Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Framboð og eftirspurn

Markaðslögmálið á við um atvinnumarkaðinn eins og aðra markaði.

Lykilhugtök þar eru framboð og eftirspurn.

Þegar það er atvinnuleysi, þá er meiri eftirspurn en framboð eftir atvinnu.

Gæði fyrir starfsmenn skapa eftirspurn.
Gæði fyrir fyrirtæki skapa framboð.

Minnst atvinnuleysi meðal menntafólks á Íslandi þýðir þá að eftirspurn eftir störfum sem krefjast menntunar í hlutfalli við framboð er minnst á Íslandi.

Íslenskt menntafólk sækist eftir atvinnu erlendis þar sem gæði fyrir starfsfólk eru meiri og eftirspurn því meiri.

Þannig minnkar eftirspurn eftir þessum störfum á Íslandi og atvinnuleysi mælist lægra.
 
Eru það góð tíðindi fyrir Ísland að menntafólk sækist frekar eftir vinnu erlendis? 

mbl.is Minnst atvinnuleysi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband