Kynbundnir fordómar?

Mál gerast nú varla sorglegri. Í mínum huga á þinghald auðvitað að vera lokað í málum sem þessum til verndar öllum viðkomandi. Báðir foreldrar höfðu stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en nú teljast væntanlega yfirgnæfandi líkur á að faðirinn sé sekur úr því ríkissaksóknari ákærir aðeins hann.

Það breytir þó ekki því að hér er mjög sorglegt mál á ferðinni þar sem allir aðilar eiga að mínu mati rétt á vernd fyrir fjölmiðlum á meðan á réttarhöldum stendur. Dómari sker svo úr um  sekt eða sakleysi og þá verður lýðnum ljóst hver dómurinn er.

Ríkissaksóknari tók undir kröfuna um að þinghöld verði lokuð í málinu, en tók sérstaklega fram að það væri ekki til hlífðar manninum heldur til hlífðar móðurinni og vandamönnum hennar.

Hvað er að gerast í hausnum á ríkissaksóknara þegar hún þarf að taka það fram að þetta sé ekki til hlifðar karlinum, bara konunni?

Ég velti því líka fyrir mér orðanotkun fréttamanns. Fréttamaður er að tala um tvo foreldra barns föður og móður. Faðirinn er nefndur karlmaður eða maðurinn en aldrei faðir. Móðirin ef nefnd móðirin en aldrei kvenmaðurinn eða konan. Orð eru gildishlaðin og því þarf að gæta að orðavali.

Það er auðveldara að leggja fæð á karlmann en föður og það er meiri samúð með móður en kvenmanni.

Lesendur eru fullfærir um að lesa og túlka fréttir þó sama hugtak sé notað yfir báða foreldra.


mbl.is Vill að móðirin sæti geðrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband