Er íslenska fátækasta tungumál í heimi?
25.10.2013 | 17:08
Jafnrétti er stórt orð. Þó Ísland sé besta land í heimi fyrir konur, þá er svo langt því frá að jafnrétti ríki í þessu landi. Vont þegar orðið jafnrétti er notað yfir lítinn afmarkaðann hluta jafnréttis.
Í sifjamálum er mismunun hrópandi og hvergi á Íslandi ríkir meira ójafnrétti en einmitt í sifjamálum. Þar má nefna að meðlag er næstum eingöngu greitt af karlmönnum og aðstoð ríkis við umönnun barna er nánast eingöngu greidd til kvenna. Ísland er 10 til 30 árum á eftir Norðurlöndunum í jafnrétti í sifjamálum.
Karlar bera ábyrgðina á framfærslunni á Íslandi alveg eins og það var áður en launajafnrétti komst í umræðuna. Bæði kynin hafa jafnan rétt til þess að framfæra sig og sína en ábyrgðin á framfærslunni er enn hjá karlmönnum.
Jafnréttisbaráttan hefur meira snúist um rétt kvenna en ábyrgð þeirra. Þannig eru til dæmis nánast eingöngu karlar sem afplána fangelsi. Vissulega fleiri karlar sem fremja alvarleg brot en það skýrir varla allan muninn.
Konurnar fylla hins vegar Háskóla Íslands og útskrifar hann nú tvær til þrjár konur fyrir hvern einn karlmann.
Getur verið að karlar eigi erfiðara með að vera í skóla vegna framfærsluskyldu sinnar?
Í sifjamálum er mismunun hrópandi og hvergi á Íslandi ríkir meira ójafnrétti en einmitt í sifjamálum. Þar má nefna að meðlag er næstum eingöngu greitt af karlmönnum og aðstoð ríkis við umönnun barna er nánast eingöngu greidd til kvenna. Ísland er 10 til 30 árum á eftir Norðurlöndunum í jafnrétti í sifjamálum.
Karlar bera ábyrgðina á framfærslunni á Íslandi alveg eins og það var áður en launajafnrétti komst í umræðuna. Bæði kynin hafa jafnan rétt til þess að framfæra sig og sína en ábyrgðin á framfærslunni er enn hjá karlmönnum.
Jafnréttisbaráttan hefur meira snúist um rétt kvenna en ábyrgð þeirra. Þannig eru til dæmis nánast eingöngu karlar sem afplána fangelsi. Vissulega fleiri karlar sem fremja alvarleg brot en það skýrir varla allan muninn.
Konurnar fylla hins vegar Háskóla Íslands og útskrifar hann nú tvær til þrjár konur fyrir hvern einn karlmann.
Getur verið að karlar eigi erfiðara með að vera í skóla vegna framfærsluskyldu sinnar?
![]() |
Jafnréttið mest á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jafnrétti milli stétta er svo annað mál - það stendur heldur völtum fótum.
Ábyrgð er svo annað mál - fáir vilja bera ábyrgð á neinu. Og fáir taka ábyrgð á neinu. Það er bara ekki í menningunni.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.10.2013 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.