Tryggjum jafnrétti barna til framfærslu

Ef jöfnuður á einhversstaðar við, þá er það hjá börnunum okkar.

Á fullorðins árum finnst mér í lagi að sumum gangi betur en öðrum, en þegar kemur að börnum, þá þurfa stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að öll börn geti notið þess sem í boði er fyrir börn.

Barnabætur tryggja á engan hátt að peningarnir renni til barns. Það hefur verið þekkt um langt árabil að djamm er mest þegar barnabætur eru greiddar út. Uppgrip hjá leigubílstjórum. Barnabætur eru ekki ætlaðar í fyllerí fullorðna fólksins, en þannig er það í raun í mörgum tilfellum.

Ef við viljum koma til móts við börnin sjálf í þessu þjóðfélagi, þá látum við peningana renna beint til barnanna.

Börn eiga að geta verið í íþróttum, hvaða íþrótt sem er, án þess að borga félagsgjöld eða búninga.

Börn eiga að geta verið í tónlistarskóla án endurgjalds og biðlistar eru ekki náttúrulögmál.

Afnemum virðisaukaskatt af vörum sem eingöngu eru ætluð börnum, s.s. barnaföt, bleiur, barnabílstólum o.s.frv.

Gefum börnum að borða í hádeginu án endurgjalds.

Tryggjum börnum leikskólapláss án endurgjalds upp að ráðlögðum tíma fyrir barn.

Höfum frítt í strætó og sund fyrir börn.

Afnemum barnabætur.

Helsta gagnrýnin á þessa leið er að þá fá börn tekjuhárra þjónustuna fría líka.

Þessi rök falla alveg um sig sjálf því þeir tekjuhærri geta greitt hærri skatta og gera það. Skattarnir greiða þjónustuna fyrir börnin og þannig borga þeir tekjuhærri meira fyrir þjónustuna.


mbl.is Borga minna fyrir bleiurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband