Hvað kusu borgarbúar?

Hverjir eru sigurvegarar kosninganna? Það hljóta að vera þeir sem flestir vilja fá.

Stærstir eru Besti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 20.000 atkvæði á bak við sig hvor flokkur en aðeins 1,1% atkvæða skilja flokkana að. Engin annar flokkur kemst nálægt fylgi þessara tveggja flokka og því óhætt að segja að borgarbúar vilja þessa tvo flokka við stjórnvölin.

Samfylkingin kemur næst með næstum helmingi minna fylgi eða rúmlega 11.000 atkvæði á bakvið sig eða 19,1%. Hæpið er því að segja að flokkur með minna en 20% fylgi sé það sem borgarbúar vilja sjá stjórna borginni. Aðrir flokkar ná ekki 10% fylgi og því augljóst að borgarbúar vilja ekki sjá þá flokka við stjórnvölin.

Hverjir töpuðu mest í borgarstjórnarkosningunum 2010?

Úrslit kosninga 2006 voru þannig:

2006

 

Atkvæði

Menn inn

Hlutfall Atkvæða

B – Framsóknarflokkurinn

4.056

1

6,3%

D – Sjálfstæðisflokkurinn

27.823

7

42,9%

F – Frjálslyndir og óháðir

6.527

1

10,1%

S – Samfylkingin

17.750

4

27,4%

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

8.739

2

13,5%

Æ - Besti flokkurinn

   

H - Listi framboðs um heiðarleika

   

E - Listi Reykjavíkurframboðsins

   

 

Úrslít kosninga 2010 eru þannig:

2010

 

Atkvæði

Menn inn

Hlutfall Atkvæða

B – Framsóknarflokkurinn

1.629

0

2,7%

D – Sjálfstæðisflokkurinn

20.006

5

33,6%

F – Frjálslyndir og óháðir

274

0

0,5%

S – Samfylkingin

11.344

3

19,1%

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

4.255

1

7,1%

Æ - Besti flokkurinn

20.666

6

34,7%

H - Listi framboðs um heiðarleika

668

0

1,1%

E - Listi Reykjavíkurframboðsins

681

0

1,1%

 

Tap flokkanna gæti því verið eðlilegt að reikna þannig:

Tap flokkanna nú

 

Í atkvæðum

Í mönnum

Í % atkvæða

B – Framsóknarflokkurinn

59,8%

100,0%

56,2%

D – Sjálfstæðisflokkurinn

28,1%

28,6%

21,6%

F – Frjálslyndir og óháðir

95,8%

100,0%

95,4%

S – Samfylkingin

36,1%

25,0%

30,3%

V – Vinstrihreyfingin – grænt framboð

51,3%

50,0%

46,9%

 

Í fjölda atkvæða tapa Frjálslyndir mest (95,8%), svo Framsókn (59,8), næst Vinstri hreyfingin grænt framboð (51,3%), þar á eftir Samfylkingin (36,1%) og síðast Sjálfstæðisflokkurinn (28,1%).

Í fjölda manna í borgarstjórn þá tapa Framsókn og Frjálslyndir mest (100,0%), þar á eftir Vinstri hreyfingin grænt framboð sem tapar (50,0%), næst Sjálfstæðisflokkur (28,6%) og minnst tapar Samfylkingin (25,0%).

Í hlutfallslegu fylgi tapa Frjálslyndir mest (95,4%), næst Framsókn (56,2%), svo Vinstri hreyfingin grænt framboð (46,9%), þá Samfylkingin (30,3%) og minnst tapar Sjálfstæðisflokkurinn (21,6%).


mbl.is Viðræður halda áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að líkið í lest xD hugnist ekki mönnum í öðrum flokkum, því gæti orðið strembið að semja við þá um samstarf.

Doddi (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líkið í lest Samfylkingar, hlýtur nú samkvæmt útreikningi, fyrsta varamanns flokksins í borgarstjórn, að vera oddvitinn sjálfur.

  Það segir sig sjálft, að það er alveg jafn ljótt, að safna 12 milljónum fyrir tvö prófkjör, eins og það er að safna 6 milljónum, fyrir eitt prófkjör.

Kristinn Karl Brynjarsson, 30.5.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Bæði Æ og  D Vilja vinna saman með öðrum að málefnum borgarinnar en S OG  V Vilja ekki samstarf með D þannig að heilbrigð skinsemi er  Æ og D  og Bjóða síðan S og V Að vera með  það er að sega HRÆÆTUNUM  SVONA FYRIR KURTEISISSAKIR.

Það er heilbrigð skinsemi.

Jón Sveinsson, 30.5.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband