hent. Kristján kallar það ekki að henda verðmætum þegar það kostar meira að hirða aflann en að henda honum. Það hlýtur að eiga við um þessar útgerðir sem henda 2/3 hlutum aflans.LÍÚ kvartar ekki yfir þessari háu leigu sem útgerðir borga í dag fyrir kvóta, en þeir segja að veiðileyfagjald muni kollsteypa útgerðinni. Það sér það hver maður að þetta passar ekki. Ég gæti hugsað mér veiðileyfa gjald upp á 10 kr. pr. kíló, (sbr. 10% í afla tryggingarsjóð eins og einu sinni var). Þá lítur staðan allt öðruvísi út og þær útgerðir sem í dag borga 80 kr. pr. kíló fyrir leigu-
Ég legg til, segir Heimir Hilmarsson, að ríkið kaupi kvótann til baka á sanngjörnu verði.
kvóta gætu svo sannarlega vel við unað. Með veiðileyfagjaldi væru allir útgerðarmenn að borga það sama fyrir kvótann, íslenska þjóðin væri orðin eigandi kvótans, nýir aðilar ættu góðan möguleika á því að byrja útgerð og að miklu leyti væri hægt að koma í veg fyrir að afla sé kastað í sjóinn aftur.
Hvernig getur ríkið tekið kvótann til sín aftur?
Þegar útgerðarmenn fengu kvótann í sína eigu fóru engar greiðslur fram. Aftur á móti eru margir útgerðarmenn sem hafa keypt kvóta af öðrum útgerðarmönnum fyrir stórpening og verða þess vegna fúlir ef sá kvóti verður þeim allt í einu verðlaus. Ég legg til að ríkið kaupi kvótann til baka á sanngjörnu verði. Útgerðarmenn sjálfir eru búnir að búa til hlutfall af verði milli kvóta til kaups og kvóta til leigu. Þetta hlutfall er hægt að nota til að ákvarða kaupverð á kvóta út frá veiðileyfagjaldi. Kaup ríkisins á kvótanum yrðu að fara þannig fram að engar peningagreiðslur kæmu til frá ríkinu, heldur gengi kaupverðið upp í veiðileyfagjald. Þannig þurfa þær útgerðir sem eiga kvóta í dag, ekki að borga veiðileyfagjald fyrstu árin á meðan ríkið er að kaupa kvótann til baka. Ef menn hins vegar ætla að hætta útgerð og skila inn kvóta, þá er engin ástæða til þess að greiða fyrir þann kvóta á nokkurn hátt. Enda er raunvirði kvóta, í höndunum á manni sem ekki ætlar að veiða upp í hann, algerlega verðlaus. Langflestir sem myndu lenda í þessum hópi eru þeir sem nú græða á því að leigja út kvóta. Þetta eru menn sem eiga að gera sér það fullkomlega ljóst að þeir eru að spila með áhættufé. Fé sem er bundið í loftbólum og það er eðli loftbóla að þær springa.Lokaorð
Þetta tel ég afskaplega sanngjarna og einfalda leið út úr þeim ógöngum sem núverandi kerfi er í. Það þýðir þó ekki að allir verði ánægðir, það er ekki hægt í eins ljótu máli og þessu. Þessi breyting væri gott skref í átt að bættu siðferði. Það er ekki aðalatriðið að veiðileyfagjald verði stór tekjustofn fyrir ríkissjóð, heldur að þjóðin á að eiga kvótann og útgerðarmenn eiga að borga sanngjarna upphæð fyrir að fá að nýta sér auðlind þjóðarinnar.Höfundur er fyrrv. sjómaður.
Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.