Er Ísland best fyrir aðra?
19.9.2011 | 15:13
"Ísland er best fyrir konur".
Ég er nokkuð viss um að þessi fullyrðing sé rétt í einum skilningi og margir vilja halda því fram að þessi fullyrðing eigi jafnvel við í tvennum skilningi.
Sennilega er jafnrétti hvergi meira en á Íslandi að sifjamálum undanskildum. Konur eru kúgaðar víða um heim og launamunur kynjanna víðast hvar mun meiri en á Íslandi. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart þó Ísland sé besta land í heimi fyrir konur.
Það er líka hægt að skilja þessa fullyrðingu þannig að Ísland sé betra fyrir konur en börn og karla. Það sé sem sagt best að vera kona á Íslandi, það sé betra en að vera karl eða barn. Það á vissulega ekki við um alla hluti því konur hafa til dæmis minni laun en karlar. En ef við berum saman rétt til fjölskyldulífs hjá konum, körlum og börnum sem þurfa að leita réttar síns hjá sýslumanni vegna umgengni, faðernis, meðlaga, lögheimilis barns eða öðru sem tengist sifjamálum, þá er langbest að vera konan. Ég held að það dyljist fáum að við meðferð sifjamála hjá sýslumönnum á eru það fyrst hagsmunir konunnar, svo barnsins og að síðustu karlsins sem tekið er tillit til. Það er því best að vera kona ef leita þarf til sýslumanns vegna rétts til fjölskyldulífs.
Ísland er best fyrir konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.