Ölvunarakstur samþykktur í samfélaginu?

Refsirammi vegna ölvunaraksturs og manndráps af gáleysi ekki nýttur sem vekur upp þá spurningu hjá mér hvort samfélagið sem við búum í samþykki bara ölvunarakstur.

Ölvunarakstur varðar sektum eða fangelsi allt að 2 árum skv. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987.

Manndráp af gáleysi varðar sektum eða fangelsi allt að 6árum skv. 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Brot konunnar varðar því allt að 8 ára fangelsi.

Ef fangelsisdómur er 12 mánuðir eða minni þá er dómurinn iðulega tekinn út í samfélagsþjónustu, þ.e. ekkert fangelsi.

Þessi 12 mánaða dómur er að mestu skilorðsbundinn þannig að hér er aðeins um 3 mánaða fangelsisdóms sem verður svo væntanlega tekinn út í samfélagsþjónustu.

Ef við teljum nú þessa þrjá mánuði til fangelsisvistar, þá eru dómstólar að nota 3% refsirammans.

Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst dómstólar lítilsvirða samfélagið með því að samþykkja ölvunarakstur með þessum hætti.


mbl.is Dæmd fyrir manndráp af gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála.

Hef ekki séð neina röksemdarfærslu hjá saksóknara af hverju var ekki krafist þyngri refsingar.

Þarna hefði átt að krefjast þyngstu refsingar, samkvæmt lögum.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 19:38

2 identicon

Þegar menn fremja tvö eða fleiri brot plúsast refsirammi þeirra ekki saman heldur ber samkvæmt 2. mgr 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 að ákvarða refsingu innan refsiramma þess brots sem kveður á um þyngstu refsingu. Þ.e. refsiraminn við þessum brotum er 6 ár skv. 215. gr

CaptainLaw (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 19:40

3 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Það kann að vera, ekki þræti ég við CaptainLaw. Ef við miðum aðeins við refsiramma manndráps af gáleysi, þá er dómstóll að nota um 4% refsirammans með þriggja mánaða fangelsisvist.

Menn geta reynt að hanga í því að þetta séu 12 mánuðir, en 9 þeirra eru skilorðsbundnir. Það þarf því annað brot til, svo það verði að fangelsisdómi. Það ber líka að benda á að engar líkur eru á að þessir þrír mánuðir verði í fangelsi.

Samfélagsþjónusta er í boði fyrir þá sem eru með 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm eða minna. Ef hún vill fangelsi frekar en samfélagsþjónustu þá afplánar hún helming eða 45 daga.

„Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ sagði Svavar. (pabbi stúlkunnar sem var drepin)

Heimir Hilmarsson, 17.12.2013 kl. 20:36

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Dómarar virðast ekki nýta refsirammann eins og þú bendir á. Hrikalegar afleiðingar aksturs undir vímuefnum verða seint bættar.

Samfélagið ætti að skylda þá sem aka undir áhrifum að fara í áfengismeðferð. Ökupróf á ekki að afhenda að nýju nema með skilyrðum. Menn missa ekki prófið af gáleysi, heldur eru flestir háðir áfengi eða vímuefnum.

Sigurður Antonsson, 17.12.2013 kl. 21:21

5 identicon

Er algjörlega sammála !

Alda Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 21:44

6 identicon

Maður er ekki hissa á þessum dómi í þessu agaleysis og linkindar þjóðfélagi. Í t,d, Bandaríkjunum hefði kona þessi fengið ærlega á baukinn fyrir þetta alvarlega brot. Hún þarf aðeins að sitja þrjá mánuði í fangelsi.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 22:00

7 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Mikið rétt Sigurður.

Fangelsis afplánun á að vera betrunarvist. Fangar geta sótt um að fá að afplána hluta að alla vist á meðferðarheimili.

Fangelsismálastofnun getur leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun samkvæmt 2. mgr. 15. gr. laga um fullnustu refsidóma nr. 49/2005.

Það næsta sem við komumst í því að skylda fólk í áfengismeðferð er að dæma það í fangelsi óskilorðsbundið í meira en 12 mánuði. Annars er ekki um neina vist að ræða.

Gleymum ekki því að allt að 90% fanga eru fíklar. Það að dæma ekki manneskju í fangelsi fyrir ölvunaraksturs og manndráp af gáleysi af því hún á við fíknivanda að etja eru haldlaus rök.

Það er hins vegar allt önnur umræða að við þurfum að hugsa betur um alla þá fíkla sem eru í fangelsum. Svo og alla þá sem eru í fangelsum vegna ADHD en allt að helmingur fanga eru sennilega með ofvirkni og athyglisbrest.

Heimir Hilmarsson, 17.12.2013 kl. 22:16

8 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Hún þarf ekki að sitja í fangelsi Ármann. Hún getur tekið þetta út í samfélagsþjónustu.

Ef hún vill frekar fara í fangelsi, þá afplánar hún helming sem eru 45 dagar.

Heimir Hilmarsson, 17.12.2013 kl. 22:19

9 Smámynd: ViceRoy

Ármann: Enda er meirihluti fangelsanna ekki ríkirekinn svo meirihlutinn mun sitja meira inni en hann þarf. Einkarekin fangelsi þurfa fanga til að fá styrk frá ríkinu, svo það er betra fyrir þau að þeir komi aftur eða fari aldrei út. 

ViceRoy, 17.12.2013 kl. 23:05

10 identicon

Fangar í Bandaríkjunum sitja í fangelsi eftir þeim eru dómi sem þeir fá og þá skiftir ekki máli hvort fangelsið er einkarekið eða ekki,en hvað um það,þessi dómur í fréttinni finnst mér vægur í meira lagi.

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 00:12

11 identicon

Mér finnst sorglegt að dómstólar meti líf barns svona lítið, engin virðing og alveg til hábornar skammar! Lovísa mín var saklaus að keyra heim, þegar kona sem var með áfengismagní blóði upp á 2,7  keyrir hana niður á röngum vegarhelming, og ekki nó með það Lovísa var komin hálf út af vegi til að forða sér, en það dugði ekki til. Hún dó samstundis eins og fram hefur komið. Með þessum dómi er verið að samþyggja svona gjörning sem verður aldrei bættur okkur foreldrunum. Það versta við svona gjörning er að fælingarmátturinn er engin. Til að kóróna hversu sjúklegt þetta samfélag er, var á degi þeirra sem létust í umferðinni síðasliðin, þar sem gerandi sem varð manni að bana steig í ponntu og sagði sína sögu og fólk stóð hjá með lotningar augnaráði og vottaði manninum virðingu sína. Frábær skilaboð til þerra sem nýverið hafa misst barn  vegna ölvunaraksturs, þið getið ýmindað ykkur ástandið á aðstendendum Lovísu. Ég er ekki fylgjandi þungum refsingum en það er lágmarkið að hafa  dóminn í viðmið við hegningarlögin svona til þess að þau hafi fælingarmátt, því að ekki fæ ég litta Gullið mitt aftur það er nokkuð ljóst, svo að virðing við hana gæti verið að nýta refsirammann. En við verðum að lifa með þennan glæp sem henni var gerður það sem eftir er,  sem verður ekki auðvelt !

Hrönn (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 01:05

12 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég votta ykkur, Hrönn, Svavar og aðrir aðstandendur Lovísu, svo innilega samúð mína.

Það á engin að þurfa að horfa á eftir barni sínu vegna ölvunaraksturs annars manns.

Ég fyllist sorg yfir þeim skilaboðum sem dómstólar eru að senda. En sorgin ykkar er þyngst.

Heimir Hilmarsson, 18.12.2013 kl. 02:17

13 identicon

Eftir að dómar voru hertir fyrir ölvunarakstur í Bandaríkjunum á sl. 10-15 árum, hafa dauðaslys minnkað um meira en helming.  Það er umhugsunarvert hvort þú keyrir ölvaður, þegar afleiðingarnar geta orðið 10-20 ára fangelisvist.

Að taka líf verður ekki aftur tekið.  Það er sannað að þung refsing kemur fólki til að íhuga málið betur. 

hrefna coe (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 02:26

14 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Ég vill sjá hert viðurlög við vímuefnaakstri og skilvirkari.

Til dæmis allt eftirfarandi:

  • að menn væru dæmdir í tafarlausa vímuefnameðferð sem hæfist innan sólarhrings frá broti og tæki fjórar til sex vikur.
  • að ökutæki verði gert upptækt.
  • að sektir verði látnar borga meðferðina.

Rökstuðningur minn er sá:

  • að of margir deyja af völdum ölvunarakstur og þar af allt of margir saklausir borgarar.
  • að tafarlaus útilokun frá samfélaginu er líklegust til þess að vera fælingarmáttur.
  • að vímuefnaakstur er nægilegt merki um vímuefnamisnotkun sem þarfnast meðferðar.
  • að upptaka á bíl eflir aðstandendur í að stöðva vímuefnaakstur.
  • að greiðsla meðferðar kemur í veg fyrir að menn keyri undir áhrifum til þess að komast í meðferð.

Vímuefnaakstur er á samfélagslega ábyrgð og við þurfum að taka á því saman með hertum viðurlögum.

Þegar vímuefnaakstur leiðir til manndráps, þá á að sjálfsögðu að dæma sem næst þeim refsiramma sem lög bjóða upp á enda um vítavert gáleysi að ræða. Refsiramminn er sex ára fangelsi.

Heimir Hilmarsson, 18.12.2013 kl. 20:39

15 Smámynd: Morten Lange

Þú spyrð : (er) Ölvunarakstur samþykktur í samfélaginu?

Færslan sem bloggið er tengd við snýr að dóm yfir konu sem var mjög drukkin ( yfir 2 prómill ) og var dææmd fyrir manndráp af gáleysi, en með frekar væga refsingu af hálfu dómskerfisins. ( Engin mun sennilega mótmæla að samviskubitið er líklegt til að vera mun þymgri að bera ) .   En já þetta er vægur dómur og ekki furða að þú spyrð þannig.

Mig langar að benda á öðru hvað varðar dómsvaldið og lagaramman sem mér finnst líka byggi undir þessu með að  ölvunarakstur sé ekki tekið nógu alvarlega.  Mörkin fyrir refsingu er við 0,5 prómill áfengi í blóðinu, en hefur verið lækkað í 0,2 í nokkrum öðrum löndum.  Til stóð að gera slíkt hið sama hér. Þetta var komið inn í Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, en Alþingið og ráðuneytið hafa eiginlega klúðrað tækifærið amk í tvígang með að afgreiða þessu.
Sennilega vegna þess að breytingin var hluti af pakka af breytingum sem var allt of stór.
Það ætti að ýta eftir því að taka þessa staka breytingu út fyrir sviga og samþykkja sér lagabreyting. 
Anars vil ég benda á undirskriftasöfnun um að fullnýta refsiramman fyrir ölvunarakstur: 
http://www.petitions24.com/fullnytum_refsirammann_gegn_olvunarakstri

Morten Lange, 19.12.2013 kl. 00:28

16 Smámynd: Morten Lange

Annar hluti af vandanum er að mörgum finnst of erfitt að velja aðra ferðamáta. Að hluta vegna þess að hafai ekki prófað almennilega. En að miklu leyti er framboðið ábótavant.

Það hangir svo saman við að samfélagið gerir nánast ráð fyrir að öllum erindum eru sinnt á bíl.  Afleiðingar bílastefnunnar eru að byggðin er dreifð og almenningssamgöngur erfiðar að rekja.  Leigubílaferðir í úthverfi höfuðborgarsvǽðisins (sem dæmi) eru dýrar.
Að setja meiri kraft í að plana fyrir fjölbreyttari ferðamáta og láta strætó ganga lengur fram á nótt og snemma um helgar væri mikill bót.  Það mætti endurvekja næturstrætóanna (og kannski niðurgreiða með tilliti til sparnaðs í heilbrigðiskerfinu , hjá dómsvaldinu. )   
Ekki er hægt að mæla þjáning fólks tengd harkalegum árekstrum og öðrum bilslýsum í töpuðum peningum, en þessi "tilfinningarök" um afleiðingar sem ekki koma fram í reikniformulum,  eiga svo sannarlega við einnig. 

Ég vil meina að Samtök um billausan lífsstíl   (í raun barátta fyrir samfélag með valkostum í samgöngum -  Sjá facebook, og billaus.is )  eiga samleið  með þeim sem vilja draga úr ölvunarakstri.

Morten Lange, 19.12.2013 kl. 00:45

17 identicon

Takk fyrir Hilmar.

Hrönn (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 00:49

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Í USA er hægt að kaupa dómstóla til að koma með dómsorð eftir vild.

Það kom fram dómsorð hér í Texas í síðustu viku að 16 ára strákur sen á forríka foreldra og dekra við strákinn, var ölvaður eða í vímu undir stýri sem endaði með banaslysi.

Dómurinn var að strákurinn er of ríkur og of dekraður af foreldrum sínum, þess vegna er ekki hægt að láta strákin í 20 ára fangelsi.

Ekki að bera USA saman við réttlæti í dómssölum, peningarnir stjórna þar.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 19.12.2013 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband