Gott mál
8.7.2011 | 17:20
Forsjármál eru einkamál sem rekin eru fyrir luktum dyrum.
Mér virkilega ofbauð þegar ég sá nánast alla fjölmiðla ráðast á þennan danska föður án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orð móður.
Flestir létu sér nægja að ráðast á nafnlausan danskan föður sem mér fannst nógu forkastanlegt, en ég sá ekki þessa frétt DV þar sem maðurinn er nafngreindur að auki.
Nú hefur bæði héraðsdómur og hæstiréttur staðfest að ekkert bendi til þess að þetta ofbeldi eigi við rök að styðjast. Niðurstöður dómstóla komu í kjölfar úttektar sálfræðings á börnunum.
Héraðsdómur:
http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=A201000018&Domur=5&type=2&Serial=2
Hæstiréttur:
Ég tel mjög ólíklegt að fréttamenn hafi talið þennan rógburð eiga við rök að styðjast. Ég tel að fjölmiðlar hafi þarna troðið af öllu afli á réttindum þessara barna í blindri græðgi. Selja fréttir sem seðja lýðinn.
Mér þykir það aumkunarvert að þessi blaðamaður skuli telja sig þurfa að fara í gjaldþrot vegna þessarar upphæðar. Þessi upphæð er rétt eins og hver faðir þarf að greiða fyrir eitt forsjármál ef hann er heppinn.
Sér fram á gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi upphæð er rétt eins og hver faðir þarf að greiða fyrir eitt forsjármál ef hann er heppinn.
Faðir sem er óheppinn og dæmdur til að greiða meðlag með þremur börnum þarf auk þess að vera með 250-300þús kr. hærri laun en móðirin, bara til þess að standa henni jafnfætis í ráðstöfunartekjum. Það jafngildir algengum byrjunalaunum fyrir fullt starf sem þarf til viðbótar við eigin framfærslu og húsnæðiskostnað. Með öðrum orðum þýðir það að viðkomandi þarf að vera í tveimur störfum til þess eins að geta lifað við fátæktarmörk, og á þá hvorki afgans pening, tíma eða húsrúm fyrir börnin sín.
Það er mikið ójafnvægi í réttindum og viðhorfum til einstæðra foreldra eftir því af hvoru kyninu þau eru. Ég hef persónulega séð þess nokkur dæmi að þetta hafi beinlínis verið til tjóns fyrir hagsmuni barnanna sjálfra. Og þá er ég ekki að meina vegna vanrækslu feðranna heldur að mæðurnar eru kexruglaðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 17:50
Í fréttum stöðvar 2 er talað um þennan fréttamann eins og fórnarlamb í stað þess að segja rétt frá að danski faðirinn var fórnarlambið í þessu máli.
Hvað vilja menn? Hvernig geta fréttamenn bæði ætlast til þess að þeir geti haldið heimildarmönnum leyndum og jafnframt að ábyrgð orða þeirra sé hjá heimildarmönnum? Eru "fréttamenn" að fara fram á réttindi til að slátra mannorði fólks hægri vinstri án ábyrgðar?
Þessi telur sig bara hafa verið að vinna vinnuna sína. Ætli rógburður sé í starfslýsingu hans? Væri ekki betra að það væri munur á fréttum og gróusögum!
Heimir Hilmarsson, 8.7.2011 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.